05.11.2015 08:36
Nýr framkvæmdastjóri HSS.
Góðan daginn, gott fólk.
Stjórn HSS hefur gert samkomulag við Elísabet Kristín Kristmundsdóttir um að taka að sér starf framkvæmdastjóra HSS. Elísabet hóf störf nú í lok október og munu gegna því til 15. Ágúst 2016 að minnsta kosti. Elísabet tekur við því starfi sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar gegndi áður samkvæmt sérstöku samningi milli HSS og Strandabyggðar sem rann út um áramótin 2014 og 2015. Elísabet starfar einnig sem stuðningsfullrúi við grunnskólann á Hólmavík og er einnig þjálfari hjá umf. Geislanum á Hólmavík sem býður uppá knattspyrnu, frjálsar, körfubolta og íþróttaskóla fyrir 1. - 4. Bekk.
Við hjá HSS bjóðum Elísabet hjartanlega velkomna til starfa og viljum biðja aðila hjá UMFÍ og ÍSÍ að bæta netfangi Elísabetar á sína lista sem er framkvhss@mail.com og hætta að senda tölvupósta sem tilheyra HSS á tomstundafulltrui@strandabyggd.is, síminn hjá Elísabetu er 6596229. Elísabet mun hafa umsjón með heimsíðu HSS og kynna sig þar á næstu dögum, hss.123.is.
Skrifað af Vignir.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01