13.07.2014 22:30
Skráning á ULM 2014.
Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði er m.a. þrautarbraut fyrir alla aldurshópa, útibíó, leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour, sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót.
Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.
13.07.2014 13:04
Héraðmót á Sævangi.
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS sunnudaginn 20. júlí
Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 20. júlí nk. Mótið hefst kl. 11:00 með keppnisgreinum eingöngu ætluðum eldri keppendum en keppendur í öllum aldurflokkum hefja keppni fyrir kl. 13:00.
Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk og boltakast.
Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.
Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur 30 ára og eldri: 100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri: 100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 19. júlí kl: 13:00.
Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og kát í Sævangi sunnudaginn 20. júlí.
08.07.2014 11:57
Kvöldmót UDN 8. júlí
Kvöldmót UDN í frjálsum fer fram þriðjudaginn 8. júlí í Búðardal
Mótið hefst klukkan 19:00
Greinar mótsins eru;
10 ára og yngri - Boltakast, 200m, langstökk
11 - 12 ára - Spjótkast, 600 m, langstökk
13 ára og eldri - Spjótkast, 800 m, langstökk
Skráningar berist til Hönnu Siggu (hannasigga@audarskoli.is) - til kl 16:00 þann 8. júlí.
Einnig er hægt að skrá á mótinu. Fram þarf að koma; nafn, fæðingarár, félag sem keppt er fyrir, greinar sem taka á þátt í.
06.07.2014 19:45
Samvestmót í Borgarnesi.
05.07.2014 22:48
Héraðsmóti frestað.
01.07.2014 17:11
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS sunnudaginn 6.
júlí
Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 6. júlí nk. Mótið hefst kl. 11:00 með keppnisgreinum eingöngu ætluðum eldri keppendum en keppendur í öllum aldurflokkum hefja keppni fyrir kl. 13:00.
Frjálsíþróttafólki úr
nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka
þátt.
Keppnisgreinar eru
eftirfarandi:
Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk
og boltakast.
Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup,
langstökk, kúluvarp og spjótkast.
Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk,
hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur 30 ára og eldri: 100, 800m hlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri: 100, 800m hlaup, langstökk, hástökk,
kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt
félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 5. júlí kl: 13:00.
Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og
USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og
kát í Sævangi sunnudaginn 6. júlí!
01.07.2014 14:55
Meistaramót Íslands
30.06.2014 15:38
SamVest mót
SamVest mót í Borgarnesi laugard. 5. júlí 2014
Héraðssamböndin
UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi
Kjalnesinga blása til SamVest-móts sem er einkum ætlað fyrir börn og unglinga.
Mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi og hefst kl. 13.00.
Mótið
er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir, eftir aldurshópum:
8 ára
og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup
9-10
ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup
11-12
ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup
13-14
ára: 100 m, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast,
spjótkast, 800 m hlaup
15 ára: 100
m, 100 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800
m
16
ára og eldri: 100 m, 100 m grind, langstökk, hástökk,
kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800 m
Hægt verður að sjá skiptingu greina og
dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ
innan tíðar.
Stefnt er að því að grilla fyrir
mannskapinn í lok keppni.
Skráningar
berist í netfangið hronn@vesturland.is eða til
þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir
kl. 20.00 föstudaginn 4. júlí nk.
Foreldrar
eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert
af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að
senda skilaboð um það á umsb@umsb.is
(með nafni og félagi).
Hlökkum til að sjá ykkur!
Með frjálsíþróttakveðju,
SamVest samstarfið
25.06.2014 14:29
Æfingagallar HSS
HSS ætlar að bjóða félagsmönnum að kaupa á æfingagalla, einnig er hægt að kaupa stakar peysur. Merking með lógói HSS verður framan á peysunni og er það innifalið í verðunum.
Panta verður í síðasta lagi 3. júlí.
Hægt verður að máta búningana í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
fimmtudaginn 26. júní, föstudaginn 27. júní og fimmtudaginn 3. júlí kl. 15 - 17,
einnig er hægt að hringja í Hrafnhildi í síma: 898-7337 ef þessi tími hentar ekki.
Verð:
Peysa án hettu:
- með buxum: 7900 kr. m/vsk - stærðir 104 - 164
- með buxum: 8400 kr. m/vsk - stærðir S - 4XL
Peysa með hettu:
- með buxum: 10.000 kr. m/vsk - stærðir 104 - 164
- með buxum: 11.000 kr. m/vsk - stærðir S - 4XL
- stök peysa: 7.000.- m/vsk. - stærðir 104-164
- stök peysa: 8.000.- m/vsk. - stærðir S-4XL
Stjórn HSS hefur ákveðið að niðurgreiða æfingagalla á hvert barn í sambandinu undir 18 ára aldri um 3000 kr. sem kemur til lækkunar á verðunum hér að ofan.
Pantanir verða teknar niður í síma: 898-7337 - Hrafnhildur.
Einnig verður hægt að kaupa frjálsíþróttafatnað.
Hægt verður að skoða og máta þegar sýnishorn af fatnaði kemur. Ekki er komið verð á fatnaðinn.
|
|
24.06.2014 13:32
Ólympíudagur ÍSÍ á Hamingjudögum
ÍSÍ heldur upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn í Íþróttamiðstöðinni á Hamingjudögum á Hólmavík 25. júní kl. 12:00
Ragna Ingólfsdóttir mun koma í heimsókn og fjalla stuttlega um þátttöku sína í íþróttum og hvað hún hefur gert til að komast tvisvar á Ólympíuleikanna. Einnig verður stutt kynning um Ólympíuleika og fyrir hvað þeir standa. Ólympíukyndill verður með í eins og sá sem var notaður á ÓL í London 2012. Hlaupið verður kyndilhlaup og farið í nokkrar þrautir.
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC). Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.
Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Á Ólympíudaginn eru íþróttafélög, frístundaheimili, skólar, leikskólar og sumarnámskeið hvött til þess að bjóða upp á Ólympíuþema. Ólympíudagurinn er tækifæri til þess að skora á unga sem aldna til þess að hreyfa sig, læra um hin góðu áhrif sem líkamleg hreyfing hefur í för með sér og skemmta sér. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og að gera ávallt sitt besta.
Ólympíudagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþemu í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Þess vegna er kjörið að bjóða upp á ýmiss konar íþróttir og þrautir, en ekki einungis íþróttir sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Það er gaman fyrir unga fólkið að fá að prufa hinar ýmsu greinar og þrautir og jafnvel að búa til sínar eigin.
ÍSÍ skipuleggur Ólympíudaginn í samstarfi við Ólympíufjölskylduna og íþróttahreyfinguna.
18.06.2014 15:36
Skráningu á Landsmót 50+ fer að ljúka
4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina
Um helgina, dagana 20.-22. júní, fer fram 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík. Mótin hafa verið haldin á hverju ári frá 2011 á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal í fyrrasumar. Mikill hugur er í framkvæmdaaðilum í Þingeyjarsýslu og hefur undirbúningur fyrir mótið gengið samkvæmt áætlun. Skráningar fyrir mótið hafa gengið vel en skráningu lýkur í kvöld. Allir eru velkomnir á setningu mótsins sem verður á föstudagskvöldið klukkan 20. Sjálf keppni mótsins hefst klukkan 13 á föstudag og lýkur kl. 14 á sunnudag.
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ þetta árið. HSÞ hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987 og hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík en aðstaðan á Húsavík er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut.
Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar sem eru um tuttugu talsins.
18.06.2014 10:23
Samvest samæfing
SamVest samæfing í Borgarnesi 19. júní 2014
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, fimmtudaginn 19. júní 2014 kl. 18.00.
Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2004) og eldri
Æfðar verða flestar greinar, en annars er það í höndum þjálfara - meira um það inná FB-síðu SamVest-samstarfsins.
Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun - og mögulega gestaþjálfari (í vinnslu).
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Kæru iðkendur og foreldrar! Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast,
t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Júní 2014
PS. Við stefnum að heimsóknum gestaþjálfara til hvers sambands í sumar. Gunnar Páll hlaupaþjálfari hjá ÍR og Hlynur yfirþjálfari hjá Aftureldingu eru að stilla tíma sína saman og að líkindum verður fyrsta/fyrstu heimsóknir fyrrihluta júlímánaðar. Meiri fréttir af því um leið og við fáum meldingu frá þeim.
18.06.2014 09:43
Kvöldmót UDN
Fyrsta kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum þetta sumarið verður haldið í Búðardal
Fimmtudaginn 19 Júní og hefst það kl. 19:00.
Keppnisgreinar á mótinu verða: langstökk, spjótkast, kringlukast, boltakast og spretthlaup.
Tekið er við skráningum á staðnum en best er að skrá keppendur fyrirfram með því að senda póst á
tomstund@dalir.is - Taka þarf fram nafn, fæðingarár, íþróttafélag og keppnisgreinar.
Skipulag mótsins:
Karlar | kl. 19:00 |
| ||||
8 ára og yngri | 60m hlaup | Boltakast |
| Langstökk |
| |
9-10 ára | 60m hlaup | Boltakast |
| Langstökk |
| |
11-12 ára | Spjótkast |
| 60m hlaup | Kringlukast |
| |
13-14 ára |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast | |
15-16 ára |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast | |
17 ára og eldri |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast | |
Konur | kl. 19:00 |
|
|
|
|
|
8 ára og yngri | Boltakast | 60m hlaup |
|
| Langstökk | |
9-10 ára | Boltakast | 60m hlaup |
|
| Langstökk | |
11-12 ára | Spjótkast |
| 60m hlaup | Kringlukast |
| |
13-14 ára |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast | |
15-16 ára |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast | |
17 ára og eldri |
| Spjótkast |
| 100m hlaup | Kringlukast |
11.06.2014 10:25
Æfingar Geislans í sumar
Íþróttaæfingar - Geislinn sumarið 2014
Jón Örn Haraldsson þjálfar fótbolta og frjálsar íþróttir.
Hann stundar nám í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir þjálfar frjálsar íþróttir.
Hún er íslandsmeistari kvenna í sleggjukasti.
Allar æfingarnar verða á sparkvellinum við Grunnskólann.
Æfingataflan er fyrir tímabilið 9. júní til 20. júlí.
Þegar vikurnar eftir það skýrast munu iðkendur fá nýtt plan um æfingar.
Inni í töfluna höfum við sett fótboltatíma fyrir bæði karla og konur, þeir tímar eru án þjálfara. Við mælum með því sem flestir mæti á æfingarnar og spili fótbolta saman.
Verum dugleg í sumar og hreyfum okkur! J
Ungmennafélagið Geislinn.
Æfingatafla sumarið 2014 (9. júní - 20. júlí)
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
9. júní
20:00 Fótbolti karlar | 10. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 20:00 Fótbolti konur | 11. júní | 12. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 20:00 Fótbolti karlar | 13. júní | 14. júní | 15. júní |
16. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti karlar | 17. júní Lýðveldisdagurinn
20:00 Fótbolti konur | 18. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur
| 19. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti karlar | 20. júní Smábæjarleikar á Blönduósi Landsmót 50+ | 21. júní Smábæjarleikar á Blönduósi Landsmót 50 + Þrístrendingur | 22. júní Smábæjarleikar á Blönduósi Landsmót 50+ |
23. júní 20:00 Fótbolti karlar | 24. júní | 25. júní | 26. júní 20:00 Fótbolti karlar | 27. júní | 28. júní Polla- og pæjumót (fótb.) | 29. júní |
30. júní 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti karlar | 1. júlí 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti konur | 2. júlí 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir | 3. júlí 20:00 Fótbolti karlar | 4. júlí | 5. júlí | 6. júlí |
7. júlí 20:00 Fótbolti karlar | 8. júlí 20:00 Fótbolti konur | 9. júlí | 10. júlí 20:00 Fótbolti karlar | 11. júlí | 12. júlí | 13. júlí |
14. júlí 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti karlar | 15. júlí 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti konur | 16. júlí | 17. júlí 14:00 Fótbolti 1.-4. Bekkur 17:00 Frjálsar íþróttir 20:00 Fótbolti karlar | 18. júlí | 19. júlí | 20. júlí |
05.06.2014 10:59
Götuhlaup HSS og Hólmadrangs
Ákveðið hefur verið að fresta götuhlaupinu til laugardags.
Götuhlaupið verður því haldið nú á laugardaginn, nánar tiltekið þann 7. júní og boðið verður upp á þrjár vegalengdir. Klukkan 11:00 verður lagt af stað í 5 og 10 kílómetra hlaup og klukkan 13:00 verður flautað af í 3 kílómetra skokk. Tímataka verður í boði.
Hlaupið hefst og því lýkur við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík þar sem þátttakendum býðst að fara frítt í sund, einnig fást þátttökuverðlaun og hressing verður í boði fyrir þátttöku í hlaupinu.
Mætum sem flest og hlaupum okkur til ánægju. Hér gilda sömu lögmál og í Kvennahlaupinu: Það skiptir ekki máli hversu hratt þú ferð, þú ferð alltaf fram úr þeim sem sitja heima.