21.11.2014 14:15

Afmælifundur HSS

Afmælisfundur HSS fór fram í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 19. nóvember.

Fundurinn var góðmennur, árangursríkur og ekki síst skemmtilegur. Skíðafélagið eldaði dýrindissúpu fyrir fundargesti og formaðurinn koma með kökur frá Ísafirði.

Gestkvæmt var á fundinum en fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ komu færandi hendi og færðu HSS gjafir og buðu upp á fræðslu og hvatningarorð. Auk þess var farið í hópefli og unnið var að því að móta framtíðarsýn héraðssambandsins.

Hér má sjá myndir sem Mundi Páls tók á þessum stórskemmtilega viðburði.

Takk fyrir góða kvöldstund og til hamingju með árin 70!
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36