19.05.2016 13:55

Landsmòt 50+

Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Ísafirði dagana 10.-12. júní.

 

Þú getur skráð þig hér á vef UMFÍ.

 

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í þeim fjölmörgu hefðbundnu og óhefðbundu keppnisgreinum sem verða á mótinu, hvort sem þeir eru í Ungmennafélagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald sem er 4.500 krónur og öðlast þeir við það þátttökurétt í öllum keppnisgreinum mótsins.

 

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

 

Á meðal hefðbundinna greina á landsmótinu á Ísafirði eru skák og sívinsælar greinar á borð við pútt, bridge og boccia. Þeir sem vilja reyna sig í óhefðbundnum greinum geta keppt í pönnukökubakstri, sem er orðinn fastur liður á landsmótunum. En nú bætist líka við æsispennandi og framandi greinar á borð við netabætingu og línubeitningu.

Á meðal annarra greina eru þríþraut, kajak, sund og strandblak, karfa, golf, frjálsar, bogfimi, skotfimi og badminton. Svo má auðvitað ekki gleyma stígvélakastinu!

 

Skoðaðu dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ á vef UMFÍ. Þar finnur þú áreiðanlega þína uppáhaldsgrein.

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01