20.06.2019 00:02

Komiði sæl.

Nú hef ég tekið til starfa sem framkvæmdastjóri HSS og eru ýmsir viðburðir á dagskrá í sumar. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram helgina 28.-30. júní næst komandi og fer fram á Neskaupstað. Skráningar sendast á framkvhss@mail.com

Ýmislegt verður í boði á Hamingjudögum sem verða auglýstir núna á næstu dögum. 

Bestu kveðjur

Sigríður Drífa

06.06.2019 15:27

Auglýst eftir framkvæmdastjóra HSS

Héraðssamband Strandamanna auglýsir eftir framkvæmdastjóra sem getur hafið störf sem allra fyrst. 

Starfið er fjölbreytt og lifandi og leitað er að drífandi einstaklingi.

Verkefni eru meðal annars að halda utan um mótaskipulagningu og framkvæmd þeirra sem og Götuhlaups HSS og sjá um skráningu í Felix, félagakerfi sem heldur utan um iðkendur og félaga.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. júní.

Nánari upplýsingar um starfsfyrirkomulag  og laun í síma 895 5509 eða í gegnum netfangið diggidigg@gmail.com

Kveðja

Hrafnhildur Skúladóttir

Formaður HSS

 

21.04.2019 09:54

Borðtennismót HSS 2019

Borðtennismót 20 apríl 2019 fór vel fram 18 keppendur mættu til leiks. Júlíus Jónsson formaður mótanefndar stjórnaði mótinu og í verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin voru páskaegg. Júlli tók nokkrar myndir á mótinu.   


1 sæti Viktor E. Gautason 2 sæti Smári Jóhannsson 3 sæti Hildur M. Jósteinsdóttir











15.04.2019 17:58

Borðtennismót HSS

Borðtennismót

Borðtennismót verður haldið í Íþróttarmiðstöðinni á Hólmavík

laugardaginn 20. apríl klukkan 14:00

  Spaðar verða á staðnum fyrir þá sem þurfa, skráning á staðnum.

Sjáumst hress og kát

Fyrir hönd HSS Júlíus Jónsson

01.04.2019 09:10

Ótitlað

Umsóknarfrestur í sérsjóð HSS er til 15 apríl.

Til úthlutunar er kr. 1.500.000,-

Aðildarfélög HSS eru hvött til að sækja um í sérsjóð HSS.  Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið: johann.bjorn.arngrimsson@gmail.com  fyrir 15. apríl 2019.

 

Sérverkefnasjóður HSS

 

"66. ársþing HSS haldið á Sævangi þriðjudaginn 30. apríl 2013 samþykkir breytingu á reglugerð fyrir sérverkefnasjóð HSS:

1. Í sérverkefnasjóð fer 10%  af innkomu fé frá Lottói. Sjóðurinn er lagður á sérreikning og vextir leggjast við höfuðstól.

2. Aðildarfélög geta sótt um til HSS fyrir 15. apríl ár hvert. Með umsókn fylgi greinargerð með fjárhagsáætlun ásamt tímaramma. Stjórnin tilkynni félögum fyrir 7. maí um afgreiðslu málsins. Fulltrúi stjórnar taki verkið út áður en greitt er úr sérsjóðnum eða lögð eru fram fullnægjandi gögn.

3. Ef féð verður ekki notað til verkefna sem sótt er um verður félagið að endurgreiða féð innan fjögurra mánaða frá áætluðum framkvæmdartíma.

Ef félag hafi ekki hafið framkvæmdir fyrir 15. apríl næsta ár, þarf félag að endurnýja umsóknina.

 

4. Forgangsverkefni væri að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu. Og veita til annarra verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á, nýjungar í starfi og fleira."

 

05.08.2018 11:43

Barnamót HSS 15 ágúst 2018

Barnamóti HSS sem átti að vera 9. ágúst er frestað til 15 ágúst og verður á Drangsnesi.

27.06.2018 17:19

Framkvæmdastjóri HSS 2018

Harpa Óskarsdóttir er framkvæmdastjóri HSS sumarið 2018. Netfangið hjá henni er framkvhss@mail.com og sími 894-3325. Vinsamlegast nýtið ykkur þjónustu hennar vegna íþróttamála.

10.06.2018 12:26

Framlengdur frestu til að sækja um í sérsjóð HSS 2018


Á 71. ársþingi HSS haldið á Hótel Laugarhóli fimmtudaginn 3. maí 2018 var eftirfarandi tillaga frá fjárhagsnefnd samþykkt.

 

Fjárhagsnefnd leggur til eftirfarandi tillögu:

Að umsóknarfrestur í sérsjóð HSS verður framlengdur til 1.7.2018

v úthlutunarárs 2018. Til úthlutunar er kr. 1.500.000,-

Aðildarfélög HSS eru hvött til að sækja um í sérsjóð HSS.  Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið: johann.bjorn.arngrimsson@gmail.com  fyrir 1. júlí 2018

 

Sérverkefnasjóður HSS

 

"66. ársþing HSS haldið á Sævangi þriðjudaginn 30. apríl 2013 samþykkir breytingu á reglugerð fyrir sérverkefnasjóð HSS:

1. Í sérverkefnasjóð fer 10%  af innkomu fé frá Lottói. Sjóðurinn er lagður á sérreikning og vextir leggjast við höfuðstól.

2. Félög geta sótt um til HSS fyrir 15. apríl ár hvert. Með umsókn fylgi greinargerð með fjárhagsáætlun ásamt tímaramma. Stjórnin tilkynni félögum fyrir 7. maí um afgreiðslu málsins. Fulltrúi stjórnar taki verkið út áður en greitt er úr sérsjóðnum eða lögð eru fram fullnægjandi gögn.

3. Ef féð verður ekki notað til verkefna sem sótt er um verður félagið að endurgreiða féð innan fjögurra mánaða frá áætluðum framkvæmdartíma.

Ef félag hafi ekki hafið framkvæmdir fyrir 15. apríl næsta ár, þarf félag að endurnýja umsóknina.

 

4. Forgangsverkefni væri að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu. Og veita til annarra verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á, nýjungar í starfi og fleira."

10.06.2018 12:25

Unglingalandsmótsnefnd HSS 2018

Unglingalandsmótsnefnd: 2018

Eiríkur Valdimarsson

Barbara Guðbjartsdóttir

Egill Victorsson

10.06.2018 12:23

Frjálsíþróttaráð HSS 2018

Frjálsíþróttaráð: HSS fram að næsta ársþingi HSS

Viktoría Ólafsdóttir

Sigríður Drífa Þórólfsdóttir

Birna Ingimarsdóttir

Til vara:

Hrafnhildur Þorsteinsdóttir

Bjarnheiður Fossdal

10.06.2018 12:20

Mótaráð HSS 2018

Mótaráð: HSS fram að næsta ársþingi HSS

Júlíus Jónsson

Aðalbjörg Óskarsdóttir

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir

Til vara:

Eggert Kristjánsson

Barbara Guðbjartsdóttir

10.06.2018 12:17

Mótadagskrá HSS 2018



Tillaga að mótadagskrá sumarsins 2018:

·         14. júní (fimmtudagur) - Götuhlaup HSS og Hólmadrangs á Hólmavík

·         28. júní - Polla- og pæjumót á Skeljavíkurgrundum+

·         28.-30. Júní (Hamingjudagar) Golfmót

·         13.-15. Júlí - Landsmót 50+

·         21. júlí - Héraðsmót í frjálsum íþróttum

·         3.-6. ágúst - Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn

·         9. ágúst (þriðjudagur) - Barnamót HSS á Drangsnesi


24.04.2018 21:38

Sérsjóður HSS

Aðildarfélög HSS eru hvött til að sækja um í sérsjóð HSS.  Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið vignirpals@gmail.com fyrir 2. maí næst komandi.
Forgangsverkefni væri að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu. Og veita til annarra
verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á,
nýjungar í starfi og fleira."




24.04.2018 21:35

Framkvæmdastjóri HSS.

HSS auglýsir eftir Framkvæmdarstjóra fyrir HSS fyrir sumarið 2018. Í starfinu felst meðal annars að taka við tölvupóstum og senda áfram til aðildafélaga HSS, sem tengiliður við ÍSÍ og UMFÍ. Verði stjórn HSS til aðstoðar að halda utan um íþróttaviðburði (s.s. að panta verðlaunapeninga, taka við skráningum á mót og skrá keppendur á mót). Kostur að viðkomandi geti hafið störf í maí. Umsóknir berist til Vignis á vignirpals@gmail.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Vignir Pálsson í síma 8983532.


Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25