01.07.2013 14:20
Götuhlaup
Það er opið fyrir skráningu í 10km götuhlaupið á www.hlaup.is
Hlaupið er hluti af stigakeppninni á Landsmótinu svo það er um að gera að senda þáttakendur.
Það er ótakmarkaður þáttökufjöldi og hlaupið er opið öllum.
Sjá nánari upplýsingar http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=24355
26.06.2013 13:17
SamVest
21.06.2013 13:01
Hólmadrangshlaup.
Í gær var haldið svokallað Hólmadrangshlaup sem er götuhlaup þar sem keppt var í 3, 5 og 10 km hlaupi. Hólmadrangur gaf verðlaun og bauð öllum þátttakendur í sund eftir hlaup. 37 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu. Við flögguðum fána ÍSÍ og HSS til heiðurs Ólafs Rafnssonar við hlið íslenskafánans og tókum hópmynd við fánaborgina fyrir hlaup. HSS þakkar öllum fyrir þátttöku í hlaupinu og sérstaklega Hólmadrangi fyrir að styrkja hlaupið með að kosta verðlaunapeninga og sund fyrir keppendur, einnig styrkti Vífilfell hlaupið með drykk fyrir hlaupara eftir hlaup.
20.06.2013 17:46
SamVest mót í Borgarnesi
SamVest mót í Borgarnesi 26. - 27. júní 2013
Héraðssamböndin
UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi
Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir 11 ára og eldri. Mótið verður haldið á
Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst mótið kl. 18.00 báða dagana.
Fyrir
keppendur sem fæddir eru 2001 - 2002 er keppnin annan daginn, 26. júní. Fyrir
keppendur fædda 2000 og fyrr, er keppni báða dagana.
Aldurshópar
og keppnisgreinar eru:
11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk,
kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup, (árgangarnir keppa saman en
verðlaun eru
veitt í hvorum flokki fyrir sig)
13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast (árgangarnir keppa saman en verðlaun eru veitt í hvorum flokki)
15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m,
langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup
16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast,
100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind
Skráningar berist á netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 25. júní.
Foreldrar,
sem og aðrir, eru hvattir til að mæta með börnum sínum, einnig þó börnin séu í
Frjálsíþróttaskólanum sem fram fer þessa vikuna í Borgarnesi, það gefur mikinn stuðning.
Fylgist einnig með Facebook-síðu SamVest:
https://www.facebook.com/groups/403427516367279/
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).
Hlökkum
til að sjá ykkur!
Með frjálsíþróttakveðju,
SamVest
samstarfið
20.06.2013 10:53
Ólafur E. Rafnsson látinn
19.06.2013 12:47
Hólmadrangshlaup
07.06.2013 14:11
Æfingar í sumar
07.06.2013 13:23
Nýr framkvæmdastjóri HSS.
30.05.2013 17:41
Þinggerð 66. ársþings.
30.05.2013 15:46
SamVest æfing í Borgarnesi.
28.05.2013 20:03
Mótadagskrá sumarsins.
Mótaskrá sumarsins 2013.
20. júní Götuhlaup HSS Hólmavík
29. júní Polla- og pæjumót Skeljavíkurgrundum
13. júlí Héraðsmót HSS Sævangi
10. ágúst Þríþraut HSS Hólmavík
11. ágúst Sundmót HSS Hólmavík
18. ágúst Barnamót í frjálsum íþróttum Árnesi
29. ágúst Göngudagur fjölskyldunnar
27.05.2013 23:17
Tilkynning v/framkvæmdastjóra HSS
16.05.2013 16:04
Ungmennavika.
Ungmennavika NSU á Íslandi - Panorama of Youth
Nokkur pláss laus !!
Framlengjum umsóknarfrest til 17.maí nk.
Ungmennavika NSU (Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) Panorama of Youth - verður haldin á Sólheimum dagana 1.-8.júlí nk. Þema vikunnar er víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi en þessa þætti verður unnið með í gegnum íþróttir og leik. Markmiðið er að auka víðsýni þátttakenda fyrir ólíkum einstaklingum og auka umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Unnið verður með "non-formal education" nálgun eða óformlegt nám og því skipa hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran sess í dagskrá vikunnar.
UMFÍ og NSU eru þátttakendur í MOVE WEEK herferð sem ISCA (International Sport and Culture Association) stendur fyrir. MOVE WEEK er herferð sem ISCA ætlar sér að verði stærra verkefni á næstu árum. Árið 2012 var tekið sem undirbúningur fyrir árin sem eftir koma og markmiðið er að árið 2020 verið 100 milljónir fleiri Evrópubúa farnir að hreyfa sig reglulega.
Þátttakendur í ungmennaviku fá þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburði sem hvetja fólk til þátttöku og hreyfingar sér til heilsubótar. Þátttakendur munu vinna áfram með verkefni sín eftir ungmennavikuna í samstarfi við UMFÍ.
Ísland á sæti fyrir sex ungmenni á aldrinum 16.-30. ára .Þátttökugjald fyrir þátttakendur er 25.000 kr. og allt innifalið. Miklir möguleikar á að fá styrki í verkefnið.
Í umsókn þurfa að koma fram helstu upplýsingar, nafn, aldur, heimilisfang, nöfn forráða manna eftir umsækjandi er undir 18.ára aldri og upplýsingar um færni á norðurlandamáli. Stutt ágrip af helstu áhugamálum, námi og af hverju viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.
Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn
Landsfulltrúi UMFÍ
Á netfanginu sabina@umfi.is
eða í síma 568-2929.
16.05.2013 08:00
Landmót 50 + í Vík í Mýrdal
Allir sem fæddir eru á árinu 1963 og fyrr eru gjaldgengnir á mótið.
DAGSKRÁ
Birt með fyrirvara um breytingar
Föstudagur 7. júní
Kl. 12:00-19:00 Boccia undankeppni
Kl. 20:00-21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)
Laugardagur 8. júní
Kl. 08:00-08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)
Kl. 08:00-19:00 Golf
Kl. 09:00- Ljósmyndamaraþon
Kl. 09:00-12:00 Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)
Kl. 09:00-11:30 Boccia úrslit
Kl. 10:00-12:00 Starfsíþróttir - dráttavélaakstur
Kl. 12:00-19.00 Bridds
Kl. 11:00-12:00 Zumba (opið öllum)
Kl. 12:00-14.00 Sund
Kl. 13:00-14:00 Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)
Kl. 13:00-15:00 Línudans
Kl. 13:00-16:00 Hestaíþróttir
Kl. 13:00-17:00 Skák
Kl. 14:00-15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 14.00-18:00 Frjálsar íþróttir
Kl. 16:00-18:00 Sýningar
Kl. 16:00-19:00 Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)
Kl. 20:30-21:00 Búfjárdómar
Kl. 20:00-21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)
Sunnudagur 9. júní
Kl. 08:00-08:30 Sundleikfimi (opið öllum)
Kl. 09:30- 12:30 Pútt
Kl. 09:00-12.30 Þríþraut
Kl. 09:00 -10:00 Ljósmyndamaraþoni lýkur
Kl. 09:00- 11:00 Kjötsúpugerð
Kl. 10:00 -12:00 Hjólreiðar (utanvegar 13 km)
Kl. 10:00-11:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 10:00-13:00 Frjálsar íþróttir
Kl. 11:30-13:30 Starfsíþróttir - pönnukökubakstur
Kl. 10:00-14.00 Ringó
Kl. 10:00-14:00 Skák
Kl. 14:00-14:30 Mótsslit (opið öllum)
03.05.2013 12:05
Héraðsmót í bridge.
Héraðsmót í bridge fór fram í félagsheimilinu í Árnesi þann 1. Maí s.l., 11 pör tóku þátt í mótinu. HSS þakkar félögum úr umf. Leifi heppna fyrir glæsilegar veitingar sem voru í boði fyrir spilar á með mótinu stóð. Úrslit urðu eftirfarandi:
1. 1. Sæti, Eyvindur Magnússon og Jón Stefánsson 162 stig.
2. 2. Sæti, Maríus Kárason og Ólafur S. Gunnarsson 149 stig.
3. 3. Sæti, Þorsteinn Newton og Jón Jónsson 130 stig.
4. 4. Sæti, Helgi Ingimudarson og Engilbert Ingvarsson 128 stig.
5. 5. Sæti, Ingimundur Pálsson og Már Ólafsson 126 stig.
6. 6. Sæti, Björn Torfason og Kristján Albertsson 125 stig.
7. 7. Sæti, Guðjón Dalkvist og Björn Pálsson 117 stig.
8. 8. Sæti, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson 112 stig.
9. 9. Sæti, Ingólfur Benediktsson og Úlfar Eyjólfsson 108 stig.
10. 10. Sæti, Guðmundur Þorsteinsson og Gunnar Dalkvist 100 stig.
11. 11. Sæti, Gunnsteinn Gíslason og Ágúst Gíslason 63 stig.