29.03.2011 22:48
Laugafjör í Sælingsdal.
Laugafjör er fyrir börn í 5.-10. bekk á svæði U.DN.
Í þetta sinn ætlum við líka að bjóða 8.-10. bekk af svæði H.S.S. á Ströndum
Það kosta 1500kr. á mann.
Skráning er hjá Herdísi Reynisd. Sími 434-1541 á kvöldin eða í netfang, efrimuli@snerpa.is
fyrir fimtudaginn 31. Mars.
Allur undirbúningur og framkvæmd Laugafjörs og Hólafjörs undanfarin ár hefur verið unnin í sjálfboðavinnu af öflugum foreldrum og fleirum, og það er forsendan fyrir því að hægt sé að hafa svona
viðburð. En þó hefur orðið erfiðara og erfiðara að fá fólk með í gæslu og eldhús svo við biðjum ykkur nú foreldrar og forráðamenn að endilega skráið ykkur í gæslu ef þið getið (sjá netfang og síma hér fyrir ofan).
Dagskrá Laugafjörs verður sett inná www.udn.is um leið og hún er tilbúin.
Stjórn U.D.N.
19.03.2011 10:11
Héraðsmót á gönguskíðum
HSS heldur héraðsmót í skíðagöngu á morgun sunnudaginn 20. mars í Selárdal og hefst mótið kl. 11. Keppt verður í göngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð.
Ekki er skylda að skipta um skíði, heldur má ganga á þeim sömu alla leið. Keppt er í öllum flokkum og vegalengdir eru þær sömu og í skíðafélagsmótum en sem dæmi ganga karlar 17 ára og eldri 5+5 km og konur 2,5+2,5 km.
Verðlaun verða veitt að göngu lokinni. Mótið er öllum opið. Skráning á staðnum.
18.12.2010 20:31
Innanhúsmót 12.12 á Hólmavík
Fótboltamót á Hólmavík 12/12 2010.
85 krakkar tóku þátt í fótboltamóti sem HSS stóð fyrir í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Keppt var í þremur flokkum 6 - 9 ára, 10 - 11 ára og 12 - 13 ára, strákar og stelpur saman í liði. 22 krakkar komu frá Hvammstanga (USVH), 28 krakkar frá UDN (Búðardalur og Reykhólar) og 35 krakkrar voru frá sambandssvæði HSS. Umf. Geislinn á Hólmavík sá um sölu veitinga í Íþróttamiðstöðinni á meðan á mótinu stóð. Sundlaug og heitupottarnir voru einnig opnaðir þegar líða tók að mótslokum. Eftir mót var öllum boðið á pissahlaðborð frá Cafe Riis í félagsheimilinu, þar fengu allir keppendur líka þátttökuviðurkenningu. HSS þakkar Strandabyggð fyrir afnot af félagsheimilinu og Íþróttamiðstöðinni. Myndir frá mótinu má sjá á heimsíðu Ingimunds Pálssonar 123.is/mundipals.
Með bestu kveðju, Vignir Pálsson form. HSS.
21.11.2010 18:08
Innanhúsmót í fótbolta
Innanhúsmót í fótbolta
í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
sunnudaginn 12. desember 2010
Pizzahlaðborð frá Cafe Riis og þátttökuverðlaun eru fyrir alla keppendur, þátttökugjald er 1200 kr. á hvern leikmann.
Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN (Búðardalur og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með krökkunum á félagssvæði HSS.
Þátttakendur skrái sig hjá sínum liðstjórum, sem senda skráningarnar á netfangið vp@internet.is, einstaklingar geta einnig skráð sig með sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum. Sendið skráningar fyrir 10. desember.
Umf. Geislinn mun sjá um veitingasölu í Íþróttamiðstöðinni á með mótið er í gangi. Allir með í boltanum!!!
Stjórn HSS
18.10.2010 18:24
Unglingalandsmót í Borganesi afstaðið
"Ég vil einnig koma á framfæri þökkum til allra sem komu með bakkelsi á mótið til hressingar með kvöldkaffinu og sérstaklega þeim sem bökuðu vöfflurnar á sunndagskvöldið."
18.10.2010 16:04
Námskeið
Ágætu félagar.
ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í RKV og 28. okt, á Akureyri. Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00. Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna. Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara. Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.
Þátttökugjald er kr. 3.000.- Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.
Nánari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is
Með bestu kveðju,
Viðar Sigurjónsson
Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26, Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399
05.08.2010 16:20
Bikarkeppni 2010 aflýst
28.07.2010 13:10
Unglingalandsmót 2010
21.07.2010 15:01
Barnmótið búið!
Úrslir mótsins er hægt að finna hér á síðunni undir flipanum hérna til hægri sem heitir skrár, þar er hægt að finna möppuna files og þar er valið Barnamót HSS 2010.
16.07.2010 13:14
Barnamót HSS
Steinar sér um skráningu í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com
16.07.2010 13:13
Unglingalandsmót 2010
Unglingalandsmót í Borganesi!
Nú fer senn að líða að 13. unglingalandsmóti sem haldið verður í Borganesi þetta árið, mótið fer fram dagana 29. júlí - 1. ágúst. Allir sem skráðir eru í HSS á aldrinum 11-18 ára eiga nú möguleika á því að skreppa í Borganes og keppa í hinum ýmsu greinum. Greinarnar sem eru í boði eru dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Keppnisgreinar fatlaðra eru sund og frjálsíþróttir.
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hlið hans eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður uppá góðar samgöngur að keppnissvæðunum.
Eins og síðustu ár mun HSS verða í samstarfi með Hvammstanga á mótinu og verður því nóg af félagskap á svæðinu. Steinar Ingi mun sjá um skráningu á mótið þetta árið en hægt er að ná í hann í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com. SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER 20. JÚLÍ! Eftir það er ekki hægt að skrá lengur á mótið og er því um að gera að skrá sem fyrst svo enginn gleymist.
Þáttökugjald er 6000kr á keppanda en HSS borgar niður 1000kr af hverjum og einum.
HSS
13.07.2010 13:55
Úrslit móta
12.07.2010 14:51
Hérðasmótið búið!
07.07.2010 14:38
Héraðsmót á næstunni!
Vonum að sjá sem flesta á laugardaginn í góðu skapi og til í skrallið!