02.04.2018 17:29
Ársþing HSS 2018.
Hólmavík 02.04 2018.
71. Ársþing HSS verður haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði fimmtudaginn 3. maí kl. 19:30. Þingfulltrúar vinsamlega mætið stundvíslega.
1. Þingsetning.
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.
3. Skipun kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
7. Kosning nefna þingsins. a) Uppstillingarnefnd. b) Fjárhagsnefnd.
c) Íþróttanefnd d) Alsherjar og laganefnd.
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.
9. Nefndarstörf.
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur.
11. Kosningar. a) Stjórn og varastjórn sbr. 17. grein. b) Tveir endurskoðendu og tveir til vara. c) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál.
13. Þingslit.
Kjörbréf er mikilvægt komi með þingfulltrúum.
Með félagskveðju, Vignir Örn Pálsson. Form. HSS.
Skrifað af Vignir.
13.07.2017 22:55
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS í frjálsum.
Á Sævangsvelli sunnudaginn 16. júlí.
Mótið hefst kl. 13:00.
Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!
Keppisgreinar eru eftirfarandi:
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
35 ára og eldri karlar og Konur 30 ára og eldri : 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skránig í síðasta lagi kl. 13 laugardaginn 15. júlí.
Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vignirpals@gmail.com.
Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.
Skrifað af Vignir.
22.06.2017 08:19
Framkvæmdastjóri óskast.
HSS auglýsir eftir Framkvæmdarstjóra fyrir HSS fyrir sumarið 2017. Í starfinu felst meðal annars að taka við tölvupóstum og senda áfram til aðildafélaga HSS, sem tengiliður við ÍSÍ og UMFÍ. Verði stjórn HSS til aðstoðar að halda utan um íþróttaviðburði (s.s. að panta verðlaunapeninga, taka við skráningum á mót og skrá keppendur á mót). Kostur að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist til Vignis á vignirpals@gmail.com.
Skrifað af Vignir.
20.06.2017 20:29
Landsmót 50+ Hveragerði.
Enn hægt að skrá sig í einstaklingsgreinar í Hveragerði
June 20, 2017
Enn er opið fyrir skráningar í einstaklingsgreinar og valdar liðagreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um næstu helgi, dagana 23.-25. júní. Almennt er þó búið að loka fyrir skráningu flestra greina fyrir hópa.
Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í eftirtöldum greinum:
Frjálsar: Hægt að skrá þátttöku til hádegis á miðvikudag 21. júní.
Bridds og strandblak: Opið fyrir skráningu til miðnættis fimmtudaginn 22. júní.
Sund: Hægt að skrá sig til klukkan 16:00 föstudaginn 23. júní.
Aðrar greinar sem eru opnar:
Skák, badminton, pönnukökubakstur, jurtagreining, fuglagreining, þrekmót, utanvegahlaup, þríþraut og stígvélakast. Opið er fyrir skráningar til miðnættis föstudaginn 23. júní.
Þú greiðir aðeins eitt gjald og getur skráð þig til þátttöku í eins mörgum greinum og þú vilt keppa í.
Ekki missa af góðu móti.
Stjórn HSS hvetur Strandamenn til að fjömenna á mótið, ef fólk lendir í vanræðum með að skrá sig á mótið getur það hringt á skrifstofu UMFÍ s. 5682929 og skráð sig hjá Guðbirnu Þórðardóttur. Ef einver er ekki með rafrænt skilríki er ekkert mál að skrá sig þar.
Skrifað af Vignir.
19.06.2017 23:43
Fundargerð ársþings HSS 2017.
Fundargerð ársþings HSS sem haldið var á Drangsnesi 3. maí s.l. er hægt að skoða á heimasíðu HSS undir liðnum skrár.
Skrifað af Vignir
12.06.2017 09:41
HÓLMADRANGSHLAUP 2017
Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn
15. júni á Hólmavík. Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá
Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5
km og 10 km. Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna
frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins. Skráning fer fram á
staðnum.
Héraðssamband Strandamanna.
Skrifað af Vignir.
30.04.2017 11:01
Ársþing HSS.
Ársþing HSS árið 2017 verður haldið í félagsheimilinu á Drangsnesi miðvikudaginn 3. maí kl. 19:30
Dagskrá þingsins:
1. Þingsetning
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara
3. Skipun kjörbréfanefndar
4. Skýrsla stjórnar
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
6. Skýrsla framkvæmdastjóra
7. Kosning nefnda þingsins
a. Uppstillingarnefnd
b. Fjárhagsnefnd
c. Íþróttanefnd
d. Allsherjar og laganefnd
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda
9. Nefndarstörf
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur
11. Kosningar
a. Stjórn og varastjórn
b. Tveir endurskoðendur og tveir til vara.
c. Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál
13. Þingslit
Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Stjórnin.
Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.
Fulltrúafjöldi aðildarfélaga árið 2017 er eftirfarandi:
Umf. Geislinn.......................... 20
Skíðafélag Strandamanna......... 8
Umf. Neisti............................... 8
Umf. Hvöt.............................. 5
Umf. Leifur Heppni.................... 5
Sundfélagið Grettir................... 5
Golfklúbbur Hólmavíkur.............. 4
Skrifað af Vignir.
15.04.2017 09:22
Úrslit í Borðtennismóti.
1. Þorsteinn Newton.
2. Kristbergur Steinarsson.
3. Jón Jónsson.
nr. | Nafn A-riðill | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | alls |
1 | Jón Jónsson | x | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 6 |
2 | Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir | 0 | x | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 | 1 |
3 | Róbert Máni Newton | 0 | 1 | x | 0 | 1 | 0 | 1 | 3 |
4 | Þorsteinn Newton | 0 | 1 | 1 | x | 1 | 1 | 1 | 5 |
5 | Atli Atlason | 0 | 0 | 0 | 0 | x | 0 | 0 | 0 |
6 | Viktor Elmar Gautason | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | x | 0 | 3 |
7 | Flosi Helgason | 0 | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | x | 3 |
Kristbergur Steinarsson vann Jón Jónsson í undanúrslitum | |||||||||
Þorsteinn Newton vann Björn Friðrik í undanúrslitum | |||||||||
Jón Jónsson vann Björn Friðrik í leik um 3. sætið. | |||||||||
Þorsteinn Newton vann Kristberg Steinarsson í úrslitaleik | |||||||||
nr. | Nafn B- riðill | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | alls |
1 | Björn Friðrik | x | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 6 |
2 | Júlíus Jónsson | 0 | x | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 2 |
3 | Helgi Sigurður Júlíusson | 0 | 0 | x | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Vignir Örn Pálsson | 0 | 1 | 1 | x | 0 | 1 | 0 | 3 |
5 | Friðrik Heiðar Vignisson | 0 | 0 | 1 | 1 | x | 0 | 0 | 2 |
6 | Guðmundur Ragnar Snorrason | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | x | 0 | 3 |
7 | Kristbergur Steinarsson | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | x | 5 |
Skrifað af Vignir.
12.04.2017 19:57
Borðtennismót.
BORÐTENNISMÓT HSS.
Borðtennismót HSS verður á föstudaginn, 14. april kl. 13:30. Mótið verður í Íþóttamiðstöðinni á Hólmavík. Keppnisgjald mótsins er aðgangsgjaldið að íþróttasalum og greitt í afgreiðslu. Keppt er í opnum flokki einliðaleik. Skráning á staðnum. Mætum öll hress og kát.
Skrifað af Vignir.
27.03.2017 22:45
Felix námskeið.
Elías Altason hjá ÍSÍ kemur í heimsókn til okkar á morgunn þriðjudaginn 28. Mars og verður með Felixnámskeið. Þar kennir hann notkun á nýrri útgáfu af Felix félagaforriti UMFÍ og ÍSÍ. Námskeiðið hefst kl. 17 og verður í fundarsal Hólmadrangs á Hólmavík, áætlað er að námskeiðinu ljúki kl. 19. Þátttakendur geta haft með sér tölvur ef þeir vilja. Stjórn HSS hvetur sem flesta til að mæta.
Skrifað af Vignir.
06.03.2017 23:38
Fréttir frá Súpufundi.
Súpufundur HSS.
Haldinn í félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi kl. 18
Mættir: Vignir Örn Pálsson, Guðbjörg Hauksdóttir og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir frá HSS. Ragnar Bragason frá Skíðafélaginu og Hvöt. Sigríður Drífa og Guðjón Sigurgeirsson frá Hvöt. Júlíus Jónsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir frá Geislanum. Halldór Friðgeirsson, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Óskar Torfason frá Neista. Gestir: Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ og Elías Atlason.
1. Elías Atlason var með kynningu á endurbættum vef, Felix. Hann mun halda námskeið fyrir félögin fljótlega.
Súpuhlé - súpa og brauðbollur að hætti Guðbjargar og Aðalbjargar.
2. Vignir Örn Pálsson formaður HSS var með stutta kynningu á starfssemi Héraðssambandsins og aðildafélaga þess.
3. Umræður um möguleika á sameiningu aðildafélaga út frá tillögu frá stjórn Hvatar.
HSS getur ekki verið með iðkendur, er bara regnhlífin. Þarf að vera félag sem heldur utan um deildirnar, t.d. eitt stórt fjölgreinafélag. Flóknara þegar fer á milli sveitafélaga, ekki hægt á milli héraða nema að skipta. Misjafnt eftir sérgreinafélagi hvernig fyrirkomulagið er, hvort hægt er að vera iðkandi og/eða keppandi hjá fleirum en einu félagi. Þarf ekki að vera formleg deild þar sem allt er í litlum einingum, stjórnin getur haldið utan um starfið. Stjórnin gæti skipt með sér störfum á milli deilda. Erfitt skref að leggja félög niður sem eru ekki með neina starfssemi, en eru til þrjár leiðir til þess. Hvöt þarf að halda aðalfund og taka ákvörðun hvað þeir vilja gera, þarf aukinn meirihluta til að samþykkja ef slíta á félaginu. Héraðssambandið þarf að hafa í lögum útgönguleið til að geta vísað félögum með enga starfssemi út úr sambandinu, sbr. Djúpverjar. Félög sem fara út úr samböndum geta alltaf komist aftur inn, endurvakið.
Í raun vantar öflugan starfsmann sem heldur utan um upplýsingar, t.d. um mótin og miðlar upplýsingum um þau og jafnvel fer með börnin á mót. Hugmynd að Geislinn með þjálfara og HSS með starfsmann til að miðla, myndi eitt starf.
Umræður um styrk sveitarfélaga til félaga og héraðsins. Héraðssambandið hefur fengið styrki frá Kaldrananeshreppi og Árneshreppi, hefur gengið heldur brösuglegar með Strandabyggð að gera styrktarsamning, er nú til samningur til þriggja ára.
Hugmynd um að mynda fjölgreinafélag innan hvers sveitarfélags, þá þarf að hlera hvað sveitafélögin vilja gera og hvað við fáum fyrir það frá þeim. Stefna ÍSÍ er að allar sameiningar komi frá grasrótinni. Félögin þurfa að fara í naflaskoðun og fara yfir það hvað þau hafa, hvað þau þurfa og hvert þeir vilja stefna. Þarf ekki að sameina, hægt að auka/hlúa að samstarfi. Ekkert mál að hafa samband við ÍSÍ og fá ráðgjöf/aðstoð þegar komnar eru tillögur/samantekt frá félögunum. Viðar sem heldur utan um Fyrirmyndarfélagið gæti komið og aðstoðað sambandið og félögin í vinnu með samstarfið við sveitarfélögin. Hægt að skapa samráðsvettvang þar sem formenn aðildarfélaga hittast og bera saman eða fá stuðning frá hvert öðru, getur verið einu sinni í mánuði eða á sex mánaða fresti. Væri jafnvel hægt að fá starfsmann til að halda út heimasíðunni, áhugasamur og góður í að dæla upplýsingum inn á heimasíðuna, þarf ekki að vera á staðnum. Þá þurfa félagar að vera duglegir að miðla málum og upplýsingum.
Vangaveltur um sameiningu HSS og UDN. Hugmynd að stjórn HSS hafi samband við stjórn UDN um upplýsingar um hvað þeir eru að gera eða hvort þeir hafi hug á sameiningu.
4. Minnt á Sýnum karakter, fyrir þjálfara o.fl. á synumkarakter.is. Samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Fundi slitið kl. 21.30
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir ritaði fundargerð
Skrifað af Vignir.
04.03.2017 20:16
Úrslit frá Badmintonmóti HSS.
Badmintonmót HSS haldið á Hólmavík 4. mars 2017.
1. sæti Bjarki Guðlaugsson og Benedikt Bjarkason.
2. sæti ArnÞór Jónsson og Aðalheiður Bjarnadóttir.
3. sæti Júlíus Jónsson og Birna Karen Bjarkadóttir.
Skrifað af Vignir.
01.03.2017 09:19
Badmintonmót 4. mars.
Badmintonmót HSS 2017.
Baðmintonmót HSS verður laugardaginn 4. mars í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, mótið hefst stundvíslega kl. 13:00. Þátttökugjald í mótið er aðgangsgjaldið að íþróttasalnum og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.
Keppt er í 1 opnum flokki í tvíliðaleik, hægt er að skrá á staðnum en best er að skrá sig á skráningarblað sem liggur fram í Íþróttamiðstöðinni.
Mættum öll hress og kát.
Skrifað af Vignir
27.02.2017 12:45
Súpufundur á Drangsnesi.
Fundarboð.
Súpufundur verður í Félagsheimilinu á Drangsnesi þriðjudaginn 28. feb. kl. 18 stundvíslega.
Dagskrá fundarins:
1. Elías Atlason frá ÍSÍ kynnir efni frá ÍSÍ og kynnir nýja útgáfu af Felix félagaforriti íþóttahreyfingarinnar.
2. Súpa í boði HSS framreidd af Aðalbjörgu Óskarsdóttur og Guðbjörgu Hauksdóttur.
3. Pistill frá Form. HSS um starfið síðustu misseri og framundan.
4. Umræður um tillögu umf. Hvatar að skoða sameiningu félaga á svæði HSS.
5. Önnur mál.
Gestir fundarins frá ÍSÍ verða Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Elías Atlason. Einnig kemur fulltrúi frá UMFÍ.
Hægt verður að spyrja þá spjörunum út um skipulag íþrótta og ungmennafélaga.
Endilega komið öll sem hafið áhuga á þessum málum.
Með bestu kveðju, Vignir Pálsson form. HSS.
E.S. Gott væri ef forsvarsmennfélaganna gætuð sent Öllu póst um hve margir mæta frá hverju félagi í kvöld til að auðvelda henni val á stærð súpupottsins.
allaoskars@gmail.com
Skrifað af Vignir.
25.02.2017 20:01
Æfingabúð á Laugum
Æfingabúðir að Laugum 4.-5. mars 2017
SamVest stefnir að því að halda æfingabúðir í frjálsum, að Laugum í Sælingsdal, laugard. 4. mars til sunnud. 5. mars. Æfingabúðirnar eru hugsaðar fyrir 10 ára og eldri, þ.e. árgangur 2007 og uppúr (grunn- og framhaldsskólaaldur).
Mæting er kl. 13 á laugardeginum, foreldrar sjá um að koma börnum sínum á staðinn og sækja þau um miðjan sunnudag. Þátttakendur greiða lágmarksgjald fyrir gistingu og kostnaðarverð fyrir mat og kaffitíma (líklegt að það sé samtals í kringum 5000 kr., nánar auglýst síðar).
Á Laugum er góð aðstaða fyrir hópa, íþróttahús, sundlaug og heitir pottar - fallegt og rólegt umhverfi. Dýnur eru fyrir þau sem gista, en þátttakendur þurfa að koma með svefnpoka/sæng og kodda. Búnaðarlisti og leiðbeiningar verða sendar út síðar.
Við leggjum upp með fjölbreytta dagskrá, aldursskipt að hluta, með aðfengnum gestaþjálfurum - nánari upplýsingar um það fljótlega.
Hvert félag eða samband innan SamVest-svæðisins gerir ráðstafanir til að auglýsa þetta vel á sínu svæði og tekur ákvörðun um það hvaða þjálfarar fara (komast) með og sjá til þess að sínum þátttakendum fylgi nægur fjöldi fullorðinna, til að halda utan um hópinn.
Inná Facebook-hópi SamVest er að finna skráningarlista - endilega skráið þátttakendur sem fyrst.
Frekari spurningar má senda á bjorgag@gmail.com
Hér má sjá nánar um Lauga - inná vef UMFÍ.
Skrifað af Vignir.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25