10.06.2018 12:26

Framlengdur frestu til að sækja um í sérsjóð HSS 2018


Á 71. ársþingi HSS haldið á Hótel Laugarhóli fimmtudaginn 3. maí 2018 var eftirfarandi tillaga frá fjárhagsnefnd samþykkt.

 

Fjárhagsnefnd leggur til eftirfarandi tillögu:

Að umsóknarfrestur í sérsjóð HSS verður framlengdur til 1.7.2018

v úthlutunarárs 2018. Til úthlutunar er kr. 1.500.000,-

Aðildarfélög HSS eru hvött til að sækja um í sérsjóð HSS.  Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið: johann.bjorn.arngrimsson@gmail.com  fyrir 1. júlí 2018

 

Sérverkefnasjóður HSS

 

"66. ársþing HSS haldið á Sævangi þriðjudaginn 30. apríl 2013 samþykkir breytingu á reglugerð fyrir sérverkefnasjóð HSS:

1. Í sérverkefnasjóð fer 10%  af innkomu fé frá Lottói. Sjóðurinn er lagður á sérreikning og vextir leggjast við höfuðstól.

2. Félög geta sótt um til HSS fyrir 15. apríl ár hvert. Með umsókn fylgi greinargerð með fjárhagsáætlun ásamt tímaramma. Stjórnin tilkynni félögum fyrir 7. maí um afgreiðslu málsins. Fulltrúi stjórnar taki verkið út áður en greitt er úr sérsjóðnum eða lögð eru fram fullnægjandi gögn.

3. Ef féð verður ekki notað til verkefna sem sótt er um verður félagið að endurgreiða féð innan fjögurra mánaða frá áætluðum framkvæmdartíma.

Ef félag hafi ekki hafið framkvæmdir fyrir 15. apríl næsta ár, þarf félag að endurnýja umsóknina.

 

4. Forgangsverkefni væri að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu. Og veita til annarra verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á, nýjungar í starfi og fleira."

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01