07.01.2014 09:14
Stórmót ÍR
18. STÓRMÓT ÍR
Laugardalshöll 25. og 26. janúar 2014
Helgina 25. - 26. janúar n.k. verður 18. Stórmót ÍR haldið í Laugardalshöllinni.
Stórmót ÍR hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins þó
víðar væri leitað. Tímaseðilinn má finna á heimasíðu deildarinnar. Nokkur breyting verður á fyrirkomulagi
keppninnar, vonandi til bóta. Vinsamlega kynnið ykkur þær vel.
Nafnakall
Nafnakall verður í suðvestur
hluta hússins (við kastbúr).
Tæknigreinar
Keppendur eða þjálfarar skulu
vera búnir að láta vita af sér á nafnakallssvæði 30 mínútum fyrir grein.
Hlaup
Þjálfarar eiga að merkja við á
listum þá hlaupara sem munu hlaupa eigi síðar en 60 mín fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp á
nafnakallssvæði 20 mínútum fyrir hlaup.
Fyrirkomulag keppninnar
Hástökk
Verði stökkhópar fjölmennari en 24 keppendur verður skipt
upp í tvo stökkhópa.
Byrjunarhæðir
og hækkanir verða sem hér segir:
Piltar 11 ára 0,98m - 1,08m - 1,13m - 1,18m
- 1,23m - 1,28m - 1,31m - 1,34m - 1,37m - 1,40m
Stúlkur 11 ára 0,98m - 1,08m - 1,13m - 1,18m
- 1,23m - 1,28m - 1,31m - 1,34m - 1,37m - 1,40m
Piltar 12 ára 1,03m - 1,10m - 1,17m - 1,22m
- 1,27m - 1,32m - 1,37m - 1,40m - 1,43m - 1,45m
Stúlkur 12 ára 1,03m - 1,10m - 1,17m - 1,22m
- 1,27m - 1,32m - 1,37m - 1,40m - 1,43m - 1,45m
Stúlkur 13 ára 1,10m - 1,17m - 1,24m - 1,29m
- 1,34m - 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m
Piltar 13 ára 1,10m - 1,17m - 1,24m - 1,29m
- 1,34m - 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m
Stúlkur 14 ára 1,15m - 1,22m - 1,29m - 1,34m
- 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m - 1,56m
Piltar 14 ára 1,25m - 1,32m - 1,39m - 1,44m
- 1,49m - 1,54m - 1,59m - 1,62m - 1,65m - 1,68m
Stúlkur 15 ára 1,27m - 1,35m - 1,42m -
1,47m - 1,52m - 1,55m - 1,58m - 1,61m - 1,64m - 1,67m
Piltar 15 ára 1,35m - 1,43m - 1,50m -
1,57m - 1,62m - 1,67m - 1,72m - 1,75m - 1,78m - 1,81m
Stúlkur 16 - 17 ára 1,35m - 1,42m - 1,49m - 1,54m - 1,59m
- 1,62m - 1,65m - 1,68m - 1,71m - 1,74m
Piltar 16 - 17 ára
1,45m - 1,52m - 1,59m - 1,64m -
1,69m - 1,74m - 1,77m - 1,80m - 1,83m - 1,86m
Konur 18 ára og
eldri 1,40m - 1,50m - 1,57m - 1,62m -
1,65m - 1,68m - 1,71m - 1,74m - 1,77m - 1,80m
Karlar 18 ára og
eldri 1,60m - 1,70m - 1,77m - 1,82m -
1,87m - 1,92m - 1,95m - 1,98m - 2,01m - 2,04m
Kúluvarp
Í kúluvarpi 11 ára verður fyrirkomulagið þannig að allir
fá þrjár tilraunir. Hver keppandi kastar þrisvar í röð og aðeins lengsta kast
er mælt.
Flokkar 12, 13 og 14 ára - þrjár tilraunir á hvern
keppanda - hefðbundið fyrirkomulag, öll gild köst mæld.
Flokkar 15 ára og eldri - þrjár tilraunir á hvern keppanda
og 8 bestu fara áfram í úrslit og fá þrjú köst í úrslitum -hefðbundið
fyrirkomulag í úrslitum
Hlaupagreinar
Í hlaupum gilda bestu tímar til
verðlauna en ekki verða hlaupin úrslitahlaup. Mikilvægt er að þjálfarar gefi
upp besta tíma hvers hlaupara þannig að raða megi í riðla eftir tímum. Þetta er
sérlega mikilvægt í eldri aldurshópum í 200m hlaupum.
Þjálfarar eiga að merkja við á
listum þá hlaupara sem munu hlaupa eigi síðar en 60 mínútum fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp á
nafnakallssvæði 20 mínútum fyrir hlaup.
Langstökk allir flokkar og þrístökk í flokkum 15 ára og
eldri
Í aldursflokkum 11, 12 og 13 ára
eru þrjár tilraunir á hvern keppanda.
Hjá 14 ára eru fjórar tilraunir
á hvern keppanda.
Hjá 15 ára og eldri eru þrjár
tilraunir á hvern keppanda og fara 8 bestu áfram í úrslit og fá þrjú stökk í
úrslitum.
Skráning
Skráningar skal senda á
eyðublaði sem finna má á heimasíðu deildarinnar. Skráningar skal senda í
tölvupósti á netfangið irfrjalsar@gmail.com ekki seinna en
laugardagskvöldið 18. janúar kl. 23:59.
Hægt er að skrá eftir
að skráningarfrestur rennur út gegn tvöföldu gjaldi. Skráningar
sem koma eftir að skráningarfrestur en lilðinn skal senda á
skráningareyðublaðinu á netfangið margret1301@gmail.com.
Hægt er að senda skránginu á Esther tómstundafulltrúa á tomstundafulltrui@strandabyggd.is út 16. janúar.
Athugið að hægt er skrá úr grein
þar til kl. 22:00 á fimmtudagskvöldið 24. janúar
en þátttökugjöld greiðast eins og skráningar verða kl. 22:01 það sama
fimmtudagskvöld. Reikningar
verða sendir félögunum fyrir þátttökugjöldum keppenda þeirra.
Skráningargjald
Í flokkum 10 ára og yngri er skráningargjaldið 2500 kr. á
hvern keppanda.
Í flokkum 11 til 15 ára er skráningargjaldið 3000 kr. á hvern
keppanda.
Í flokkum 16 ára og eldri er skráningargjald á mótið 2000 kr.
og gjald fyrir hverja grein umfram eina 500 kr.
Nánari
upplýsingar
Nánari upplýsingar um mótið er finna inn á heimasíðu
deildarinnar www.ir.is/frjalsar
eða hjá
Margréti
Héðinsdóttur, 821-2172 - margret1301@gmail.com
F.h. Frjálsíþróttadeildar ÍR
Margrét Héðinsdóttir, formaður
31.12.2013 17:38
Styrkur til umf. Geislans og umf. Hvöt.
Umf. Geislinn og umf. Hvöt fengu afhentann styrk frá Orkubúi vestfjarða í gær 30. Des. Styrkurinn er að upphæð 200.000kr. til kaupa á
frjálsíþróttaáhöldum. HSS fagnar þessum
styrk og vonast til að styrkurinn nýtist félögunum vel til uppbyggingar á
frjálsíþróttaaðstöðu á svæðinu. En fyrr
á þessu ári var úthlutað styrk úr sérsjóði HSS til Geislans í sama málefni,
uppbyggingu á frjálsíþróttaaðstöðu á Hólmavík.
Til hamingju Geislinn og Hvöt.
11.12.2013 14:27
Héraðsmót í frjálsum
09.12.2013 15:15
Héraðsmót í frjálsum íþróttum
Innanhúsmót í frjálsum verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 15. desember. Mótið hefst kl. 11:00.
8 ára og yngri keppa langstökki og spretthlaupi (leikskólakrakkar eru velkomnir). 9-16 ára keppa í hástökki, langstökki, spretthlaupi og kúluvarpi.
Keppt verður í aldursflokkunum 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Þátttökugjald er kr. 1.200 á hvern keppanda.Hámarks verð á fjölskyldu er 4000 kr.
Þátttökuverðlaun verða fyrir yngri keppendur. Eldri keppa um sæti.
Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum.
Þátttakendur og sjálfboðaliðar í tímatöku og mælingar skrái sig með því að senda skráningar á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. desember.
03.12.2013 11:03
Aðventumót Ármanns
Laugardaginn 7. desember n.k. heldur Ármann aðventumót sitt í frjálsum íþróttum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Keppt verður í flokkum 11 ára og yngri beggja kynja í 60. metra hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi. 12-16 ára og 17 ára og eldri keppa í sömu greinum auk 200 metra hlaups.
Skráning fer fram í mótaforriti FRÍ, opnað hefur verið fyrir mótið og tímaseðill er aðgengilegur sjá hér. Keppt er samkvæmt reglugerð um þyngd kúlu og svæði fyrir langstökk. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að gera breytingar á tímaseðli sé þörf á.
Skráningargjald er 1.000 krónur á einstakling sem greiðist inn á reikning 301-26-1150 kt. 491283-0339. Greiðslukvittun sendist á orvarol@gmail.com. Einnig er hægt að koma með seðla á mótsstað.
Ekki verða veitt verðlaun fyrir einstök sæti í flokkum en þeir sem ná eftirtektarverðum árangri verða heiðraðir.
25.11.2013 11:12
Fótboltamót HSS og Hólmadrangs
og Hólmadrangs
Innanhúsmót í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 8. desember. Mótið hefst
kl. 11:00.
Keppt verður í flokkum: 11 ára og yngri (6. bekkur og yngri), 12-14 ára (7.-9.
bekkur), 15-18 ára (10.bekkur-18 ára).
Þátttökugjald er kr. 2.200
á hvern leikmann. Innifalið eru pizzur frá Cafe Riis og
þátttökuverðlaun fyrir keppendur.
Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum.
Þátttakendur skrái sig hjá sínum þjálfurum, sem senda skráningar á
netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Einstaklingar geta einnig skráð sig með
sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum.
Skráningu
lýkur fimmtudaginn 5. desember.
Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN
(Dalir og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir ásamt krökkum á
félagssvæði HSS.
Styrktaraðilar mótsins eru Hólmadrangur og Strandabyggð
18.11.2013 12:49
Silfurleikar ÍR
16.11.2013 08:59
Handboltaæfing
04.11.2013 13:34
Silfurleikar ÍR
28.10.2013 09:59
Samæfing 2. nóvember
SamVest-samæfing og mót í Laugardalshöll 2. nóvember 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í Laugardalshöllinni,
Reykjavík, laugard. 2. nóvember 2013 frá
kl. 9.00 - 11.30.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003)
og eldri
·
Áhersla er á eftirtaldar greinar: Stangarstökk,
spjótkast, millivegalengdahlaup, spretthlaup og boðhlaup, langstökk og hástökk
(Ath. að þessar áherslur geta breyst eftir því hvaða gestaþjálfara tekst að fá,
en breytingar verða auglýstar á facebook síðu hópsins)
·
Gestaþjálfarar verða:
o Hlynur Guðmundsson
yfirþjálfari Aftureldingar Mosf.bæ: umsjón m. æfingunni
o Einar Vilhjálmsson,
spjótkast og Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökk
+ 1 til 2 í viðbót (sjá tilkynningar um það inná Facebook-síðu SamVest)
·
Hressing/nesti á æfingunni í boði SamVest
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
·
Eftir æfinguna býður Frjálsíþróttadeild
Ármanns hópnum að taka þátt í félagsmóti hjá þeim í Laugardalshöllinni frá kl.
12-14 (fyrir krakka í 5. til 8. bekk)
·
Stefnt er að því að borða saman eftir daginn,
einhverstaðar nálægt en sú máltíð er á kostnað þátttakenda
·
Við höfum fengið vilyrði fyrir gistingu í Ármannsheimilinu
á föstudeginum (í göngufæri frá Laugardalshöll) en það tekur um 30 manns. Þeir
sem vilja gista þar hafi samband við Hrönn í netfangið hronn@vesturland.is
Kæru iðkendur og
foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og
komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
15.10.2013 13:33
Styrkur frá Orkubúi Vestfjarða
11.10.2013 14:54
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í Akraneshöllinni, Jaðarsbökkum, laugardaginn 19. október nk. kl. 11.00 - 14.00.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003)
og eldri
·
Áhersla er á eftirtaldar greinar: grindahlaup,
hástökk/þrístökk, kringlukast og kúluvarp. Sumt greinar sem margir eiga eftir
að prófa - enda munu þjálfararnir aðstoða okkar fólk við að stíga fyrstu
skrefin.
·
Þjálfarar á starfssvæðinu okkar sjá um
þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar:
o Eggert
Bogason, kastþjálfari úr FH
o Einar
Þór Einarsson þjálfari úr FH, sem leiðbeinir í grindahlaupi
o Hlynur
Guðmundsson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu, sem sér um stökkæfingar
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
·
Hressing á eftir - og sund fyrir þá sem það
vilja!
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega
fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og
komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Október
2013
11.10.2013 11:11
Fréttir af Landsmóti UMFÍ á Selfossi.
HSS átti 9 keppendur á Landsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar, Hadda Borg Björnsdóttir og Harpa Óskarsdóttir kepptu í frjálsum íþróttum, Harpa keppti einnig í stafsetningu. Björn Pálsson keppti í dráttarvélarakstri. HSS átti sveit í briddskeppni Landsmótsins, hana skipuðu Karl Þór Björnsson, Ingimundur Pálsson, Guðbrandur Björnsson, Vignir Örn Pálsson, Sigfinnur Snorrason og Össur Friðgeirsson. Vignir keppti einnig í starfshlaupi. HSS varð í 20 sæti með 17 stig í stigakeppni sambandsaðilanna.
Harpa Óskardóttir varð í 4 sæti í spjótkasti, Björn Pálsson varð í 2 sæti í dráttarvélarakstri, Vignir Pálsson varð 10 í starfshlaupi. Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu UMFÍ, umfi.is.
27. Landsmót UMFÍ - Dráttarvélaakstur
1. Jón Valgeir Geirsson Héraðssambandið Skarphéðinn 82,5 stig.
2. Björn H. Pálsson Héraðssamband Strandamanna 80,0 stig. (betri tími)
3. Sigmar Örn Aðalsteinsson Héraðssambandið Skarphéðinn 80,0 stig.
4. Björgvin Reynir Helgason Héraðssambandið Skarphéðinn 77,5 stig.
5. Leifur Bjarki Björnsson Héraðssambandið Skarphéðinn 75,0 stig.
6. Sveinn Hilmarsson Ungmennafélag Njarðvíkur 66,5 stig.
Gunnar Andrésson Ungmennasamband Skagafjarðar
Sigurður Elvar Viðarsson Ungmennasamband Eyjafjarðar
Þorsteinn Bergsson Ungmenna- og Íþróttasamband Austurland
Starfshlaup úrslit:
1. Silja Dögg Gunnarsdóttir UMFN 210 stig
2. Þórir Haraldsson HSK 202 stig
3. Arna Benný Harðardóttir HSÞ 198 stig
4. Gunnar Atli Fríðuson ÍBA 190 stig
5. Sonja Sif Jóhannsdóttir ÍBA 181 stig
6. Unnsteinn E. Jónsson ÍBA 179 stig
7. Valdimar Gunnarsson UMSK 174 stig
8. Bryndís Eva Óskarsdóttir HSK 174 stig
9. Sveinborg Daníelsdóttir UMSE 174 stig
10. Vignir Örn Pálsson HSS 171 stig
11. Guðrún Gísladóttir ÍBA 168 stig
12. Haraldur Einarsson HSK 164 stig
13. Birna Davíðsdóttir HSÞ 150 stig
14. Jónína Heiða Gunnlaugsdóttir UMSE 144 stig
15. Einar Hafliðason UMSE 136 stig
16. Guðmundur Smári Daníelsson UMSE 113 stig.
ÚU
Te Úrslit í briddskeppninni.
1 8 279 Keflavík - Íþrótta og ungmennafélag Jónsson - Jensen - Baldursson - Sigurðsson - Karlsson - Hermannsson
2 5 266 Íþróttabandalag Reykjavíkur Jónsson - Sveinsson - Eiríksson - Þorvaldsson
3 2 261 Héraðssamband Þingeyinga Frímannsson - Magnússon - Gíslason - Guðjónsson - Jónasson - Halldórsson
4 3 250 Héraðssamband Vestfirðinga Hinriksson - Ómarsson - Elíasson - Óskarsson - Halldórsson - Gunnarsson
5 7 246 Héraðssambandið Skarphéðinn -B Snorrason - Þórarinsson - Helgason - Helgason - Olgeirsson - Sigurðsson
6 14 230 Ungmennasamband Kjalanesþings Pálsson - Þórðarson - Jónsson - Halldórsson - Sigurðsson - Þórhallsson
7 4 224 Ungmennafélagið Vesturhlíð -B Hallgrímsson - Tryggvason - Bessason - Aðalsteinsson - Berg - Snorrason
13 224 Ungmennafélagið Vesturhlíð -A Gíslason - Steingrímsson - Svanbergsson - Kristinsson - Steingrímsson
9 6 218 Ungmennasamband Skagafjarðar Sigurbjörnsson - Jónsdóttir - Sigurbjörnsson - Sigurðsson - Snorrason
10 11 215 Ungmenna og Íþr.s. Austurlands Guðmundsson - Ásgrímsson - Sveinsson - Hauksson - Bergsson - Hjarðar
11 9 211 Ungmennafélag Njarðvíkur Hannesson - Kjartansson - Sigurðsson - Hannesson - Ingibjörnsson - Pálsdóttir - Ragnarsson
12 16 208 Ungmennasamband Eyjafjarðar Sigmundsson - Jónsson - Þorsteinsson - Sveinbjörnsson - Daníelsdóttir
13 10 199 Héraðssambandið Skarphéðinn -A Hartmannsson - Hartmannsson - Gestsson - Garðarsson - Þórðarson - Karlsson
14 1 185 Ungmennasambandið Úlfljótur Sigurjónsson - Björnsson - Björnsson - Guðmundsson
15 15 182 Héraðssamband Strandamanna Björnsson - Pálsson - Björnsson - Pálsson - Snorrason - Friðgeirsson
16 12 172 Íþróttabandalag Akureyrar Friðfinnsdóttir - Sigurjónsdóttir - Haraldsdóttir - Sveinsdóttir - Jónsson
Myndir frá Landsmótinu eru í myndaalbúmi.
11.10.2013 08:35
48. sambandsþing UMFÍ.
Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í formannskjör og stjórnarkjör á þinginu.
Tveir gefa kost á sér til formanns UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir HSK
Stefán Skafti Steinólfsson USK
Tólf gefa kost á sér til stjórnar UMFÍ:
Björg Jakobsdóttir UMSK
Bolli Gunnarsson HSK
Einar Kristján Jónsson UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV
Gunnar Gunnarsson UÍA
Haukur Valtýsson UFA
Helga Jóhannesdóttir UMSK
Hrönn Jónsdóttir UMSB
Inga Sigrún Atladóttir UMSE
Ragnheiður Högnadóttir USVS
Vignir Örn Pálsson HSS
Örn Guðnason HSK
Sjö gefa kost á sér til varastjórnar UMFÍ:
Baldur Daníelsson HSÞ
Einar Kristján Jónsson UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV
Gunnar Gunnarsson UÍA
Kristinn Óskar Grétuson HSK
Ragnheiður Högnadóttir USVS
Sigríður Etna Marinósdóttir HHF
07.09.2013 18:48
Úrslit í þríþraut 2013.
Opinn flokkur karla | Hlaup | Millitími | Samtals | Hjól | Sund |
Ólafur Johnsson | 26,38 | 52,02 | 56,46 | 25,24 | 4,44 |
Birkir Þór Stefánsson | 26,24 | 52,00 | 57,00 | 25,36 | 5,00 |
Trausti Rafn Björnsson | 30,00 | 56,34 | 1.02,11 | 26,34 | 5,37 |
Rósmundur Númason | 36,04 | 1.08,02 | 1.13,21 | 31,58 | 5,19 |
Friðrik Heiðar Vignisson | 39,38 | 1.14,50 | 1.21,24 | 35,12 | 6,34 |
Vignir Örn Pálsson | 39,37 | 1.13,09 | 1.21,25 | 33,32 | 8,16 |
Þorsteinn Newton | 48,19 | 1.33,44 | 1.38,42 | 45,25 | 4,58 |
Róbert Newton | 48,19 | 1.33,01 | 1.39,45 | 44,42 | 6,44 |
Guðmundur Ragnar Snorrason | 48,19 | 1.34,17 | 1.39,49 | 45,58 | 5,32 |
Opinn flokkur kvenna | |||||
Jóhanna Rósmundsdóttir | 35,01 | 1.07,12 | 1.12,16 | 32,11 | 5,04 |
Bríanna Jewel Johnsson | 40,33 | 1.15,44 | 1.20,31 | 35,11 | 4,47 |