27.02.2017 12:45
Súpufundur á Drangsnesi.
Fundarboð.
Súpufundur verður í Félagsheimilinu á Drangsnesi þriðjudaginn 28. feb. kl. 18 stundvíslega.
Dagskrá fundarins:
1. Elías Atlason frá ÍSÍ kynnir efni frá ÍSÍ og kynnir nýja útgáfu af Felix félagaforriti íþóttahreyfingarinnar.
2. Súpa í boði HSS framreidd af Aðalbjörgu Óskarsdóttur og Guðbjörgu Hauksdóttur.
3. Pistill frá Form. HSS um starfið síðustu misseri og framundan.
4. Umræður um tillögu umf. Hvatar að skoða sameiningu félaga á svæði HSS.
5. Önnur mál.
Gestir fundarins frá ÍSÍ verða Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Elías Atlason. Einnig kemur fulltrúi frá UMFÍ.
Hægt verður að spyrja þá spjörunum út um skipulag íþrótta og ungmennafélaga.
Endilega komið öll sem hafið áhuga á þessum málum.
Með bestu kveðju, Vignir Pálsson form. HSS.
E.S. Gott væri ef forsvarsmennfélaganna gætuð sent Öllu póst um hve margir mæta frá hverju félagi í kvöld til að auðvelda henni val á stærð súpupottsins.
allaoskars@gmail.com
Skrifað af Vignir.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01