05.07.2016 21:17
Héraðsmót
Héraðsmót HSS í frjálsum.
Á Sævangsvelli sunnudaginn 10. júlí.
Mótið hefst kl. 11:00.
Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!
Keppisgreinar eru eftirfarandi:
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
30 ára og eld. Konur, 35 ára og eld. karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skránig í síðasta lagi kl. 12 laugardaginn 9. júlí.
Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is eða Elísabet Kristmundsd framkvhss@mail.com.
Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.