18.06.2014 15:36

Skráningu á Landsmót 50+ fer að ljúka

4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina

Um helgina, dagana 20.-22. júní, fer fram 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík.  Mótin hafa verið haldin á hverju ári frá 2011 á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal í fyrrasumar. Mikill hugur er í framkvæmdaaðilum í Þingeyjarsýslu og hefur undirbúningur fyrir mótið gengið samkvæmt áætlun. Skráningar fyrir mótið hafa gengið vel en skráningu lýkur í kvöld. Allir eru velkomnir á setningu mótsins sem verður á föstudagskvöldið klukkan 20. Sjálf keppni mótsins hefst klukkan 13 á föstudag og lýkur kl. 14 á sunnudag.

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ þetta árið. HSÞ hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987 og hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík en aðstaðan á Húsavík er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut.

Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar sem eru um tuttugu talsins.

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36