21.02.2016 09:18

Skíðaferð

Skíðaferð til Braunlage í þýskalandi.

Þann 9.febrúar síðast liðinn. Fóru nokkrir félagar skíðafélags strandamanna í skíðaferð til Þýskalands. Flogið var til Berlínar og þaðan keyrt til Braunlage. 
Í ferðina fóru Ragnar Bragason og Stefán Snær Ragnarsson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson og Kristján Hólm Tryggvason, Jón Haukur og Friðrik Heiðar Vignissynir og Vignir Örn Pálsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson Og Rósmundur Númason.
Byrjað var að skipulegja ferðina í ágúst 2015.
Tilgangur ferðarinnar var að fara og æfa sig á gönguskíðum en einning var farið á skauta og svigskíði prufuð. 

"Það skemmtilegasta við ferðinina var að prufa að fara á svigskíði og fara í lest sagði Stefán Snær. það var ekkert öðruvísi að skíða í Þýskalandi heldur en hér heima nema hvað það er mikið af trjám í Þýskalandi. það var fyndið að sjá að nánast á slaginu klukkan 17:00 fóru allir þjóðverjar heim en á Íslandi er skíðað eins lengi og veður  og færð leyfa" (Stefán Snær)

þetta var 5 daga vel heppnuð ferð og komu allir sáttir heim. 


 (myndir Ragnar)
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36