24.11.2014 14:00

Fimm silfur HSS á Silfurleikum ÍR

Nítjándu Silfurleikar ÍR fóru fram laugardaginn 15. nóvember s.l. í laugardalshöllinni, en Silfurleikar ÍR eru til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni sem fékk silfur í þrístökki á ólímpíuleikunum 1956. Rúmlega 600 keppendur hófu keppni og átti frjálsíþróttahópur HSS 5 keppendur.

Sóldís Eva Baldursdóttir, Árný Helga Birkisdóttir og Stefán Þór Birkisson tóku þátt í fjölþraut 8 ára og yngri, sem er þrautabraut með 7 þrautum og  stóðu þau sig einstaklega vel og fengu öll fyrir það silfurpening.

Viktor Elmar Gautason tók þátt í hástökki, 60 m hlaupi og 600 m hlaupi, gekk honum vonum framar en hann náði 2. sæti í 600 m hlaupi. Jamison Ólafur Johnson tók þátt í kúluvarpi, þrístökki og 800 m hlaupi og náði hann einnig 2. sæti í 800 m hlaupi.

Glæsilegur hópur.

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36