30.04.2015 16:50

Endurbætt afrekaskrá

Ný og endurbætt afrekaská Strandameta í frjálsum íþróttum er nú aðgengileg hér á vefnum en hana er að finna undir flipanum "skrár".

Guðbjörg Hauksdóttur hefur unnið ötult starf við að safna saman afrekum og úrslitum Strandamanna í gegn um tíðina og gert þau aðgengileg.

Nú eiga öll úrslit sem fundist hafa á pappír að vera komin í skrána, að undanskildum úrslitum í köstum en takmarkaðar upplýsingar um þyngd áhalda flækja það mál.

Úrslit af vef FRÍ frá árunum 2013 og 2014 eru einnig komin inn í afrekaskránna.

Enn er töluverð vinna eftir en við fögnum því góða verki sem nú þegar hefur verið unnið.

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 541
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 248848
Samtals gestir: 27577
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 05:56:17