15.02.2017 18:47
Bikarmeistari í 9. fl.
14.02.2017 17:44
Pistill frá Siggu Drífu.
Þann 1. febrúar síðastliðinn hófst átakið Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og höfðar til allra aldurshópa. Forsaga Lífshlaupsins er sú að árið 2005 skipaði þáverandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfshóp til þess að fara yfir íþróttmál á Íslandi með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun íþróttastefnu Íslands í skýrslunni, Íþróttavæðum Ísland, auka þátttöku, breyttur lífsstíll (www.lifshlaupid.is).
Undanfarin ár hefur orðið töluverð vakning um lýðheilsu á meðal fólks á starfssvæði HSS. Nýting Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík hefur margfaldast sérstaklega á meðal fullorðinna einstaklinga. Fólk virðist vera farið að hugsa æ betur um heilsuna, það setur sér markmið allt að því ár fram í tímann um að taka þátt í viðburðum. Fyrirtæki og skólar á svæðinu etja kappi við að ná sem flestum tímum í ýmiskonar íþróttaviðburðum. Flestir sem rætt var við telja að heilsa sín sé betri með markvissri hreyfingu hvort sem farið er einu sinni í viku eða oftar og mismunandi greinar verða fyrir valinu. Í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eru í boði skipulagðar æfingar sem ungmennafélagið Geislinn heldur utan um en þar má nefna fótbolta, íþróttaskóla fyrir 6-10 ára, leikskólaíþróttir, frjálsar íþróttir, stöðvaþjálfun, körfubolta/handbolta, auk þess sem nýverið byrjaði leikfimi og er farið í teygjur, spennulosun og þol. Eldri iðkendur hafa verið duglegir að mæta í badminton, körfuboltaæfingar, sund og stunda líkamsrækt í Flosabóli sem er lyftingasvæði íþróttamiðstöðvarinnar. Hlaupahópurinn Margfætlurnar halda úti skipulögðum hlaupaæfingum og Skíðafélag Strandamanna verið með skipulagt starf innan sinna raða, má þar nefna línuskautaæfingar sem eru einu sinni í viku og hefur notið mikilla vinsælda á meðal barna. Gönguhópurinn Gunna fótalausa fer í sínar reglulegu hádegisgöngur á þriðjudögum sem eru einfaldar og stuttar göngur og henta öllum, vönum jafnt sem óvönum. Eldri borgarar hafa farið í gönguferðir í hverri viku þegar veður leyfir ásamt því að hittast í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á föstudögum og stunda boccia.
Á Drangsnesi er sundlaug með heitum pottum og smá líkamsræktaraðstaða sem fólk hefur verið duglegt að nota. Einnig hafa bæjarbúar sótt íþróttaviðburði á Hólmavík og æfingar hjá skíðafélaginu. Starfsfólk Grunnskólans á Drangsnesi er duglegt að safna tímum í Líflshlaupinu.
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir.
16.11.2016 22:33
Silfurleikar ÍR
14.11.2016 22:51
Samvestæfing í Hafnarfirði.
12.08.2016 23:39
Barnamót HSS.
12.08.2016 11:57
Sumarið
Polla og Pæjumót HSS. sem Haldið var um Hamingjudaga. þanngað mættu 28 Krakkar og 10 fullorðnir og áttu saman góða morgunstund í fótbolta.
Héraðsmót HSS var Haldið 25.Júlí á Sævangi í hefðbundu Héraðsmóts veðri þátttakan var heldur með slakari kannti en tel ég að þeir sem mættu hafi átt ánægulega stund.
hér eru tímar,lengdir og úrslit.
http://thor.fri.is/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000061
Unglingalandsmót UMFÍ var haldið Borganesi þetta árið og létu strandamenn og konur sig ekki vanta þangað. 9 Keppendur kepptu undir merki HSS í frjálsum,körfubolta og Knattspyrnu.
margir bættu sín persónulegu met og 2 komumst á verðlaunapall.
En umfram allt skemmtu sér allir vel.

Framkvæmdastjóri lætur af störfum eftir þennan pistil og vill þakka Hólmvíkingu og sveitungum öllum kærlega fyrir góðar móttökur og samvinnu síðas liðið ár.
með ósku um velfarnað á komandi ári.
-Elísabet Kristmundsdóttir
15.07.2016 09:51
Skráning Á ULM 2016
Fyrir 11-18.ára
Þátttökugjaldið á mótið er 7000kr. og mun HSS greiða niður gjaldið um 3000kr.
Skráningar skal senda á netfangið framkvhss@mail.com fyrir föstudagskvöldið 22.júlí
eftir það greiðir HSS ekki niður keppnisgjald viðkomandi.
Við skráningu þarf að koma fram:
Nafn keppanda
kennitala keppanda
Það þarf að koma skýrt fram keppisgreinar og ef þær eru fleiri en ein þarf að forgangsraða greinum ef þær skildu rekast á í mótshaldinu.
Einnig þarf að koma fram Nafn og símanúmer foreldra eða ábyrðarmanns.
nánara um mótið má sjá á umfi.is.
Keppnisgreinar
Frjálsar íþróttir
Glíma
Golf
Hestaíþróttir
Fjallahjólreiðar
Knattspyrna
Körfubolti
Motocross
Ólympískar lyftingar
Skák
Skotfimi
Stafsetning
Sund
Upplestur
13.07.2016 09:31
Unglingalandsmót-upplýsingar frá Umfi
Unglingalandsmót UMFÍ 28.júlí- 31.júli.
Upplýsingar til forráðamanna vegna Unglingalandsmóts UMFÍ Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er landssamband ungmennafélaga í landinu. UMFÍ var stofnað árið 1907 og hefur starfað allar götur síðan. Verkefni UMFÍ hafa verið fjölmörg í gegnum tíðina og á síðustu árum hafa Unglingalandsmótin verið stærstu verkefni hreyfingarinnar.
Unglingalandsmót eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en á þessu ári verður mótið haldið í Borgarnesi.
Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11 - 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Allir geta tekið þátt. Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum. Einnig er mikið lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika að taka þátt í íþróttakeppni mótsins.
Þátttökugjald er kr.7.000.- og er best að greiða það við skráningu. Lokað er fyrir skráningu um miðnætti sunnudagsins 24. júlí. Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur.
Í nokkrar hópíþróttagreinar geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að hafa ekkert sérstakt lið á bak við sig. Við sjáum um að koma viðkomandi í lið eða búum til lið þannig að allir geti keppt. Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins. Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir og á það ekki síst við um neyslu áfengis.
Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu en fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr. 3.500.- fyrir alla helgina. Unglingalandsmót UMFÍ hafa notið mikillar hylli og viðurkenningar og eftir þeim hefur verið tekið jafnt á Íslandi sem erlendis. Við leggjum áherslu á að allir fái að njóta sín og taka þátt á sínum forsendum.
Við leggjum áherslu á að jafnrétti sé í hávegum haft og strákar og stelpur hafi jafnan aðgang að allri dagskrá mótsins.
Dagskrá
Unglingalandsmóts UMFÍ 2016
Fimmtudagur 28. júlí
08:00 - 14:00 Golf Golfvöllur Hamars
12:00 - 21:00 Karfa Íþróttahús
Föstudagur 29. júlí
08:00 - 14:00 Golf Golfvöllur Hamars
08:00 - 20:00 Karfa Íþróttahús
08:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
10:00 - 12:30 Fjallahjólreiðar Hvanneyri
10:00 - 15:00 Hestaíþróttir (forkeppni) Hestamannasvæði Hmf. Skugga
13:30 - 18:00 Frjálsar Skallagrímsvöllur
20:00 - 21:00 Mótssetning Skallagrímsvöllur
Laugardagur 30. júlí
08:00 - 20:00 Karfa Íþróttahús
08:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
09:00 - 13:00 Sund Sundlaug
09:00 - 18:00 Ólympískar lyftingar Hjálmaklettur (viktun kl. 9 keppni kl.11)
10:00 - 14:00 Hestaíþróttir (úrslit) Hestamannasvæði Hmf. Skugga
10:00 - 15:00 Skotfimi Skotæfingasvæði SkotVest í Brákarey
10:30 - 12:00 Stafsetning Brákarhlíð
11:00 -16:30 Motocross Motocrosssvæðið á Akranesi
12:30 -19:00 Frjálsar Skallagrímsvelli
13:00 - 14:30 Upplestur Brákarhlíð
16:00- 18:30 Skák Brákarhlíð
Sunnudagur 31. júlí
8:00 - 16:30 Karfa Íþróttahús
8:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
9:00 - 13:00 Sund Sundlaugin
12:30 - 18:00 Frjálsar Skallagrímsvöllur
13:00 - 16:00 Glíma Skallagrímsgarði
Mbk
Ungmennfélag Ísland.
Upplýsingar frá HSS varðandi skráningu og fleira er væntanlegt von bráðar.
09.07.2016 17:29
Héraðsmót frestað.
05.07.2016 21:17
Héraðsmót
Héraðsmót HSS í frjálsum.
Á Sævangsvelli sunnudaginn 10. júlí.
Mótið hefst kl. 11:00.
Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!
Keppisgreinar eru eftirfarandi:
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
30 ára og eld. Konur, 35 ára og eld. karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skránig í síðasta lagi kl. 12 laugardaginn 9. júlí.
Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is eða Elísabet Kristmundsd framkvhss@mail.com.
Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.
04.07.2016 16:00
Polla og pæjumót HSS
als mættu 27 börn á aldrinum 6-15 ára og spiluðu knattspyrnu.
veðrið lék við okkur og skemmyu allir sér vel.
þökkum öllum fyrir komuna.

- Héraðsamband Strandamana
27.06.2016 11:40
Polla og pæjumót
Polla- og pæjumót HSS.
Sunnudaginn 3.júli kl 11:00 verðu haldið fótboltamót á Skeljavíkurgrundum
fyrir alla frá 6 ára til 99ára (og eldri).
Skráning og skipt í lið á staðnum. Hvetjum alla til að mæta.
04.06.2016 12:59
Frjálsíþóttaæfing í Búðardal.
27.05.2016 12:04
Úrslit, Hólmadrangshlaup
Rósmundur Númason 30,53 -
Klemenz Sæmundsson 43,16 -
Kolbrún Þorsteinsdóttir 58,18 -
Sævar Eðvald Jónsson 1,07,28
þökkum öllum fyrir gott hlaup.