17.11.2014 09:41

Styrkur til þátttöku í æfingabúðum


HSS styrkir þátttakendur í æfingabúðum Samvest

HSS hefur tekið ákvörðun um að styrkja þá einstaklinga sem ætla sér að taka þátt í æfingabúðum Samvest sem fara fram á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember. 

Um er að ræða æfingabúðir í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri. Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að koma sér á staðinn - eða að héraðssamböndin skipuleggi ferðir.

Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum. HSS mun borga helminginn af þessari umferð sem þýðir að aðeins þarf að greiða 1.250 kr. á hvern þátttakanda og þá er allt innifalið.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 19. nóvember. Það er hægt að skrá á Facebook-síðu Samvest eða hjá Arnari Eysteinssyni hjá UDN á netfangið arnare68@gmail.com sími 893-9528.

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248511
Samtals gestir: 27546
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 17:51:55