01.05.2015 04:35
Ályktun ársþings
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á nýliðnu ársþingi HSS:
68. ársþing HSS haldið á Hólmavík 30. Apríl 2015 skorar á sveitarstjórn Strandabyggðar að starf íþróttakennara verði endurskipulagt og steypt verði saman í eitt 100% starf íþróttakennara grunnskólans, þjálfara fyrir Umf. Geislann auk framkvæmdarstjóra HSS. Mikilvægt er að þetta nýja starf verði auglýst nú á vormánuðum með það að markmiði að nýr íþróttakennari Strandabyggðar taki til starfa í ágúst 2015.
Tillagan verður send til tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar sem fundar þann 4.maí næstkomandi og ætti að því búnu að vera tekin fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.Skrifað af Esther
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28