26.07.2007 17:11
Nú er barnamóti HSS lokið. Mikill vindur einkenndi mótið. En það tókst þó að mestu með ágætum. Aðeins færri keppendur voru nú en í fyrra en skráningafjöldi var þó svipaður. Búið er að setja úrslitin inn á fri.is undir linknum mótaforrit. Þeir sem tóku myndir mega senda okkur myndir til að setja hér inn á. Hægt er að senda myndir á stebbij@snerpa.is. Vill HSS þakka starfsmönnum mótsins fyrir þeirra störf og þeim Sauðfjárseturs mönnum fyrir liðlegheit.23.07.2007 20:46
Barnamót og Unglingalandsmót
Nú standa yfir skráningar á Barnamót HSS sem haldið verður á Sævangsvelli miðvikudaginn 25. júlí. Einnig stendur yfir skráning á Unglingalandsmót sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Hægt er að skrá sig til leiks hjá Kolbeini í síma 6923334 til þriðjudagsins 24. júlí.
23.07.2007 20:44
HSS eignast Íslandsmeistara í hástökki
Guðjón Þórólfsson sigraði í hástökki í flokki 14 ára drengja í Meistaramóti Íslands í Borgarnesi 15. júlí síðastliðinn. Stökk Guðjón yfir 1.75 metra sem var 19 cm. hærra en drengurinn í sæti númer 2.
23.07.2007 20:19
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS fór fram á Sævangsvelli 14. júlí 2007 í hinu venjulega Héraðsmótsveðri nema rigningarlaust. Mótið fór vel fram í alla staði og ágætis árangur náðist. Úrslit eru komin inn á fri.is
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 645
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 298983
Samtals gestir: 31905
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 07:24:18
