23.06.2010 12:34
Golfmót HSS
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Karlar Konur og unglingar
1. sæti. Guðmundur Viktor 1. sæti. Birna Richards.
2. sæti. Benidikt Pétursson 2. sæti. Signý Ólafsdóttir
3. sæti. Jón Trausti Guðlaugs. 3. sæti. Benidikt Jónsson
14.06.2010 13:37
Sundmót 2010
Að sökum kunnáttuleysis á tölvur hef ég ekki getað sett inn úrslit mótsins en það ætti að koma inn á næstunni þegar ég hef prófað að ýta á alla takkana á síðunni!
Þar til næst, Steinar.
09.06.2010 12:48
Ótitlað
Jæja góðir hálsar, nú hefst þetta allt saman og því er um að gera að kalla saman mannskapinn til að taka þátt í eins mörgum greinum og mögulegt er því öll stig skipta máli!
Fyrsta móti sumarsins mun vera Sundmót HSS og verður það haldið laugardaginn 12. júní í Laugarhól. Allar skráningar munu fara í gegnum Steinar í gegnum netfangið steinar_raudi@hotmail.com eða í símar 867-1816 og mun hann taka við skráningum fram að miðnætti föstudagsins 11. júní.
Nú er um að gera að hræra í mannskapnum og skrá sem flesta og hafa gaman í sólskininu á Laugarhóli!
08.06.2010 13:03
Mótaskrá 2010
63. Ársþing HSS haldið að Laugarhóli þann 3. júní 2010 samþykkir eftirfarandi tillögu að mótafyrirkomulag sumarsins verði með eftirfarandi hætti.
12. júní Sundmót HSS haldið á Laugarhóli
22. júní Golfmót HSS á Skeljavíkurvelli
26. júní Bikarkeppni HSS í knattspyrnu karla
3. júlí Polla- og pæjumót HSS í knattspyrnu á Skeljavíkurvelli.
10. júlí Héraðsmór HSS í frjálsum íþróttum á Sævangi.
20. júlí Barnamót í frjálsum íþróttum á Sævangi.
7. ágúst Seinni umferð Bikarkeppni HSS í knattspyrnu karla
14. ágúst Mótorkrossmót HSS, mótorkrossbrautinni Hólmavík
Mælst er til þess að mót hefjist á auglýstum tíma, sem tilgreingur verður síðar.
02.06.2010 11:09
Félagafjöldi aðildarfélaga
Golfklúbbur Hólmavíkur 25 = 3 fulltrúar
Skíðafélag Strandamanna 80 = 6 fulltrúar
Sundfélagið Grettir 58 = 5 fulltrúar
Umf. Geislinn 338 = 19 fulltrúar
Umf Harpa 52 = 5 fulltrúar
Umf. Hvöt 56 = 5 fulltrúar
Umf. Leifur heppni 54 = 5 fulltrúar
Umf. Neisti 72 = 6 fulltrúar
Í áðursendum pósti munaði aðeins á félagafjölda hjá Geisla sem leiðréttist hér með.
Stjórn HSS vonast eftir góðri þáttöku á þingið.
04.05.2010 19:09
Ársþing HSS 2010
63. Ársþing HSS verður haldið á Hótel Laugarhóli 03. júní árið 2010 kl. 18:45
Þingfulltrúar vinsamlega mætið stundvíslega.
Dagsskrá:
1. Þingsetning.
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.
3. Skipun kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
7. Kosning nefna þingsins. a) Uppstillingarnefnd. b) Fjárhagsnefnd.
c) Íþróttanefnd d) Alsherjar og laganefnd.
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.
9. Nefndarstörf.
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur.
11. Kosningar. a) Stjórn og varastjórn. b) Tveir endurskoðendur og tveir til vara. c) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál.
13. Þingslit.
Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.
Hólmavík 03. maí 2010
Með félagskveðju,
Jóhann Björn Arngrímsson form. HSS.
Fulltrúa fjöldi félaga verður sendur út með næsta fundarboði
Minni félögin á að það á að vera búið að skila í Felix og einnig að skila stuttri skýrslu yfir starfið 2009 sett verður í ársskýrslu HSS.
23.12.2009 17:03
Gleðilega hátíð
HSS óskar strandamönnum sem og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakkir eiga allir skilið sem tóku þátt í
starfi sambandsins, mótum þess eða studdu starfið á annan hátt. Með von um gott samstarf á komandi ári,
HSS.
27.08.2009 21:44
Vinahlaup
20.08.2009 14:15
Ýmislegt
Inn eru komin úrslit barnamótsins og eru verðlaunapeningar fyrir það á leiðinni til Hólmavíkur, héraðsmótspeningar eru að renna af stað í póst til félaganna. Biðst undirritaður afsökunar á seinagangi við að koma þeim til skila.
Unglingalandsmótsferð HSS var ágætlega heppnuð og fannst undirrituðum stemmingin hafa verið góð og flest allt hafi gengið vel fyrir sig. Langar mig að þakka öllum sem komu með og tóku þátt í þessu ævintýri fyrir. Þó hafi gengið upp og ofan í keppni þá standa margar minningar eftir og fannst mér krakkarnir hafa verið strandamönnum til sóma.
Myndir frá mótinu er hægt að skoða hér og auka albúm frá motocrosskeppninni hér.
Gaman væri að fá fleiri myndir af mótinu, hvort sem er linkur á myndasíðu eða til að setja inn á HSS síðun sjálfa.
Nóg í bili en ný færsla fljótlega og fréttabréf HSS innan tíðar.
Speki dagsins: Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka lán.
30.07.2009 07:08
Unglingalandsmót
þá er orðið stutt í keppni og fólk farið að tygjast af stað. Inn á ulm.is eru komin drög að tímaplani og tímaseðill í frjálsum kom inn morgun. Þar er breyting á 80 metra hlaupunum, undanrásir verða hlaupnar á morgun föstudag, sjá nánar á ulm.is.
Upplýsingamiðstöð Unglingalandsmótsins í Árskóla hefur nú fengið símanúmer - sem er 857 3925. Upplýsingamiðstöðin verður opnuð kl. 13 í dag, fimmtudag, en ef upplýsingar vantar nú þegar er unnt nú þegar að hringja í framangreint símanúmer.
Munum að taka góða skapið með okkur og keyrum varlega!
16.07.2009 13:23
Barnamót og Unglingalandsmót
Barnamót HSS
í frjálsum íþróttum
Barnamótið
verður næstkomandi miðvikudag, 22. Júlí og mun hefjast klukkan 18:00. Verður
keppt í hefðbundnum greinum, 8 ára og yngri í 60m hlaupi, langstökki og
boltakasti. 9-10 ára keppa í því sama en hjá 11-12 ára bætist við kúluvarp og
hástökk en spjót kemur í stað bolta. Nú skulum við fjölmenna með börnunum og
hafa gaman að, allir þátttakendur fá verðlaunapening. Skráningu lýkur á
miðnætti þriðjudaginn 21. Júlí!
Ákveðið
hefur verið að framlengja skráningu á Unglingalandsmótið og verður hægt að skrá
með e-maili til miðnættis 22. Júlí.
16.07.2009 13:21
Námskeið
Námskeið:
Hraða-
snerpu- og viðbragðsþjálfun - Lee Taft
Einn virtasti hraðaþjálfari Bandaríkjanna, Lee Taft heldur
opið, tveggja daga námskeið hjá Keili dagana 4. og 5. september. Námskeiðið er
sérstaklega ætlað metnaðarfullum íþróttaþjálfurum sem vilja ná hámarksárangri
með íþróttamenn sína og öðlast meiri þekkingu á hraða- snerpu- og
viðbragðsþjálfun.
Lee mun
leggja áherslu á upphitunartækni sem skilar mestum árangri, hvort heldur sem
fyrir leik eða æfingu. Þá verður ítarlega farið í hraða og hreyfitækni fyrir
fjölátta íþróttir sem laga má að hverri íþróttagrein fyrir sig.
Þetta
einstaka tveggja daga námskeið hentar íþróttaþjálfurum sem vilja ná því besta
út úr sínum íþróttamönnum, óháð íþróttagrein. Þátttakendur eru hvattir til að
hafa með sér íþróttafatnað og taka þátt í æfingunum.
Myndband
þar sem Lee lýsir námskeiðinu má nálgast hér: http://www.keilir.net/namid/heilsa-og-uppeldi/namskeid/Fagnamskeid/?CacheRefresh=1
Um Lee Taft
Lee Taft er
einn virtasti hraða- og hreyfingarþjálfari í Bandaríkjunum. Lee er meðeigandi í
http://www.sportsspeedetc.com/ og
forseti Lee Taft Speed Academy, Inc. Hann útskrifaðist með masters gráðu í
íþróttafræðum og hefur bætt við sig gráðum í styrktar- og ástandsþjálfun
íþróttamanna. (NSCA, CSCS, SPC, USATF level 1)
Lee hefur
20 ára reynslu af þjálfun íþróttamanna og hans ástríða hefur verið þjálfun
ungra íþróttamanna. Hann er heimsþekktur fyrir sérfræðiþekkingu sína á
hraða- og viðbragðsþjálfun í fjölátta íþróttagreinum.
Lee hefur
gefið út fjölda marga CD og DVD á sviði íþróttaþjálfunar og gaf nýlega út
bókina "7 Points to a Championship Attitude". Hann er einn
eftirsóttasti ræðumaður Bandaríkjanna og Kanada á sviði íþróttaþjálfunar.
Námskeiðið fer fram í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ
föstudaginn 4. september og laugardaginn 5. september klukkan 09.00-17.00.
Yfirlit dagskráar Lee Tafts,
fyrirlestur um hraðaþjálfun íþróttamanna
4. September.
- Kynning.
2. Hvernig skal greina íþróttamenn á
einfaldan en árungursríkan hátt. (fyrirlestur og verklegt).
3. Upphitunarkerfi fyrir
íþróttamenn. (fyrirlestur og verklegt).
4. Hvernig á að þjálfa rétta tækni í
hoppum og lendingum. Hvernig skal hjálpa íþróttamanni að fara fram og ná
langt í tækni á hoppum. (fyrirlestur og verklegt)
5. Stöðvunarþjálfun, hvernig skal þjálfa
rétt mismunandi stöðvunarhreyfingar. Íþróttamenn þurfa að vera öruggari
og fljótari í íþróttum. (fyrirlestur og verklegt)
6.
Hádegismatur. 1 Klst.
- Tækni í
hröðun á beinum-, hliðar- og fjölátta leiðum. Þjálfa hliðar gönguhring (lateral gait cycle) og
hámarkshraða. (fyrirlestur og
verklegt).
- Færni í
Stefnubreytingum,- Hvernig skal þjálfa rétta stefnubreytingu fyrir
allar aðstæður. (fyrirlestur
og verklegt).
- Styrktarþjálfun
fyrir hraða! (Hvernig skal nota einfalda en árangursríkar æfingar
til að auka hraða) Lítil sem engin þörf á búnaði. (fyrirlestur og verklegt)
5. September.
- Spurningar og svör umræðuefna dags 1.
(Hreinsa upp vafaatriði fyrri dags
- Færni í
afturábak hlaupum. Hvernig skal þjálfa íþróttamenn að hlaupa
afturábak og halda sterkri varnar stöðu. (fyrirlestur og verklegt
- Hvernig skal tengja hraða færni saman til að
afreka mikils hraða. (fyrirlestur og verklegt)
- Hádegismatur. 1 Klst
- Nota
hópleiki til að þjálfa viðbragðshraða. Gott til að meta þolþjálfun og hafa gaman!
(fyrirlestur og verklegt)
- Hvernig á að búa til prógram.(fyrirlestur og
verklegt)
- Samantekt.
*
Dagskrá getur breyst eftir flæði fyrirlestrar
Verð og skráning
Verð:
Ef skráð er
og greitt fyrir 20. júlí: 39.000 kr.
Ef skráð er
og greitt á bilinu 21. - 1. ágúst: 59.000 kr.
Ef skráð er
og greitt á bilinu 1. - 10. ágúst: 89.000 kr.
Innifalið
er morgunsnarl, hádegisverður og kaffi báða dagana.
Athygli er
vakin á að sambærilegt, 2ja daga námskeið með Lee Taft í Bandaríkjunum kostar
$1.200.
ÍAK
einkaþjálfarar og ÍAK einkaþjálfaranemar fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi.
Skráning
fer fram á saevar@keilir.net. Við
skráningu skal taka fram nafn, kennitölu, heimilisfang, íþróttafélag,
íþróttagrein, greiðanda og kennitölu og heimilisfang greiðanda.
Bestu kveðjur,
Sævar Ingi
Borgarsson
Verkefnastjóri
ÍAK
10.07.2009 14:23
Úrslit héraðsmóts í frjálsum
08.07.2009 00:18
Bikarkeppni karla og næsta mót
Bikarkeppnin
Næsta mót
08.07.2009 00:10
Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ
2009
Héraðssamband Strandamann vill benda á að landmótsnefnd HSS ásamt framkvæmdastjóra munu halda utan um skráningar aðildarfélaga HSS á Unglingalandsmótið.
Skráningar þurfa að hafa borist í síðasta lagi þriðjudaginn 14. júlí.
Þátttökugjald á mótið er 6.000 kr en HSS mun greiða niður þátttökugjald keppenda um 3.000kr svo kostnaður á þátttakendur er 3.000 kr. Engin önnur gjöld eru tekin af mótsgestum á hvaða aldri sem þeir eru, fyrir utan rafmagn.
Greinarnar sem í boði eru:
Frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfubolti, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og motocross.
Skráning og nánari upplýsingar:
Valur Hentze 847-7075 valur@sporthusid.is
Með honum starfar landsmótsnefnd skipuð Jóhanni Áskeli Gunnarssyni, Óskari Torfasyni og Þórólfi Guðjónssyni.