05.06.2014 10:59
Götuhlaup HSS og Hólmadrangs
Ákveðið hefur verið að fresta götuhlaupinu til laugardags.
Götuhlaupið verður því haldið nú á laugardaginn, nánar tiltekið þann 7. júní og boðið verður upp á þrjár vegalengdir. Klukkan 11:00 verður lagt af stað í 5 og 10 kílómetra hlaup og klukkan 13:00 verður flautað af í 3 kílómetra skokk. Tímataka verður í boði.
Hlaupið hefst og því lýkur við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík þar sem þátttakendum býðst að fara frítt í sund, einnig fást þátttökuverðlaun og hressing verður í boði fyrir þátttöku í hlaupinu.
Mætum sem flest og hlaupum okkur til ánægju. Hér gilda sömu lögmál og í Kvennahlaupinu: Það skiptir ekki máli hversu hratt þú ferð, þú ferð alltaf fram úr þeim sem sitja heima.