01.05.2015 04:14
Ársþing HSS
Ársþing HSS fór fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þann 30. apríl 2015. Gestgjafi í ár var Skíðafélag Strandamanna og voru kræsingarnar sannarlega með besta móti.
28 þingfulltrúar mættu á þingið sem var undir öruggri fundarstjórn Þorgeirs Pálssonar. Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, sótti þingið heim og sömuleiðis Hrönn Jónsdóttir sem situr í stjórn UMFÍ.
Hrönn Jónsdóttir veitti Þorsteini Newton starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt og ötult starf, meðal annars sem gjaldkeri HSS síðastliðin sjö ár. HSS óskar honum til hamingju með verðskuldaðan heiður,
Viktor Gautason var valinn efnilegast íþróttamaður HSS árið 2014 og Jamison Ólafur Johnson var sæmdur nafnbótinni íþróttamaður HSS árið 2014. Ingibjörg Benediktsdóttir hlaut hins vegar Hvatningabikar UMFÍ fyrir öflugt starf í þágu almenningsíþrótta. Hvert og eitt þeirra á heiðurinn sannarlega skilinn.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn HSS en stjórn komandi árs skipa Vignir Örn Pálsson formaður, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir varaformaður, Dagbjört Hildur Torfadóttir gjaldkeri, Guðbjörg Hauksdóttir ritari og Ragnar Bragason meðstjórnandi. Við óskum nýrri stjórn til hamingju með kjörið og þökkum Rósmundi Númasyni og Þorsteini Newton sem víkja úr stjórn kærlega fyrir gott samstarf.
Myndir frá ársþinginu eru væntanlegar innan tíðar.
Skrifað af Esther
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01