13.06.2008 23:53

ársþing

Ársþing HSS var haldið á Hólmavík 11. júní 2008. Góðir gestir komu frá UMFÍ þau Helga Guðjónsdóttir formaður og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri. Þökkum við þeim innilega fyrir komuna. Að venju voru veittar viðurkenningar og var það hinn ungi og efnilegi Guðjón Þórólfsson sem var kjörin íþróttamaður ársins 2007, þá fékk Ragnar Bragason hvatningarbikarinn fyrir störf sín í þágu íþrótta í gegnum árin. HSS færði fulltrúum félaganna gjöf sem var bókin Vormenn Íslands saga UMFÍ í 100 ár. UMFÍ veitti Óskari Torfasyni starfsmerki sambandsins.
Ný stjórn var kjörinn og í henni eru þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Þorsteinn Newton, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir og Birkir Þór Stefánsson. Þakkar HSS fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið á árinu og óskar þeim velfarnaðar á nýum vettvangi. Einnig eru Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni færðar kærar þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári og vonandi eigum við eftir að njóta starfskrafta hans síðar meir.

11.06.2008 15:55

Fréttatilkynning frá UMFÍ

Fréttatilkynning

 

 

 

 

Ungmennafélag Íslands tekur fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor, fimmtudaginn 19. júní nk. 

 

Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.

 

Verkefnið mun hefjast á 5 stöðum á landinu fimmtudaginn 19. júní og í kjölfarið verður framhaldið skoðað með fleiri staði í huga. 

 

Þeir staðir sem um ræðið að þessu sinni er  Borgarnes, Reykjanesbær, Neskaupsstaður, Selfoss og Sauðárkrókur.

 

Sparisjóðurinn er aðalsamstarfsaðili UMFÍ að verkefninu.  Sparisjóðurinn mun afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka sem er merktur Gæfuspori til eignar.   Einnig styrkir Heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð  verkefnið myndarlega.

 

Fimmtudaginn 19. júní kl. 10:00 verður gegnið af stað frá Sparisjóðnum á viðkomandi stað en skráning er frá kl. 09:30 á staðnum en allir 60 ára og eldir eru hjartanlega velkomnir.

 

Í framhaldinu munu hóparnir ákveða hve oft og hvaðan þeir ganga og eins getur fólk valið sér tíma og staði þegar því hentar.  Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendu, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga.

 

Sérstakur bæklingur verður gefin út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum.

 

60 ára og eldri eru hvattir til þátttöku.

 

Ungmennafélag Íslands.

 

 

Frekari upplýsingar veitir

Ómar Bragi Stefánsson

omar@umfi.is

898 1095

05.05.2008 19:09

Lokahóf

Þá er skíðavertíðinni að ljúka og ætla félagar í Skíðafélagi Strandamanna að vera með lokahóf sitt í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikurdaginn 7. maí klukkan 18:00. Verður þar veitt verðlaun fyrir vertíðina.

29.04.2008 12:18

Hjólað í vinnuna

Nú er að fara af stað átakið Hjólað í vinnuna. Hvetjum við alla vinnustaði sýslunnar að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ og vera með.

25.04.2008 22:07

Framkvæmdastjóri

Héraðssamband Strandamanna auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir sumarið 2008. Viðkomandi þarf að annast skipulagningu móta og fleira. Umsóknarfrestur er til 3. maí 2008. Og skal umsóknum skilað til Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, Víkurtúni 1, 510 Hólmavík eða á netfangið stebbij@snerpa.is . Allar nánari upplýsingar í síma 4563626 eða á tölvupósti í stebbij@snerpa.is.

13.04.2008 14:46

Aðalfundur Umf. Hvöt

 Aðalfundur umf. Hvatar var haldinn í Sævangi 6. april s.l.,  5 félagar og 2 gestir mættu á fundinn.
Vignir Pálsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var kjörinn formaður,
Ragnar K. Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.  Helstu mál fundarins sem talandi er um
utan hefðbundinar dagskrár, var að rætt var um viðhald á íþróttavellinum í Sævangi,  laga þarf steypu
í kasthringjum.  Einnig var ákveðið að endurnýja hurð að kjallara Sævangs þar sem áhöld eru geymd.
Einnig rætt um að endurnýja startblokkir og fara yfir ástand frjálsíþróttaáhalda.

06.04.2008 12:34

Aðalfundir aðildarfélaganna

Nú eru aðalfundir aðildarfélaga HSS í fullum gangi. Einhver félög eru búin og nokkur félög eru með fund nú á næstu dögum. Vill síðustjóri biðja stjórnarmenn félaganna að senda sér línu um gang mála svo hægt sé að setja fréttir af félögunum inn á síðuna. Netfangið mitt er stebbij@snerpa.is vinsamlegast sendið mér línu.

06.04.2008 12:31

skíðamenn

Nú eru komnar inn myndir frá Skíðamótum. Það er þess virði að skoða þær. Skíðafólk á Ströndum hefur verið að standa sig rosalega vel á mótum vetrarins. Vill HSS óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.

19.02.2008 17:55

myndir

Komnar eru inn myndir frá körfuboltamótinu á Hólmavík sem haldið var 16. febrúar

06.02.2008 18:43

Úrvalshópur frí

Guðjón Þórólfsson hefur verið valinn í úrvalshóp FRÍ 15-22 ára. Opnar þetta mikla möguleika fyrir hann í framtíðinni. Innilega til hamingju með árangurinn Guðjón.

06.02.2008 15:41

Körfuboltamót á Hólmavík

Laugardaginn 9.febrúar næstkomandi verður körfuboltamót haldið í íþróttahúsinu á Hólmavík. Mun sameiginlegt lið Geislans og Kormáks keppa þar. Hvet ég alla sem hafa á því möguleika að mæta og hvetja krakkana okkar til dáða. Eru það 9.flokkur drengja sem keppir og hefst mótið klukkan 12:00 á laugardaginn.

02.02.2008 14:57

Guðjón í öðru

Guðjón Þórólfsson lenti í öðrusæti á Meistaramóti Íslands innanhúss. Hann stökk 1,83 sömu hæð og sigurvegarinn en í fleiri tilraunum. Er þessi hæð bæting upp á 8 cm en fyrir hafði Guðjón stokkið 1,75 innanhúss. HSS óskar Guðjóni innilega til hamingju með árangurinn.

02.02.2008 13:28

Svæðisfulltrúi Umfí hættir

Þau leiðu tíðindi hafa orðið að starf svæðisfulltrúa Vestfjarða hefur verið lagt niður. Var það Torfi Jóhannsson sem gegndi því starfi með sóma. HSS vill þakka Torfa fyrir góð kynni og þakkar honum góð störf.

02.02.2008 13:26

Keppandi á meistaramóti

Meistarmót Íslands 15-22 ára.
Nú um helgina er Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum haldið í Laugadalshöll. Á HSS einn keppenda en Guðjón Þórólfsson er að keppa þar í hástökki. Eins og flestir vita þá sigraði Guðjón í sínum flokki á Meistaramótinu í fyrra.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25