16.07.2015 11:05
Samvestmót í Borgarnesi.
Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til sumarmóts SamVest.Athugið breytingu á tíma og stað: mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi sunnudaginn 19. júlí og hefst kl. 11.00.
Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir og eftirfarandi flokkar (ATHUGIÐ breytta flokkaskiptingu og smávægilegar breytingar frá fyrstu auglýsingu), sjá hér:
8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup
9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup
11 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup
12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup
13 ára: 100 m hlaup, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup
14 ára: 100 m, 80 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup
15 ára: 100 m, grindahlaup (80 m hjá stelpum og 100 m kk), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
16 ára og eldri: 100 m, grindahlaup (100 m hjá stelpum/konum, en 110 m hjá strákum/körlum), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.
Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.
Skráningar berist í netfangið palli@hhf.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 17. júlí nk.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þau sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópinn á Facebook (með nafni og félagi).
Fjölmennum á gott mót!