30.06.2009 11:28
Ýmislegt
25.06.2009 20:39
Greinar á héraðsmótinu
22.06.2009 15:02
Skráning á héraðsmótið
19.06.2009 15:24
Héraðsmót
13.06.2009 17:02
Sundmótið búið
09.06.2009 22:59
Sundmót
Sundmót HSS
Næstkomandi
laugardag 13. Júní fer fram héraðasmót í sundi í Sundmiðstöðinni á Hólmavík. Nú
er mál að allir keppi fyrir sitt félag og safni stigum, einnig eru gestir
velkomnir í laugina til keppni eða bara til áhorfs. Allir keppendur 10 ára og
yngri fá þátttökupening. Mótið hefst klukkan 12:00 en gott er að keppendur mæti
aðeins fyrr til upphitunar. Byrjað verður á elstu keppendunum og endað á þeim
yngstu.
Greinarnar sem keppt verður í:
Konur
17-29 ára og 30+, Karlar 17-34 ára og 35+:
25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa, 100 m skrið,
100 m bringa
Sveinar
og Meyjar 15-16 ára:
25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa
Piltar
og telpur 13-14 ára:
25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m
bringa, 100 m bringa
Strákar
og stelpur 11-12 ára:
25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m
bringa
Hnokkar
og hnátur 10 ára og yngri:
25m bringa og 25 m skrið
Boðsund:
4x50 m með frjálsri aðferð karla og kvenna
Skráningu
lýkur á miðnætti föstudaginn 12. Júní og skulu keppendur skrá sig með e-maili á
valur@sporthusid.is, í síma 847-7075 eða í eigin persónu hjá Val.
Þeir
sem hafa ekkert að gera á laugardaginn og ætla ekki að keppa eru velkomnir til
starfa á bakkanum, í tímatöku og skráningu á tímum.
02.06.2009 21:47
Ársþing HSS
Þá er nýyfirstaðið ársþing HSS sem haldið var á Drangsnesi.
Fyrst af öllu langar mig að bjóða velkominn til starfa nýjan formann HSS, Jóhann Björn Arngrímsson, stjórn HSS og ráðameðlimi.
Ég ætla ekki að fara þylja upp allt sem fram fór á þinginu heldur þurfa áhugasamir að sækja fundargerðina.
Á þinginu voru veitt verðlaun íþróttamanni ársins sem er Birkir Þór Stefánsson og hvatningarverlaun sem veitt voru Bjarnheiði Fossdal.
Fundargerð þingsins er hægt að nálgast hér að ofan undir skrár sem og að mótafyrirkomulag sumarsins er komið þar inn(set það samt hér að neðan).
13. júní Sundmót á Hólmavík.
17. júní Polla- og pæjumót í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum.
27. júní Héraðsmót í frjálsum á Sævangi.
4. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, fyrri umferð, á Skeljavíkurgrundum.
9-12. júlí Landsmót UMFÍ á Akureyri.
22. júlí Barnamót í frjálsum á Sævangi.
25. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, seinni umferð, á Drangsnesi.
31. júlí-2. Ágúst Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki.
8. ágúst Mótorcrossmót á Hólmavík
9. ágúst Golfmót á Skeljavíkurgrundum.
Nú þegar mótafyrirkomulagið er komið á hreint er um að gera að fara að skipuleggja sumarið og vera tímanlega í að skrá keppendur til leiks. Fyrsta mót sumarsins sem er Sundmótið á Hólmavík er eftir tæpar 2 vikur og skal skráningu vera lokið fyrir miðnætti föstudaginn 12. Júní.
Þeir sem langar til að hjálpa við framkvæmd mótsins (taka tíma og skrá) er velkomið að láta vita í síma 847-7075 eða á tölvupóstfangið valur@sporthusid.is. Nánari auglýsing um sundmótið kemur inn á morgun og fljótlega myndir frá ársþinginu.
26.05.2009 22:20
Fyrsta mót sumarsins
25.05.2009 16:39
Byrjun sumars 2009
12.02.2009 18:18
Íslandsmeistari
12.02.2009 18:15
Unglingalandsmót
12.11.2008 13:55
ULM
11.11.2008 17:26
ulm
Aftur á móti hefur verið boðað til fundar 12. nóvember næstkomandi þar sem að fulltrúar sveitarstjórnar, hss og formaður og frmakvæmdastjóri UMFÍ mæta. Þar á að ræða um hvort hægt verði að fresta því að mótið verði haldið hér vegna ástands í efnahagsmálum.
15.10.2008 21:30
Unglingalandsmót
HSS hefur ákveðið að opna síma til að liðka fyrir upplýsingastreymi og eins ef einhverjir vilja bjóða sig fram sem sjálfboðaliða til að vinna að Unglingalandsmótinu árið 2010. Er hægt að hringja í Ásu í síma 4563626 og eins er hægt að senda tölvupóst á stebbij@snerpa.is. Endilega hringjið ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar.