05.09.2011 09:21
Sumarlok hjá Umf. Hörpu
Eftir skemmtilega æfingu voru grillaðar pulsur fyrir iðkendur og aðra sem mættu, en fjölmargir foreldrar og aðstandendur mættu á svæðið og tóku þátt í vel heppnuðu kvöldi. Þó svo að sumarstarfinu hjá Hörpu sé formlega lokið eru enn þó nokkrir keppendur sem stunda íþróttir af fullum krafti og fara á þau mót sem í boði eru. Í tilkynningu frá stjórn Umf. Hörpu kemur fram að stjórnin vill þakka iðkendum innan raða félagsins innilega fyrir sumarið, auk þess sem kærum þökkum er komið á framfæri til þjálfara og aðstandenda fyrir vel unnin störf og gott samstarf í sumar, ásamt öllum þeim sem aðstoðuðu við allt það sem gera þurfti.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir sem Guðbjörg Jónsdóttir á Kolbeinsá tók við þetta tækifæri.
05.09.2011 08:57
FC Grettir gerir það gott í boltanum
Knattspyrnukappar úr Sundfélaginu Gretti, ásamt öðrum knáum fótboltaköppum af Ströndum, hafa í sumar verið að spila í svonefndri Carlsberg-deild í fótbolta. Liðið gengur þar undir nafninu FC Grettir og í stuttu máli sagt hefur liðinu gengið afskaplega vel, unnið sjö leiki af níu, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Þá hefur liðið raðað inn 54 mörkum og einungis fengið á sig fjórtán.
Deildarkeppninni er nú lokið og FC Grettir endaði í efsta sæti síns riðils, en deildinni er skipt upp í fjóra riðla. Fjögur efstu lið riðlanna komast áfram í úrslitakeppni sem hefst innan skamms.
Hér má sjá lokastöðuna í riðlinum.
05.09.2011 08:36
Hadda náði í silfur á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Íþróttamaður HSS árið 2010, Hadda Borg Björnsdóttir, slær ekki slöku við í hástökkinu. Hún keppti í hástökki fyrir hönd HSS á Meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands 15-22 ára, en mótið fór fram á Akureyri helgina 26.-27. ágúst. Hadda vippaði sér þá yfir 1,54 m. Sú hæð dugði henni í annað sætið sem er frábær árangur á jafn sterku móti og raun ber vitni.
29.08.2011 09:39
Skráningarfrestur á Borgarnesmót að renna út
Allar nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
27.08.2011 09:18
Gamlar fréttir og myndir
Við byrjum á frétt sem birtist fyrst í Vísi þann 4. okt. 1977. Þar kepptu Strandamenn við illa klædda Blika á ónýtum malarvelli, töpuðu 6-1, heiðruðu Gulla Bjarna og misstu Magnus Hansson af velli með beint rautt spjald eftir að hann talaði við samherja!
Smellið á fréttina til að stækka hana!

26.08.2011 11:57
Göngum í skólann
Líkt og undanfarin ár er ÍSÍ í forsvari fyrir hvatningarátakið Göngum í skólann. Að þessu sinni hefst það með setningu miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.
Að þessu sinni er verið að halda verkefnið í fimmta sinn hér á landi. Sem fyrr verður lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt með einum eða öðrum hætti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Þátttökumet var slegið hér á landi með þáttöku 52 skóla um allt land.
Samstarfsaðilar eru mennta- og menningarmálaráðuneyti, Umferðarstofa, Landlæknisembættið, Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ríkislögreglustjórinn.
23.08.2011 14:02
Frjálsíþróttamót á Akureyri og í Borgarnesi
Þá er rétt að minna á fjölþrautarmót UMSB sem fram fer á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september nk. Mótið er ætlað keppendum fæddum 1996 og síðar (15 ára og yngri) og þátttökugjald er kr. 1.500.- Nálgast má allar upplýsingar um mótið með því að smella hér.
23.08.2011 09:19
Harpa í þriðja sæti á Bikarkeppni FRÍ
Harpa Óskarsdóttir í Umf. Neista á Drangsnesi keppti í spjótkasti í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór í Kaplakrika síðasta sunnudag. Hún keppti fyrir lið Vesturlands og stóð sig með prýði. Lengsta kastið var 32,52 m. sem dugði henni í þriðja sæti, en flestir keppendur í spjótinu voru einu eða tveimur árum eldri en Harpa sem er 13 ára gömul.
Þeir sem luma á fréttum af afrekum íþróttafólks af Ströndum eða innan raða HSS er vinsamlegast bent á að láta framkvæmdastjóra vita í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is! Það er mikilvægt að miðla fréttum af fólkinu okkar :)
22.08.2011 11:13
Barnamótið á Drangsnesi tókst afar vel

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum fór fram á Drangsnesvelli á sunnudaginn. Ágætis þátttaka var í mótinu, en um þrjátíu krakkar spreyttu sig á hinum ýmsu íþróttagreinum í einmuna veðurblíðu. Eftir mótið gæddu keppendur og gestir sér á pylsum og drykkjum í boði KSH, grilluðum af meistarakokkum Ungmennafélagsins Neista í Kaldrananeshreppi sem stóðu einnig í ströngu við undirbúning mótsins ásamt HSS. Allir þátttakendur í mótinu stóðu sig með prýði og fengu afhenta verðlaunapeninga strax eftir mót.
Öll úrslit í mótinu eru komin inn á mótaforrit FRÍ - þau má sjá með því að smella hér.







19.08.2011 12:57
KSH styður höfðinglega við Barnamót HSS
Það er HSS mikilvægt að eiga góðvini heima í héraði sem sjá sér fært að styðja við bakið á starfsemi sambandsins. Í gegnum tíðina hafa t.d. sveitarfélögin á Ströndum stutt vel við starfsemina auk annarra fyrirtækja á svæðinu.
Það er afar ánægjulegt að skýra frá því að Kaupfélag Steingrímsfjarðar ætlar að styðja við Barnamótið sem verður á sunnudaginn á höfðinglegan hátt með veitingum eftir mót. Héraðssambandið kann KSH sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hvetur fólk að sjálfsögðu til að versla í heimabyggð við þá samfélagsstoð sem Kaupfélagið sannarlega er!
Einnig er minnt á skráningu á Barnamótið á sunnudag - hún er í fullum gangi og fer fram í gegnum netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skráningu lýkur á hádegi laugardaginn 20. ágúst.
19.08.2011 09:13
Skráningarfrestur til hádegis á morgun
Skráningar fara fram í gegnum netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is - ekki missa af Barnamótinu!
16.08.2011 09:24
Barnamót HSS sunnudaginn 21. ágúst
Börn 9-10 ára: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk

16.08.2011 09:02
Harpa Óskars gerir það gott


Harpa Óskarsdóttir í Umf. Neista á Drangsnesi er heldur betur að gera það gott þessar vikurnar. Eins og fram hefur komið hér á vefnum varð hún Unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 13 ára stúlkna á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, en þá kastaði hún spjótinu 31,74 metra.
Viku síðar keppti Harpa síðan á Gaflaranum, stóru frjálsíþróttamóti sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar bætti hún árangur sinn frá landsmótinu svo um munaði og kastaði spjótinu hvorki meira né minna en 34,80 metra, rúmum ellefu metrum lengra en næsta stúlka og náði fyrsta sætinu næsta auðveldlega. Frábær árangur. Á sama móti varð Harpa í 3. sæti í kúluvarpi í flokki 13 ára með kast upp á 9,74 metra.
15.08.2011 11:52
Öll úrslit Héraðsmóts komin á netið
Nú eru úrslit úr öllum greinum Héraðsmóts HSS sem fram fór á Sævangsvelli laugardaginn 23. júlí sl. komin inn á netið. Úrslitin er að finna á mótasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands, www.fri.is, en einnig er hægt að smella hér til að komast beint inn á úrslitasíðuna.
Þeir sem vilja ná sér í pdf-útgáfu með úrslitunum geta nálgast hana með því að smella hér.
15.08.2011 09:14
Boð á fjölþraut í Borgarnesi
Tímasetning:
Skráningar:
Þátttökugjald:
Keppnisgreinar:
Fjórþraut
Piltar og stúlkur 11 ára og yngri f. 2000 og síðar: