23.01.2015 11:53

Samæfing SamVest

 

 

Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum
  30. janúar 2015 í Hafnarfirði

Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í frjálsíþróttahöllinni Kaplakrika, Hafnarfirði, föstud. 30. jan. 2015 kl. 16.30.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

·         Æfingin er fyrir 10 ára (árg. 2005) og eldri.

o   Þátttakendum verður aldursskipt í nokkra hópa á æfingunni.

·         Umsjón með æfingunni hefur einn af þjálfurum á starfssvæði SamVest og gestaþjálfarar eru allir fastir þjálfarar hjá FH, þau:  

o   Eggert Bogason, Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir

·         Nánari upplýsingar síðar um áherslur á greinar. Ef einhverjir eru með sérstakar óskir þá endilega komið þeim á framfæri við okkur á FB-síðu SamVest eða í netfangið hér fyrir neðan.

·         Eftir æfingu borðum við saman í nágrenninu. Við höfum ekki ákveðið hvar - síðast fórum við á Kentucky!

·         Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest, en matur eftir æfingu greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.  

 

Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir vilja vera með í mat. Endilega skráið sjálf mætingu og aðrar upplýsingar inná þessari síðu - smellið hér - fyrir kl. 22.00 miðvikudaginn 28. janúar nk.

Frekari upplýsingar á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.  Ábendingar og spurningar má senda til bjorg@alta.is

 

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum og gerum þetta að góðri SamVest-æfingu!

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest samstarfsins

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36