08.07.2019 11:36
HSS fréttir
72. Ársþing Héraðssambands Strandamanna fór fram í félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 3. júní síðasliðinn.
Þórey Dögg Ragnarsdóttir fékk viðurkenningu sem efnilegasti íþróttamaður HSS. Fyrir ástundun og elju i þjálfun og keppni á gönguskíðum
Ragnar Kristinn Bragason fékk viðurkenningu sem íþróttamaður ársins HSS. Fyrir ástundun, leiðbeiningar og keppni á gönguskíðum.
Félag eldri borgara í Strandasýslu fékk verðlaun fyrir vel unnin störf. Fyrir aukið starf eldri borgara, reglulegar gönguferðir er orðin fastur liður sem og æfingar í Boccia, auk þess sem styrktaræfingar í Flosabóli bættist við undir stjórn Ragnheiðar B. Guðmundsdóttur.
Ragnar og Þórey með viðurkenningarnar.
Ragnheiður B. Guðmundsdóttir ásamt félögum.
14. -17. Júní fór fram Smábæjarleikarnir á Blönduósi. Átti HSS eitt lið undir merkjum Geislans á Hólmavík. Talsverður aldursmunur var í liðininu þar sem fáir einstaklingar eru í hverjum árgang og seint farið í að leita til annarra félaga. Öll stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum.
Iðkendur HSS hafa verið mjög duglegir við hreyfingar það sem af er sumri.
Skíðafélag Strandamanna er með fjölskyldu fjallgöngur á sunnudögum kl 13:00 þar sem gengið verður á ýmis fjöll eða leiðir í Strandabyggð, Reykhólasveit og Kaldrananeshreppi. Allir eru velkomnir með í þessar fjallgönguferðir óháð aldri og engin skylda að vera félagsmaður í Skíðafélag Strandamanna Hólmavík til að taka þátt.
Vikulegt sögurölt sem Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna standa fyrir í sumar. Sjá https://www.facebook.com/saudfjarsetur/
Geislinn er með æfingar í frjálsum, körfubolta og fótbolta. sjá https://www.facebook.com/Geislinn-432791440074688/
Gólfklúbbur Hólmavíkur er með flottan völl sjá https://www.facebook.com/groups/814630825571415/
Framundan í starfi HSS er héraðsmót sem verður haldið 17. júlí næst komandi einnig styttist í ULM19. Sjá https://www.ulm.is/