19.02.2015 13:21

Gautaborgarleikar


Gautaborgarleikar 2015

 

Gautaborgarleikarnir verða að þessu sinni dagana 3. - 5. júlí. Mótið er opið öllum 12 ára og eldri og keppt er í fjölmörgum greinum. Almennt eru ekki lágmörk (krafa um lágmarksárangur), nema í kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti.

 

SamVest stefnir að þátttöku í ár - í fyrsta skipti. Við myndum fara saman sem hópur undir merkjum SamVest. Áætlað er að fara með Úrval Útsýn sem býður ferðina fyrir 129.500 kr. á manninn. Innifalið í því er flug, gisting, lestarmiði og aðgöngumiði í tívolíið. Flogið er út þann 2. júlí og heim aftur 9. júlí með beinu flugi til Gautaborgar.

 

Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna farar þjálfara og fararstjóra verði greiddur af keppendum og leggst það þá ofaná þetta verð. Að öllum líkindum færu 1-2 þjálfarar og svo 1 fararstjóri á hverja 10 keppendur. Má því gróflega áætla að ofaná hvern keppanda bætist ca. 25.000 kr.  Þetta þýðir að hvert samband þarf ekki að skaffa þjálfara og fararstjóra, heldur sameinumst við um þá. Skráningargjald á mótið sjálft er ca. 1500 kr. á mann. Auk þess þarf að leggja út fyrir fæði og öðru tilfallandi.

Sam Vest stefnir að því að sjá um samskipti við ferðaskrifstofuna, upplýsingar til félaga og skráningu á mótið sjálft. Hinsvegar er það sett í hendur félaganna/héraðssambandanna að kynna þetta heima fyrir, hver á sínu svæði og fá staðfestingu á þátttöku, auk þess að sjá um fjáröflun fyrir ferðinni, eftir atvikum.

 

Þar sem við hjá SamVest erum að skipuleggja svona ferð í fyrsta sinn, þá biðjum við ykkur um smá þolinmæði - og endilega að hjálpa okkur með því að spyrja spurninga, eitthvað sem þið rekist á og þarf að fá upplýsingar um. Líka er gagnlegt ef þið hafið tök á að forvitnast hjá öðrum félögum sem hafa farið. Saman munum við læra á þetta - og komast að því hvað til þarf J

 

Lokafrestur til að skrá sig í ferðina er fimmtudaginn 5. febrúar og þarf þá að senda nafn og kennitölu á netfangið hronn@vesturland.is en auk þess má gjarnan skrá þátttakendur á sameiginlegt skjal sem hæg er að komast inná hér:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1v9DNzHX4wIln7FXhuxgqvCVihlzdKXrllkPtPRQCt9c/edit?usp=sharing

 

Staðfestingargjald á hvern keppanda er 40.000 kr. og þarf að greiða í framhaldi af skráningu, væntanlega í næstu viku. Eftir það er ekki hægt að hætta við, en það væri hægt að skipta á nöfnum.

 

Hér fyrir neðan er tengill inn á frekari upplýsingar um mótið sjálft, dagskrá, lágmörk í kastgreinum og fleira: http://www.vuspel.se/pdf/VUinvj15eng.pdf

 

Kv. Hrönn Jónsdóttir

hronn@vesturland.is

s. 8481426

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36