24.11.2014 14:32
Mögnuð þátttaka í æfingarbúðum SAM-Vest, 63 frjálsíþróttabörn

Mæting var klukkan 17:00 á föstudeginum 21. nóv og var byrjað á að koma sér fyrir og fara í æfingagallana en fyrsta æfingin var stýrð af Kristínu Höllu Haraldsdóttur yfirþjálfara en Kristín og Hlynur C. Guðmundsson þjálfari í Mosfellsbæ sáu um æfingarnar.
Farið var í sund báða dagana, fjörug kvöldvaka var haldin á föstudagskvöldinu og krakkarnir voru duglega að nýta sér frjálsan tíma til að kynnast betur.
Dagskrá og skipulagning voru til fyrirmyndar og gekk vonum framar, sérstaklega í ljósi þess að þátttaka fór fram úr björtustu vonum. Alls mættu 63 krakkar í æfingabúðirnar og börnin fóru heim með bros á vör og spurðu ítrekað hvenær næstu æfingabúðir yrðu haldnar.
Frá Ströndum fóru 9 börn í æfingabúðirnar sem er talsverð aukning en í vetur hafa verið milli 20 og 30 börn að æfa frjálsar frá 5 ára aldri til 15 ára. Stærsti hópurinn er 8 ára og yngri. Auk þess hafa 4 börn frá Reykhólum og 2 frá Drangsnesi komið á æfingar enda hefur veðurfar verið mjög gott það sem af er hausti.
Takk fyrir skemmtilega og gagnlega helgi sem og stuðningi allra sem að æfingarbúnunum komu.

