14.11.2014 18:21

70 ára afmæli HSS

HSS 70 ára

Héraðssamband Strandamanna fagnar 70 ára afmæli sínu 19. Nóvember næstkomandi.

 

Að því tilefni er aðildarfélögum, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum ÍSÍ og UMFÍ og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman.

Tímamót sem þessi eru kjörið tækifæri til að líta yfir farinn veg, læra af því sem liðið er og setja stefnuna fyrir komandi kynslóðir.

Fundurinn verður léttur og skemmtilegur og lögð verður áhersla samheldni og skapandi hugmyndavinnu og markmiðssetningu Héraðssambandsins. Tilgangurinn er að þétta raðir áhugafólks um íþróttastarf á Ströndum, skapa samstarfsvettvang og deila hugmyndum að því hvernig gera megi gott starf enn betra.

 

Fundurinn hefst kl. 19:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og HSS býður þátttakendum fundarins upp á súpu framreidda af Skíðafélagi Strandamanna í tilefni dagsins.

 

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is ekki síðar en á þriðjudag en skráning er þó ekki nauðsynleg.

Fundurinn er öllum að kostnaðarlausu.

Öll velkomin.

 

Með félagshveðju,

Stjórn HSS

 

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36