30.06.2009 11:28

Ýmislegt

Næsta mót HSS er fyrri umferð í Bikarkepni karla í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum, áætlað er að mótið hefjist klukkan 12:00 laugardaginn 4. júlí. Langar mig að biðja þá sem hingað til hafa verið með lið að hafa samband og skrá lið ef þeir ætla að vera með. 
Meira um það síðar.

Af héraðsmótinu
Komnar eru inn myndir frá héraðsmótinu í frjálsum hér til hliðar. Leikar fóru þannig að Neisti sigraði með 153 stig, Geislinn varð annar með 149,5 stig, Hvöt í þriðja með 53,5 stig og Harpa fjórða með 18 stig. Langar mig til að þakka þátttakendum, þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd og áhorfendur fyrir ágætis mót.
Verið er að vinna að skráningu árangurs í mótavef FRÍ og síðan mun árangur verða settur hér inn.

25.06.2009 20:39

Greinar á héraðsmótinu

Hér koma greinarnar sem eru í boði á hérðasmótinu, nú er mál að skrá sig til leiks og eiga góðan dag með okkur. Sauðfjársetrið verður með samlokur og súpu líkt og tíðkaðist. Mótið hefst klukkan 11:00 og vonandi geta sem flestir séð sér fært um að keppa og enn fleiri að koma og fylgjast með.

Hnokkar og hnátur 10 ára og yngri:
60m, boltakast og langstökk.

Strákar og stelpur 11 - 12 ára:
60m, 200m, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp

Piltar og telpur 13 - 14 ára:
100m, 400m, 800m, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp

Sveinar og meyjar 15 - 16 ára:
100m, 400m, 800m, langstökk, hástökk, spjótkast, kúluvarp og kringlukast

Karlar og konur - Karlar +35 og konur +30
100m, 400m, 800m, 1500m, langstökk, hástökk, spjótkast, kúluvarp og kringlukast


Munið að tilgreina í hvaða flokk og greinum á að keppa.

22.06.2009 15:02

Skráning á héraðsmótið

Verið er að vinna að því að opna fyrir skráningu inn á fri.is en hægt er að skrá sig á netfangið valur@sporthusid.is. Keppt verður í sömu greinum og í fyrra og vonandi sjá sem flestir sér fært að koma part úr degi til að keppa eða bara til að sýna sig og sjá aðra. Opið verður fyrir skráningu fram að miðnætti á föstudaginn 26. júní. 

19.06.2009 15:24

Héraðsmót

Þá er vika í héraðsmót HSS, opnað verður fyrir skráningar á mótavef FRI á sunnudagskvöld en einnig verður hægt að skrá sig hjá Val í síma 847-7075 eða með tölvupósti á valur@sporthusid.is. Nú er um að gera að allir, ungir sem eldri komi og geri sér glaðan dag á íþróttavellinum að Sævangi. Gaman væri að gamlar kempur myndu dusta rykið af strigaskónum og taka þátt í mótinu. Keppt verður í flestum greinum í öllum flokkum og fá allir keppendur 10 ára og yngri verðlaunapening fyrir þáttökuna.
Mótið fer fram þann 27. júní og mun hefjast klukkan 11:00 á keppni í yngstu flokkunum.

Að lokum þá langar mig að benda á að inn eru komnar myndir frá sundmótinu og polla- og pæjumótinu. Ef einhverjir eiga myndir af mótum og vilja að þær verði birtar í myndaalbúminu hér þá er bara um að gera að koma þeim á USB lykli til Vals.

Nóg í bili en næsta mót eftir héraðsmót er Bikarkeppni karla á Skeljavíkurgrunndum 4. júlí.

13.06.2009 17:02

Sundmótið búið

Geislinn hlaut flest stig og þar með bikarinn til varðveislu í eitt ár. Nánari úrslit koma inn á mánudaginn en komnar eru inn myndir í albúmið.

09.06.2009 22:59

Sundmót

Sundmót HSS

Næstkomandi laugardag 13. Júní fer fram héraðasmót í sundi í Sundmiðstöðinni á Hólmavík. Nú er mál að allir keppi fyrir sitt félag og safni stigum, einnig eru gestir velkomnir í laugina til keppni eða bara til áhorfs. Allir keppendur 10 ára og yngri fá þátttökupening. Mótið hefst klukkan 12:00 en gott er að keppendur mæti aðeins fyrr til upphitunar. Byrjað verður á elstu keppendunum og endað á þeim yngstu.

Greinarnar sem keppt verður í:

Konur 17-29 ára og 30+, Karlar 17-34 ára og 35+:

25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa, 100 m skrið, 

100 m bringa

Sveinar og Meyjar 15-16 ára:

25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa, 100m bringa

Piltar og telpur 13-14 ára:

25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m bringa, 100 m bringa

Strákar og stelpur 11-12 ára:

25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m bringa

Hnokkar og hnátur 10 ára og yngri:

25m bringa og 25 m skrið

Boðsund:

4x50 m með frjálsri aðferð karla og kvenna

 

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 12. Júní og skulu keppendur skrá sig með e-maili á valur@sporthusid.is, í síma 847-7075 eða í eigin persónu hjá Val.

Þeir sem hafa ekkert að gera á laugardaginn og ætla ekki að keppa eru velkomnir til starfa á bakkanum, í tímatöku og skráningu á tímum.

02.06.2009 21:47

Ársþing HSS

Þá er nýyfirstaðið ársþing HSS sem haldið var á Drangsnesi.

Fyrst af öllu langar mig að bjóða velkominn til starfa nýjan formann HSS, Jóhann Björn Arngrímsson, stjórn HSS og ráðameðlimi.

Ég ætla ekki að fara þylja upp allt sem fram fór á þinginu heldur þurfa áhugasamir að sækja fundargerðina.

Á þinginu voru veitt verðlaun íþróttamanni ársins sem er Birkir Þór Stefánsson og hvatningarverlaun sem veitt voru Bjarnheiði Fossdal.

Fundargerð þingsins er hægt að nálgast hér að ofan undir skrár sem og að mótafyrirkomulag sumarsins er komið þar inn(set það samt hér að neðan).

 Mótafyrirkomulag sumarsins 2009

13. júní Sundmót á Hólmavík.

17. júní Polla- og pæjumót í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum.

27. júní Héraðsmót í frjálsum á Sævangi.

4. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, fyrri umferð, á Skeljavíkurgrundum.

9-12. júlí Landsmót UMFÍ á Akureyri.

22. júlí Barnamót í frjálsum á Sævangi.

25. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, seinni umferð, á Drangsnesi.

31. júlí-2. Ágúst Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki.

8. ágúst Mótorcrossmót á Hólmavík

9. ágúst Golfmót á Skeljavíkurgrundum.


Nú þegar mótafyrirkomulagið er komið á hreint er um að gera að fara að skipuleggja sumarið og vera tímanlega í að skrá keppendur til leiks. Fyrsta mót sumarsins sem er Sundmótið á Hólmavík er eftir tæpar 2 vikur og skal skráningu vera lokið fyrir miðnætti föstudaginn 12. Júní.

Þeir sem langar til að hjálpa við framkvæmd mótsins (taka tíma og skrá) er velkomið að láta vita í síma 847-7075 eða á tölvupóstfangið valur@sporthusid.is. Nánari auglýsing um sundmótið kemur inn á morgun og fljótlega myndir frá ársþinginu.

26.05.2009 22:20

Fyrsta mót sumarsins

Þann 13. Júní er áætlað að halda sundmót í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík en það verður auglýst betur. Langar mig bara að minna keppendur að skrá sig tímanlegameð rafpósti á valur@sporthusid.is og þeir sem vilja bjóða krafta sína til starfa á mótinu geri slíkt hið sama .

25.05.2009 16:39

Byrjun sumars 2009

Heilir og sælir strandamenn, þá er sumarið að hefjast og íþróttaviðburðir að nálgast hratt.
Hér kemur óstaðfest mótaskrá sumarsins, staðfest skrá verður sett inn að loknu ársþingi HSS sem haldið verður Þriðjudaginn 2. Júní. 

13. júní Héraðsmót í sundi
17. júní Polla og pæjumót í knattspyrnu
4. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu
11. júlí Héraðsmót í frjálsum íþróttum
22. júlí Barnamót í frjálsum íþróttum
31. júlí - 2. ágúst Unglingalandsmót UMFÍ
15. ágúst Bikarkeppni karla í knattspyrnu seinni hluti

Einnig fara að byrja íþróttaæfingar hjá Geislanum en áætlað er að þær byrji í næstu viku eða miðvikudaginn 3. Júní en þær verða auglýstar betur síðar.

.

12.02.2009 18:18

Íslandsmeistari

HSS hefur eignast Íslandsmeistara í hástökki pilta 15-16 ára innanhúss. Guðjón Þórólfsson sigraði á meistaramótinu sem haldið var síðustu helgina í janúar. Stökk hann yfir 1,80 metra. Óskum við Guðjóni innilega til hamingju. Er þetta enn einn titillinn hjá þessum bráðefnilega íþróttamanni.

12.02.2009 18:15

Unglingalandsmót

Þá hefur endanleg ákvörðun verið tekin. Unglingalandsmót UMFÍ verður ekki haldið á Hólmavík 2010. Var það ljóst að ekki væri hægt að standa við skuldbindingar í sambandi við mótið þegar í ljós kom að ekki fengist fjárframlag frá ríkinu. Vonandi verður vilji hjá stjórnarmönnum HSS og sveitarstjórn Strandabyggðar til að sækja aftur um þegar efnahagsástandið lagast.

12.11.2008 13:55

ULM

Á fundi með forsvarsmönnum UMFÍ í dag var ákveðið að halda sínu striki með skipulagningu Unglingalandsmóts árið 2010. Var farið yfir stöðu mála út frá efnahagsástandinu og eftir þá yfirferð þótti ekki nauðsynlegt að fresta eða hætta við, heldur að halda áfram.

11.11.2008 17:26

ulm

Staðan á málum er þannig núna að búið er að mæla fyrir vellinum í Brandskjólum. Framkvæmdahlutinn er alfarið hjá Strandabyggð sem kemur að þessu móti með þeim hætti að byggja upp aðstöðuna og afhendir HSS hana síðan til afnota fyrir mótið. Stofnuð hefur verið framkvæmdanefnd af hálfu Strandabyggðar og er það sveitarstjórnin sem ætlar að sjá um þau mál.
Aftur á móti hefur verið boðað til fundar 12. nóvember næstkomandi þar sem að fulltrúar sveitarstjórnar, hss og formaður og frmakvæmdastjóri UMFÍ mæta. Þar á að ræða um hvort hægt verði að fresta því að mótið verði haldið hér vegna ástands í efnahagsmálum.

15.10.2008 21:30

Unglingalandsmót

HSS hefur ákveðið að opna síma til að liðka fyrir upplýsingastreymi og eins ef einhverjir vilja bjóða sig fram sem sjálfboðaliða til að vinna að Unglingalandsmótinu árið 2010.  Er hægt að hringja í Ásu í síma 4563626 og eins er hægt að senda tölvupóst á stebbij@snerpa.is. Endilega hringjið ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar.

12.10.2008 19:10

afmæli

Félagar okkar og nágrannar í UDN eiga 90 ára afmæli á þessu ári og óskum við þeim innilega til hamingju með það.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25