29.03.2011 22:48

Laugafjör í Sælingsdal.

Laugafjör verður haldið á Laugum í Sælingsdal föstudag 1. Apríl frá 16.00 - laugardags 2. Apríl til 16.00.

Laugafjör er fyrir börn í 5.-10. bekk á svæði U.DN.

Í þetta sinn ætlum við líka að bjóða 8.-10. bekk af svæði H.S.S. á Ströndum

Það kosta 1500kr. á mann.

Skráning er hjá Herdísi Reynisd. Sími 434-1541  á kvöldin eða í netfang, efrimuli@snerpa.is 
fyrir fimtudaginn 31. Mars.

Allur undirbúningur og framkvæmd Laugafjörs og Hólafjörs  undanfarin ár hefur verið unnin í sjálfboðavinnu af öflugum foreldrum og fleirum, og það er forsendan fyrir því að hægt sé að hafa svona
viðburð. En þó hefur orðið erfiðara og erfiðara að fá fólk með í gæslu og eldhús svo við biðjum ykkur nú foreldrar og forráðamenn að endilega skráið ykkur í gæslu ef þið getið (sjá netfang og síma hér fyrir ofan).

Dagskrá Laugafjörs verður sett inná www.udn.is um leið og hún er tilbúin.
                                                                       
Stjórn U.D.N.

19.03.2011 10:11

Héraðsmót á gönguskíðum

HSS heldur héraðsmót í skíðagöngu á morgun sunnudaginn 20. mars í Selárdal og hefst mótið kl. 11.  Keppt verður í göngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð.

Ekki er skylda að skipta um skíði, heldur má ganga á þeim sömu alla leið.  Keppt er í öllum flokkum og vegalengdir eru þær sömu og í skíðafélagsmótum en sem dæmi ganga karlar 17 ára og eldri 5+5 km og konur 2,5+2,5 km. 

Verðlaun verða veitt að göngu lokinni. Mótið er öllum opið. Skráning á staðnum.

18.12.2010 20:31

Innanhúsmót 12.12 á Hólmavík

Fótboltamót á Hólmavík 12/12 2010.

            85 krakkar tóku þátt í fótboltamóti sem HSS stóð fyrir í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.  Keppt var í þremur flokkum 6 - 9 ára, 10 - 11 ára og 12 - 13 ára,  strákar og stelpur saman í liði.  22 krakkar komu frá Hvammstanga (USVH), 28 krakkar frá UDN (Búðardalur og Reykhólar) og 35 krakkrar voru frá sambandssvæði HSS. Umf. Geislinn á Hólmavík sá um sölu veitinga í Íþróttamiðstöðinni á meðan á mótinu stóð.  Sundlaug og heitupottarnir voru einnig opnaðir þegar líða tók að mótslokum. Eftir mót var öllum boðið á pissahlaðborð frá Cafe Riis í félagsheimilinu, þar fengu allir keppendur líka þátttökuviðurkenningu.  HSS þakkar Strandabyggð fyrir afnot af félagsheimilinu og Íþróttamiðstöðinni.  Myndir frá mótinu má sjá á heimsíðu Ingimunds Pálssonar 123.is/mundipals.
     

                        Með bestu kveðju,                    Vignir Pálsson form. HSS.

21.11.2010 18:08

Innanhúsmót í fótbolta

Innanhúsmót í fótbolta

í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

sunnudaginn 12. desember 2010

 

Keppt verður í flokkum 6 - 9 ára (1. - 4. bekkur),  10 - 11 ára (5. - 6. bekkur), 12 - 13 ára (7. - 8. bekkur). Keppnin hefst kl. 10:00.

Pizzahlaðborð frá Cafe Riis og þátttökuverðlaun eru fyrir alla keppendur, þátttökugjald er 1200 kr. á hvern leikmann.

Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN (Búðardalur og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með krökkunum á félagssvæði HSS. 

Þátttakendur skrái sig hjá sínum liðstjórum, sem senda skráningarnar á netfangið vp@internet.is, einstaklingar geta einnig skráð sig með sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum. Sendið skráningar fyrir 10. desember.

Umf. Geislinn mun sjá um veitingasölu í Íþróttamiðstöðinni á með mótið er í gangi.                       Allir með í boltanum!!!

 

 

 

 

 

Stjórn HSS

18.10.2010 18:24

Unglingalandsmót í Borganesi afstaðið

Hið árlega Unglingalandsmót var haldið síðustu helgi, eins og svo margir vita, í Borganesi í blíðskapar veðri og glampandi sól. 34 einstaklingar voru skráðir frá HSS og rétt yfir 30 frá USVH og var því útkoman rétt yfir 60 manns sem fór saman frá þessum samböndum og kepptu saman.Keppt var í hinum ýmsu greinum en fjölmennast var í fótboltanum. Margir einstaklingar kepptu í frjálsum íþróttum og þar setti Harpa Óskarsdóttir frá Drangsnesi nýtt Unglingalandsmótsmet og kastaði spjóti slétta 33 metra og sló þar með 32,91 metrana sem stóðu fyrir ásamt því að lenda í fjórða sæti í kúluvarpi og kastaði þar 8,99m en hún er aðeins 12 ára gömul og því um flottan árangur að ræða. Guðjón Þórólfsson stökk í hástökki og náði 1.80m en þess má til gamans geta að hann hefur varla æft hástökk eða aðrar frjálsíþróttir í sumar og þykir þetta því ágætis afrek. Arna Sól Mánadóttir frá Hörpu keppti í spjótkasti í flokki 13 ára stelpna og kastaði þar 28,64m sem hampaði henni silfri á mótinu og Hadda Borg Björnsdóttir, Hvöt, gerði sér lýtið fyrir og vann hástökk 17-18 ára stelpna og henti sér yfir 1,61 og greip þar með gullið

Tjaldstæðismál voru góð og komu allir sér vel fyrir og sváfu því ágætlega, vegir á svæðinu þóttu í lakara lagi en fólk komst þó á milli. HSS og USVH stóðu saman fyrir veitingum og bauð USVH uppá grillað lambakjöt og meðlæti á laugardagskvöldinu og einnig í hádegismat á sunnudeginum, HSS komu með kökur og með því og var því alltaf smá snæðingur á svæðinu þótt það þætti ekki hið besta magafylli rétt fyrir leik. En megin markmiðum HSS var fullnægt á þessu móti og fóru allir heim með bros á vör eftir vel lukkaða helgi.

Svo vitnar maður hérna í Vignir Pálsson formann HSS en hann segir:

"Ég vil einnig koma á framfæri þökkum til allra sem komu með bakkelsi á mótið til hressingar með kvöldkaffinu og sérstaklega þeim sem bökuðu vöfflurnar á sunndagskvöldið."


Þangað til næst þakkar HSS fyrir góða helgi með sínu fólki og vonast til þess að sjá sem flesta að ári.

18.10.2010 16:04

Námskeið

Ágætu félagar.

ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í RKV og 28. okt, á Akureyri.  Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00.  Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.  Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara.  Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.

Þátttökugjald er kr. 3.000.-  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.

Nánari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Með bestu kveðju,

Viðar Sigurjónsson

Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

Glerárgötu 26, Akureyri

Sími: 460-1467 & 863-1399

05.08.2010 16:20

Bikarkeppni 2010 aflýst

Vegna slæmrar þáttöku í seinni umferð Bikarkeppni HSS hefur henni verið aflýst þetta árið. Seinni umferðin átti að fara fram á Drangsnesi laugardaginn 7. ágúst en nú er ekki þörf á að mæta þangað og styðja sitt lið.

28.07.2010 13:10

Unglingalandsmót 2010

Jæja góðir hálsar (og aðrir útlimir)!

Nú er komið að því að fara á Unglingalandsmót 2010 sem haldið er í Borganesi þetta árið. Upplýsingar frá mótshöldurum komu frekar seint þetta árið og voru eiginlega á síðustu stundu með það en nú eru þær komnar í hús. 

Varðandi tjaldstæðið þá liggur það rétt norðan Borganess í landi Kárastaða, stóra UMFÍ hátíðartjaldið blasir við manni frá veginum og búið er að setja upp allar merkingar. Ekið er frá hringveginum inná vesturlandsveg (54) um hringtorgið norðan Borganess. Eftir að komið er út úr hringtorginu eru aðeins 100-200 metrar áður en ekið er frá Vesturlandsveginum til hægri að móttöku gesta á Unglingalandsmótsins.

"smá" mynd með..


Að öðrum málum þá er kominn inn mótadagskrá fyrir fimmtudaginn 29. júlí og hefst þá körfuboltinn. Auðvitað duttum við í lukkupottinn og hefjum leik kl: 13:00 í opnunarleik HSS/USVH - Þór Þ. Allir iðkenndur sem eiga búninga eru vinsamlegast beðnir um að taka þá með sér, bæði í fótbolta og körfu. Þeir sem hafa fengið lánaða búninga hjá Geislanum eru einnig vinsamlegast beðnir um að koma með þá og skila þeim þá eftir mót.

Annars vonum við að sjá sem flesta um helgina!

21.07.2010 15:01

Barnmótið búið!

Barnamót HSS var haldið í fínasta veðri ásamt kríunum í Sævangi þriðjudaginn 20. júlí. Margmennt var á svæðinu og skemmtu sér allir konunglega. Um 30 keppendur voru á mótinu í öllum aldursflokkum á bilinu 0-12 ára. Yngsti keppandi ársins var Mikael Árni Jónsson en hann er ný orðinn 3 ára.

Úrslir mótsins er hægt að finna hér á síðunni undir flipanum hérna til hægri sem heitir skrár, þar er hægt að finna möppuna files og þar er valið Barnamót HSS 2010.

16.07.2010 13:14

Barnamót HSS

Næstkomandi þriðjudag, 20 júlí, mun Barnamót HSS í frjálsum fara fram í Sævangi. Mótið hefst kl:20:00 og geta allir iðkenndur innan HSS skráð sig. Mótið er fyrir iðkenndur á aldrinum 0-12 ára.

Steinar sér um skráningu í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com

16.07.2010 13:13

Unglingalandsmót 2010

Unglingalandsmót í Borganesi!

Nú fer senn að líða að 13. unglingalandsmóti sem haldið verður í Borganesi þetta árið, mótið fer fram dagana 29. júlí - 1. ágúst. Allir sem skráðir eru í HSS á aldrinum 11-18 ára eiga nú möguleika á því að skreppa í Borganes og keppa í hinum ýmsu greinum. Greinarnar sem eru í boði eru dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Keppnisgreinar fatlaðra eru sund og frjálsíþróttir.

Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hlið hans eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður uppá góðar samgöngur að keppnissvæðunum.

Eins og síðustu ár mun HSS verða í samstarfi með Hvammstanga á  mótinu og verður því nóg af félagskap á svæðinu. Steinar Ingi mun sjá um skráningu á mótið þetta árið en hægt er að ná í hann í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com. SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER 20. JÚLÍ! Eftir það er ekki hægt að skrá lengur á mótið og er því um að gera að skrá sem fyrst svo enginn gleymist.

Þáttökugjald er 6000kr á keppanda en HSS borgar niður 1000kr af hverjum og einum.

HSS  


13.07.2010 13:55

Úrslit móta

Nú er hægt að finna úrslit Frjáls íþróttamóts HSS 2010 ásamt úrslitum sundmótsins sem haldið var í Bjarnafirði í byrjun sumarsins hérna á síðunni. Ef klikkað er á "skrár" í valmögunum hérna á hægri hönd opnast gluggi með öðrum valmöguleikum, klikkaðu á "files" og birtast á niðurstöður mótanna sem haldin hafa verið.

12.07.2010 14:51

Hérðasmótið búið!

Laugardaginn 10, júní var Héraðsmót HSS haldið út á Sævangi í sólskyni og góðu verði, mótið fór vel fram og var þáttaka með mestu ágætum en um 50 manns voru skráð til keppni í öllum aldurflokkum. fyrir utan sveina 15-16 ára. Neisti bar sigur af hólmi og endaði með 241 stig í heildina, Geislinn var í öðru sæti með 123, Hvöt í því þriðja með 82,5 stig og Harpa rak lestina með 75,5 stig í fjórða sæti.

07.07.2010 14:38

Héraðsmót á næstunni!

Laugardaginn 10. júlí verður haldið hérðasmót HSS í frjálsum íþróttum, hefðin breytir sér ekki og munu leikarnir fara fram á Sævangi og hefjast tímanlega kl. 13:00. Skráning í er í höndum Steinar í síma 8671816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com.

Vonum að sjá sem flesta á laugardaginn í góðu skapi og til í skrallið!

23.06.2010 12:42

Bikarkeppni Karla í Knattspyrnu.

Bikarkeppni karla í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 26. júní á Grundunum við Hólmavík, mótið hefst tímanlega kl 13:00. Skráningu liða líkur á miðnætti föstudagsins 25. júní en Steinar sér um skráningu liða í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25