08.11.2015 19:16
Gaflarinn
Frjálsíþróttamótið Gaflarinn var haldið í Kaplakrika 7.nóvember sl. Sex keppendur voru skráðir frá HSS.
Jón Haukur Vignisson tók þátt í 60m hlaupi og skutlukasti Sævar Eðvald Jónsson tók þátt í 60m hlaupi, langstökki og skutlukasti. Júlíana Steinunn Sverrirsdóttir tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Róbart Máni Newton tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Viktor
Elmar Gautason tók þátt í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki. Friðrik Heiðar Vignisson tók þátt í 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Einnig kepptu Viktor, Róbert, Sævar og Friðrik í boðhlaupi og náðu þeir öðru sæti.![]()
Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði og er gaman að geta þess að sumir krakkarnir bættu sig umtalsvert.
Skrifað af Elísabet Kr.
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 645
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 298983
Samtals gestir: 31905
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 07:24:18
