24.05.2016 13:02

Hólmadrangshlaupið

Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn 26. maí á Hólmavík.  Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.   Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km.  Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins.  Skráning fer fram á staðnum.

 

                  Héraðssamband Strandamanna.

19.05.2016 13:55

Landsmòt 50+

Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Ísafirði dagana 10.-12. júní.

 

Þú getur skráð þig hér á vef UMFÍ.

 

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í þeim fjölmörgu hefðbundnu og óhefðbundu keppnisgreinum sem verða á mótinu, hvort sem þeir eru í Ungmennafélagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald sem er 4.500 krónur og öðlast þeir við það þátttökurétt í öllum keppnisgreinum mótsins.

 

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

 

Á meðal hefðbundinna greina á landsmótinu á Ísafirði eru skák og sívinsælar greinar á borð við pútt, bridge og boccia. Þeir sem vilja reyna sig í óhefðbundnum greinum geta keppt í pönnukökubakstri, sem er orðinn fastur liður á landsmótunum. En nú bætist líka við æsispennandi og framandi greinar á borð við netabætingu og línubeitningu.

Á meðal annarra greina eru þríþraut, kajak, sund og strandblak, karfa, golf, frjálsar, bogfimi, skotfimi og badminton. Svo má auðvitað ekki gleyma stígvélakastinu!

 

Skoðaðu dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ á vef UMFÍ. Þar finnur þú áreiðanlega þína uppáhaldsgrein.

04.05.2016 09:34

Erindi fyrir ársþing. Sameiningar og styrking innra starfs

Tröllatungu 3.mai 2016

Erindi flutt á Ársþingi HSS 4. maí 2016

Efni: Sameiningar og styrking innra starfs

 

 

Ég undirritaður lofa því og legg við drengskap minn, að meðan ég er í þessu fjelagi, skal ég vinna með alhug að heill þessa fjelags, framförum sjálfs míns, andlega og líkamlega, og að velferð og sóma þjóðar minnar í öllu því sem þjóðlegt er, gott og gagnlegt.

       Lögum og fyrir skipunum fjelagsins vil ég í öllu hlýða, og leggja fram krafta mína til allra þeirra starfa, sem mér kann að verða falið að leisa af hendi fyrir fjelagið (Skuldbinndingaskrá Málfluttningfélagsins ,,Hvöt").

 

Svo hljóða fyrstu skrif í fundargerðarbók Málflutningfélagsins Hvatar, síðar Ungmennafélagið Hvöt, þann 20. mars árið 1920. Félagið var stofnað að Heydalsá og er enn til, 96 árum síðar. Þeir sem gengu í félagið voru skuldbundnir til að vinna að heilindum fyrir sig og félagið, það hefur ekki breyst. Á undanförnum árum hefur íbúum hins vegar fækkað mikið og er starfsemi Umf. Hvatar orðin að engu.

            Félgasheimilið Sævangur var mikið til byggt af sjálfboðaliðum árið 1957 og var einnig gerður góður íþróttavöllur sem átti eftir að gera mikið fyrir sveitina. Þar voru haldnar æfingar og keppnir í frjálsum íþróttum og fótbolta á sumrin og ýmislegt brallað á veturna. Komu yfirleitt flestir sveitungar og gestir þeirra og áttu glaðan dag saman.  Í dag er húsið starfsstöð Sauðfjárseturs á Ströndum og er gott að vita til þess að húsið hafi notagildi þótt tímarnir hafi breyst.

            Snjallsímar, tölvur, sjónvörp og ipadar eru góður félagsskapur. Ég velti þó fyrir mér hvaða afleiðingar mikil notkun þessara tækja muni hafa á heilsufar manna og félagsleg samskipti. Forvarnarstarf íþróttahreyfingarinnar verður því enn mikilvægara en áður og hér þarf HSS að beita sér. Hvers kyns hreyfing er góð fyrir heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Börn sem eru meðalíþróttafólk, afreksbörn og svo börnin sem hafa takmarkaða hreyfi- eða félagsgetu þurfa öll á öflugu íþróttastarfi að halda. ,,Að vera með" er mikilvægt fyrir öll börn, ekki síst til að varnast því að tölvan gleypi þau. Hér þarf að endurvekja gamla ungmennafélagsandann og tryggja að allir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi að öflugu íþróttastarfi og umbun og hvatningu við hæfi.

            Ég hef velt mikið fyrir mér sameiningum félaga og möguleikanum á að þjappa starfinu meira saman. Í stað þess að við störfum hvert í sýnu horni þurfum við að vinna þetta sem ein heild, sama hvort um er að ræða Drangsnesing, Hólmvíking eða Tungusveitung. Því langar mig að leggja það til að starfi HSS verði breytt þannig að tryggja megi aukið samstarf. Tillagan felur í sér að sameina íþróttafélögin og deildarskipuleggja starfið. Þannig myndi starfa skíðadeild, golfdeild, fótboltadeild, sunddeild, frjálsíþróttadeild o.s.frv. Formaður hverrar deildar bæri ábyrgð á upplýsingaflæði, samskiptum við viðkomandi íþróttabandalag og þess háttar. Hlutverk formanns HSS væri því frekar fólgið í því að stiðja við deildirnar í sínu starfi og að vera sá leiðbeinandi sem við þurfum og getum leitað til með spurningar.

            Hér með fer ég þess á leit að ársþing HSS taki afstöðu til þess að sameina þau íþróttafélög sem heyra undir héraðssambandið og deildarskipuleggi starfið.

 

Virðingarfyllst,

Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, formaður umf. Hvatar

02.05.2016 11:25

Ársþing 2016

Ársþing HSS árið 2016 verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 4. maí kl. 19:30

Dagskrá þingsins:

1. Þingsetning

2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara

3. Skipun kjörbréfanefndar

4. Skýrsla stjórnar

5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6. Skýrsla framkvæmdastjóra

7. Kosning nefnda þingsins

      a. Uppstillingarnefnd

      b. Fjárhagsnefnd

      c. Íþróttanefnd

      d. Allsherjar og laganefnd

8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

9. Nefndarstörf

10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

11. Kosningar

       a. Stjórn og varastjórn

       b. Tveir endurskoðendur og tveir til vara.

       c. Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.

12. Önnur mál
                a. Tilaga frá Hvöt um sameiningu aðildarfélaga.

13. Þingslit

 

Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

                Stjórnin.

Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.

 

Fulltrúafjöldi aðildarfélaga árið 2016 er eftirfarandi:

Umf. Geislinn.......................... 18

Skíðafélag Strandamanna..........7

Umf. Neisti............................... 7

Umf. Hvöt..............................   5

Umf. Leifur Heppni....................5

Sundfélagið Grettir................... 5

Golfklúbbur Hólmavíkur.............. 3

25.04.2016 08:44

Andrésar Andraleikarnir

Skíðafélag Strandamanna fór um helgina á Andrésar Andraleikana á Akureyri og stóðu okkar krakkar sig frábærlega . 

Úrslit fimmtudagur

Drengir 6-7 ára 1,0 km H
1  Stefán Þór Birkisson 2008 SFS 05:22
2  Hermann Alexander Hákonarson 2009 SFÍ 05:31
3  Þorri Ingólfsson 2009 Ullur 05:33
4  Aron Freyr Gautason 2009 SKA 06:41
af 7 keppendum.

Stúlkur 7 ára 1,0 km H
1 Svava Rós Kristófersdóttir 2008 SÓ 05:33
2 Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir 2008 SFS 05:49
3 Soffía Rún Pálsdóttir 2008 SFÍ 06:22
4 Steinunn Sóllilja Dagsdóttir 2008 Dalvík 07:48 
af 7 keppendum.

Stúlkur 8 ára 1,0 km H
1 Árný Helga Birkisdóttir 2007 SFS 05:01
2 Karen Helga Rúnarsdóttir 2007 SÓ 05:39
3 Arna Dögg Hjörvarsdóttir 2007 SKA 05:50
4 María Kristín Ólafsdóttir 2007 Ullur 06:02
af 9 keppendum.

Stúlkur 9 ára 1,5 km H
1 Unnur Guðfinna Daníelsdóttir 2006 SFÍ 06:27
2 Sara Rún Sævarsdóttir 2006 SKA 06:46
3 Elma Katrín Steingrímsdóttir 2006 SFÍ 07:44
4 Þórey Dögg Ragnarsdóttir 2006 SFS 08:04
5 Elísa Rún Vilbergsdóttir 2006 SFS 08:26
6 Jórunn Inga Sigurgeirsdóttir 2006 SFÍ 08:42
7 Sigríður Dóra Guðmundsdóttir 2006 Ullur 09:15
8 Ólöf Katrín Reynisdóttir 2006 SFS 10:59 

Drengir 10-11 ára 2 km H
1 Ævar Freyr Valbjörnsson 2004 SKA 07:12
2 Ástmar Helgi Kristinsson 2005 SFÍ 07:17
3 Jón Frímann Kjartansson 2005 SÓ 07:38
4  Unnsteinn Sturluson 2005 SÓ 07:57
5 Jón Haukur Vignisson 2005 SFS 08:28
6 Valur Örn Ellertsson 2004 SKA 09:06
af 11 keppendum.

Stúlkur 10-11 ára 2 km H
1 Lilja Borg Jóhannsdóttir 2004 SFÍ 07:54
2  Hrefna Dís Pálsdóttir 2004 SFÍ 08:17
3 Jóhanna María Gunnarsdóttir 2005 SKA 08:44
4 Arndís Magnúsdóttir 2004 SFÍ 08:47
5 Halla María Ólafsdóttir 2004 SFÍ 09:45
6 Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir 2004 SFS 10:29
7 Eva Rakel Óskarsdóttir 2004 Ullur 10:56 
af 1 keppendu

Drengir 12-13 ára 3 km H skiptiganga
1 Friðrik Heiðar Vignisson 2003 SFS 09:23
2 Hilmar Tryggvi Kristjánsson 2003 SFS 09:24 
af 7 keppendum.

Drengir 14-15 ára 4 km H skiptiganga
1 Hrannar Snær Magnússon 2001 SÓ 11:29
2 Egill Bjarni Gíslason 2001 SKA 11:32
3 Arnar Ólafsson 2000 SKA 11:57
4 Jakob Daníelsson 2001 SFÍ 13:18
5 Stefán Snær Ragnarsson 2001 SFS 14:20


Úrslit föstudagur

Drengir 6-7 ára 1,0 km F
1 Stefán Þór Birkisson 2008 SFS 05:03
2 Þorri Ingólfsson 2009 Ullur 05:50 
af 7 keppendum.

Stúlkur 7 ára 1,0 km F
1 Svava Rós Kristófersdóttir 2008 SÓ 05:12
2 Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir 2008 SFS 05:57 
af 7 keppendum.

Stúlkur 8 ára 1,0 km F
1 Árný Helga Birkisdóttir 2007 SFS 04:37
2 María Kristín Ólafsdóttir 2007 Ullur 05:01 
af 9 keppendum.

Stúlkur 9 ára 1,5 km F
1 Unnur Guðfinna Daníelsdóttir 2006 SFÍ 05:09
2 Sara Rún Sævarsdóttir 2006 SKA 05:40
3 Elma Katrín Steingrímsdóttir 2006 SFÍ 06:37
4 Þórey Dögg Ragnarsdóttir 2006 SFS 06:58
5 Elísa Rún Vilbergsdóttir 2006 SFS 07:28
6 Sigríður Dóra Guðmundsdóttir 2006 Ullur 08:02
7 Jórunn Inga Sigurgeirsdóttir 2006 SFÍ 08:48
8 Ólöf Katrín Reynisdóttir 2006 SFS 09:41

Drengir 10-11 ára 2 km F
1 Ævar Freyr Valbjörnsson 2004 SKA 05:56
2 Ástmar Helgi Kristinsson 2005 SFÍ 06:30
3 Jón Frímann Kjartansson 2005 SÓ 06:52
4 Jón Haukur Vignisson 2005 SFS 07:21
af 12 keppendum.

Stúlkur 10-11 ára 2 km F
1 Lilja Borg Jóhannsdóttir 2004 SFÍ 06:57
2 Hrefna Dís Pálsdóttir 2004 SFÍ 07:07
3 Jóhanna María Gunnarsdóttir 2005 SKA 07:22
4 Arndís Magnúsdóttir 2004 SFÍ 07:40
5 Birta María Vilhjálmsdóttir 2005 SKA 09:08
6 Elísabet Ásgerður Heimisdóttir 2005 SÓ 09:22
7 Halla María Ólafsdóttir 2004 SFÍ 09:52
8 Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir 2004 SFS 10:13
9 Eva Rakel Óskarsdóttir 2004 Ullur 10:53
10 Katla Luckas 2004 Ullur 11:31

Drengir 12-13 ára 2 km F skicross
1 Hilmar Tryggvi Kristjánsson 2003 SFS 08:40
2 Nikodem Júlíus Frach 2002 SFÍ 08:41
3 Friðrik Heiðar Vignisson 2003 SFS 08:50 
af 7 keppendum.

Drengir 14-15 ára 2 km F skicross
1 Egill Bjarni Gíslason 2001 SKA 07:01
2 Hrannar Snær Magnússon 2001 SÓ 07:03
3 Arnar Ólafsson 2000 SKA 07:42
4 Stefán Snær Ragnarsson 2001 SFS 09:50

Boðganga 9-11ára
Sveit  SFS var í 8 sæti af 10 liðum á tímanum 14:14. 
1 Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir 04:59
2 Þórey Dögg Ragnarsdóttir 05:29
3 Jón Haukur Vignisson 03:46 

Boðganga 12-15ára
Sveit SFS var í 4 sæti af 10 liðum á tímanum 14:54.
1 Friðrik Heiðar Vignisson 05:09
2 Stefán Snær Ragnarsson 05:11
3 Hilmar Tryggvi Kristjánsson 04:34

Óskum við öllum til hamingju með frábæran árangur.

25.03.2016 17:57

Úrslit frá borðtennismóti.

Borðtennismót HSS fór fram á Hólmavík 25. mars,  8 keppendur mættu til  leiks og urðu úrslit eftirfarandi:

1. Þorgils Gunnarsson 7 vinningar.
2.  Jón Jónsson 6 -
3. Vignir Pálsson 5 -
4. Gunnar Þorgilsson 4 -
5. Jón E. Halldórsson 3 -
6. Trausti Björnsson 2 -
7. Friðrik H. Vignirsson 1 -
8. Sævar E. Jónsson -

HSS þakkar öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót og óskar Þorgils til hamingju með sigurinn,  þess má geta að hann er einnig Íslandsmeistari í sínum aldursflokki 13 ára.

23.03.2016 22:36

Borðtennismót og Körfuboltamót.

Borðtennismót HSS verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á föstudaginn langa 25. mars kl. 13:00.  Þátttökugjald 780kr. greitt í afgreiðslu.   Skráning á staðnum.
Körfuboltamót HSS verður einnig í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á laugardaginn 26. mars kl. 13:00.  Þátttökugjald 780kr. greitt í afgreiðslu.   Skráning á staðnum.   Skipt í lið á staðnum,  allir að mæta og hafa gaman.

24.02.2016 22:29

Badmintonmót HSS 2016.

Baðmintonmót HSS verður laugardaginn 27. feb. í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, mótið hefst stundvíslega kl. 14:00.  Þátttökugjald í mótið er 780kr. og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.
Keppt er í 1 opnum flokki í tvíliðaleik, hægt er að skrá á staðnum en best er að senda skráningar á Elísabet framkvæmdastjóra HSS á netfangið framkvhss@mail.com
Mættum öll hress og kát.


21.02.2016 09:18

Skíðaferð

Skíðaferð til Braunlage í þýskalandi.

Þann 9.febrúar síðast liðinn. Fóru nokkrir félagar skíðafélags strandamanna í skíðaferð til Þýskalands. Flogið var til Berlínar og þaðan keyrt til Braunlage. 
Í ferðina fóru Ragnar Bragason og Stefán Snær Ragnarsson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson og Kristján Hólm Tryggvason, Jón Haukur og Friðrik Heiðar Vignissynir og Vignir Örn Pálsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson Og Rósmundur Númason.
Byrjað var að skipulegja ferðina í ágúst 2015.
Tilgangur ferðarinnar var að fara og æfa sig á gönguskíðum en einning var farið á skauta og svigskíði prufuð. 

"Það skemmtilegasta við ferðinina var að prufa að fara á svigskíði og fara í lest sagði Stefán Snær. það var ekkert öðruvísi að skíða í Þýskalandi heldur en hér heima nema hvað það er mikið af trjám í Þýskalandi. það var fyndið að sjá að nánast á slaginu klukkan 17:00 fóru allir þjóðverjar heim en á Íslandi er skíðað eins lengi og veður  og færð leyfa" (Stefán Snær)

þetta var 5 daga vel heppnuð ferð og komu allir sáttir heim. 


 (myndir Ragnar)

06.02.2016 21:10

Fréttir frá aðalfundi umf. Hvatar.

Aðalfundur umf. Hvöt í Tungusveit var í Sævangi í dag.  7 félagsmenn mættu á fundinn.  Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundinum.
"Aðalfundur umf. Hvatar haldinn í Sævangi 6. febrúar 2016 óskar eftir því að HSS hafi frumkvæði að viðræðum um mögulegar sameiningar ungmennafélaga á starfssvæði HSS."

Stjórn umf. Hvatar var endurkjörinn samhljóða,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir form.,  Ragnar Kristinn Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.


18.01.2016 10:40

Íþróttahátið

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 18. janúar klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni.   Nemendur skemmta sjálfum sér og gestum sínum í hreyfingu og leik.

D
agskrá

18:00 Innganga

18:05 3. og 4. bekkur - skólahreysti á móti foreldrum

18:20 1. og 2. bekkur - boðhlaup á móti foreldrum

18:30 1. og 2. bekkur - kasta í bolta í miðju

18:40 3. og 4. bekkur - brennó

18:50 Allir nemendur og foreldrar - skotbolti

19:00 5. - 7. bekkur - kíló

19:10 5. - 7. bekkur - brennó við foreldra

19:20 8. - 10. bekkur - dodgeball

19:30 8. - 10. bekkur - kínamúrinn á móti foreldrum

19:40 10. bekkur skorar á starfsmenn G.H. í Bandý

19:50 Val á íþróttamanni Strandabyggðar tilkynnt

A.T.H. Tímasetningar eru einungis til viðmiðunar og geta breyst án fyrirvara.

kvetjum fólk til að mæta og hafa gaman saman.



20.12.2015 22:30

Firmamót Geislans og HSS

Fyrirtækjamót Geislans og HSS í knattspyrnu mun fara fram 27.des. Kl 12: 00 (ef næg þátttaka fæst) þar sem fyrirtæki, hópar eða E.t.v sveitabæjir etja kappi í knattspyrnu.
Keppt verður eftir reglum KSÍ um innanhússknattspyrnu og Futsal. Öllum er frjálst að keppa en ætlast er til að liðið hafi tengingu til þess sem keppt er fyrir.  Skráningar gjald er 3000kr fyrir lið. Mælt er með að liðið mæti í einkennisbúningum/keppnisbúning.
Skráning og nánari upplýsingar á framkvhss@mail.com eða í síma 659-6229 fyrir 26.des. 
Fjölmennum og hreyfum okkur saman eftir jólamatinn. 


11.12.2015 15:17

Góður gestur.

10.12.2015 fékk knattspyrnudeild Geislans góða heimsókn. Halldór Björnsson frá KSÍ kom var með æfingar fyrir krakkana og hélt fyrirlestur fyrir börn og foreldra um hvað þarf til að ná langt í knattspyrnu. Krakkarnir voru mjög sáttir og áhugasamir með heimsóknina og sá èg ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Í lokin gaf hann krökkunum plaköt og dvd disk. Þökkum við KSÍ og Halldóri fyrir komuna. 
Í gær 

01.12.2015 14:59

Ádöfini.

Mikið hefur verið í gangi hjá Geisla krökkunum.

Stór Hópur fór á Silfurleika ÍR sem haldnir voru í Reykjavík laugardaginn 28.nóvember.
krakkarnir stóðu sig mjög vel en um gríðarlegar sterkt mót er að ræða.

Sömuhelgi fór Taekwondo deildin á mót á Selfossi og eftir því sem ég best veit gekk vel þar og komust nokkrir keppendur á verðlaunapall.

Árný Helga með appelsínugultbelti.

 Við meigum vera stolt af unga íþróttafólkinu okkar.
það væri gaman að fá sendar fleiri myndir frá báðum mótunum og einnig ef fólk hefur einhverjar íþróttafréttir væri gaman að fá þær sendar. framkvhss@mail.com
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25