21.07.2015 18:08

Skráning á ULM 2015.

HSS sendir sameiginlegt lið með USVH á ULM á Akureyri einsog undanfarin ár.  Þátttökugjaldið á mótið er 6000kr. og mun HSS greiða niður gjaldið um 3000kr. Skráningar skal senda á netfangið vp@internet.is.  Þar þarf að koma fram kt. keppenda og símanúmer og símanúmer foreldris eða ábyrðarmanns.  Einnig þarf að koma fram keppisgreinar og ef þær eru fleiri en ein þarf að forgangsraða greinum ef þær skildu rekast á í mótshaldinu.  HSS og USVH hafa verið með sameiginleg lið í knattspyrnu og körfubolta, ekki hafa verið lið í fleiri hópíþróttum.  Frekari upplýsingar um mótið má sjá á umfi.is.

Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 26. júlí.

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01