13.07.2014 13:04
Héraðmót á Sævangi.
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS sunnudaginn 20. júlí
Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 20. júlí nk. Mótið hefst kl. 11:00 með keppnisgreinum eingöngu ætluðum eldri keppendum en keppendur í öllum aldurflokkum hefja keppni fyrir kl. 13:00.
Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk og boltakast.
Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.
Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur 30 ára og eldri: 100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri: 100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 19. júlí kl: 13:00.
Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og kát í Sævangi sunnudaginn 20. júlí.