16.11.2015 09:03

Silfurleikar ÍR.

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu Haustleika ÍR í flokkum 16 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember n.k.  Mótið er nefnt SILFURLEIKAR til að minnast afreks ÍR-ingsins Vilhjálms Einarssonar sem vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu í 1956. Silfurleikar ÍR er opið mót sem hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár. Þátttakendur í fyrra voru 620 sem var metþátttaka.

Keppnisgreinar og keppnisflokkar:
8 ára
Þrautabraut - liðakeppni; 
9-10 ára
60m, langstökk, kúla, 600m
11og 12 ára
60m, þrístökk, hástökk, kúla, 800m
13-14 ára
60m, 60m grindahlaup, 200m, 800m, þrístökk, hástökk, kúla,
15-16 ára
60m, 60m grindahlaup, 200m, 800m, þrístökk, hástökk, kúla,

Hrefna Guðmunds og Elísabet K taka við skráningum.
framkvhss@mail.com og á facebook.
Skráningar berist eigi síðar en þriðjudagskvöldið 17. nóvember.
nánari upplýsingar á
 http://www.fri.is/frettir/2009/11/03/silfurleikar_ir

08.11.2015 19:16

Gaflarinn

Frjálsíþróttamótið Gaflarinn var haldið í Kaplakrika 7.nóvember sl. Sex keppendur voru skráðir frá HSS.
Jón Haukur Vignisson tók þátt í 60m hlaupi og skutlukasti Sævar Eðvald Jónsson tók þátt í 60m hlaupi, langstökki og skutlukasti. Júlíana Steinunn Sverrirsdóttir tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Róbart Máni Newton tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Viktor Elmar Gautason tók þátt í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki. Friðrik Heiðar Vignisson tók þátt í 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Einnig kepptu Viktor, Róbert, Sævar og Friðrik í boðhlaupi og náðu þeir öðru sæti.


Öll úrslit mótsins má sjá hér: http://46.149.29.198/motfri/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=GAFL15I

Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði og er gaman að geta þess að sumir krakkarnir bættu sig umtalsvert.

05.11.2015 08:36

Nýr framkvæmdastjóri HSS.

                Góðan daginn, gott fólk.

                Stjórn HSS hefur gert samkomulag við Elísabet Kristín Kristmundsdóttir um að taka að sér starf framkvæmdastjóra HSS.   Elísabet hóf störf nú í lok október og munu gegna því til 15. Ágúst 2016 að minnsta kosti.  Elísabet tekur við því starfi sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar gegndi áður samkvæmt sérstöku samningi milli HSS og Strandabyggðar sem rann út um áramótin 2014 og 2015.   Elísabet starfar einnig sem stuðningsfullrúi við  grunnskólann á Hólmavík og er einnig þjálfari hjá umf. Geislanum á Hólmavík sem býður uppá knattspyrnu, frjálsar, körfubolta og íþróttaskóla fyrir 1. - 4. Bekk.
                Við hjá HSS bjóðum Elísabet hjartanlega velkomna til starfa og viljum biðja aðila hjá UMFÍ og ÍSÍ að bæta netfangi Elísabetar á sína lista sem er framkvhss@mail.com og hætta að senda tölvupósta sem tilheyra HSS á tomstundafulltrui@strandabyggd.is,  síminn hjá Elísabetu er 6596229.   Elísabet mun hafa umsjón með heimsíðu HSS og kynna sig þar á næstu dögum, hss.123.is.



22.09.2015 13:46

Úrslit í Barnamóti HSS.

24 krakkar tóku þátt í Barnamóti HSS í frjálsum á Drangsnesi þann 18. ágúst s.l. í umsjón umf. Neista.  Úrslit frá mótinu eru komin inná frí-vefin undir mót - mótaforrit (gamla).  Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og HSS þakkar umf. Neistanum fyrir mótshaldið og Fiskvinnslunni Drangi fyrir veitar veiting fyrir keppendur og gesti mótsins.

14.09.2015 10:07

Körfuboltafrétt.

KFÍ og Strandamenn í samstarf

Myndarlegur hópur körfuboltastráka en hópurinn er í reynd enn stærri en nokkrir voru forfallaðir á sunnudagsæfingunni.
Myndarlegur hópur körfuboltastráka en hópurinn er í reynd enn stærri en nokkrir voru forfallaðir á sunnudagsæfingunni.

Yngri flokkar KFÍ og Héraðssamband Strandamanna munu sameina krafta sína í vetur í tveimur aldurshópum drengja, 10. flokki og 8. flokki. Að minnsta kosti fjórir Strandamenn keppa með flokkunum á Íslandsmótum vetrarins, tveir í hvorum aldurshópi. Samtals telur hópurinn hátt í 20 stráka.

 

Blásið var til sameiginlegra æfinga beggja flokka nú um helgina og var æft á Torfnesi bæði laugardag og sunnudag en þjálfarar drengjanna eru Nebojsa Knezevic og Hákon Ari Halldórsson, Einnig aðstoðaði Nökkvi Harðarson við æfingar helgarinnar en hann þjálfar einmitt stóran hóp 7. flokks stúlkna KFÍ.

 

Öllum sem stóðu að æfingum helgarinnar bar saman um að vel hefði tekist til. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir  mikils af samstarfinu við Strandamenn og lofar helgin góðu í þeim efnum. Það voru Körfuboltabúðir KFÍ í vor sem kveiktu þá hugmynd að láta strákana keppa saman í vetur en þrír af þeim sem nú eru gegnir til liðs við KFÍ tóku einmitt þátt í þeim búðum.

Stefán Snær Ragnarsson og Andri Smári Hilmarsson verða með 10. flokki KFÍ í vetur og Friðrik Heiðar Vignisson og Halldór Víkingur Guðbrandsson verða með 8. flokki KFÍ í vetur. Strákarnir eru mjög áhugasamir um þetta verkefni og bíða spenntir eftir 1. keppnishelginni í október.

 Vignir Pálsson fór með strákana á Ísafjörð um helgina þar sem teknar voru tvær æfingar með Ísfirðingunum. Á laugardaginn kl. 16- 18 og á sunnudaginn kl. 9 - 12. Strákarnir fóru á Hamraborg í pitsuhlaðborð eftir laugardagsæfinguna. Síðan skemmtu strákarnir sér saman með Ísfirðingunum í kjallaranum í Miðtúninu hjá Birnu Lárusdóttur. Þar gistum við Strandamennirnir og þökkum við kærlega fyrir helgina og þær höfðinglegu móttökur sem við fengum hjá Birnu og Hallgrími.

07.08.2015 17:03

Barnamót HSS á Drangsnesi.


Ákveðið hefur verið að Barnamót HSS 12 ára og yngri í frjálsum fari fram á Drangsnesi þriðjudaginn 18. ágúst kl. 18:00.  Framkvæmd mótsins verður í samstarfi við umf. Neistan á Drangsnesi,  ath. að búið er að færa mótið til um eins viku miðað við upphaflegt plan í vor.


25.07.2015 20:52

Keppnisgreinar í frjálum á ULM - Akureyri.

Keppnisgreinar í frjálsum á ULM - Akureyri.

11 ára:                  60m   Grindarhlaup,       60m   Hlaup,   600m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk og skutukast.

                               4x100m boðhlaup.

 12 ára:                 60m   Grindarhlaup,  60m   Hlaup,  600m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp og spjótkast.

                               4x100m boðhlaup.

13  ára:                 60m   Grindarhlaup,  80m  Hlaup,  600m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

14 ára:                  80m   Grindarhlaup, 100m  Hlaup, 800m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

15 ára:                  80/100m   Grindarhlaup, 100m  Hlaup, 800m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

16 ára:                  100/110m   Grindarhlaup, 100m  Hlaup, 800m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

17 ára:                  100/110m   Grindarhlaup, 100m  Hlaup, 800m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

18 ára:                  100/110m   Grindarhlaup, 100m  Hlaup, 800m  Hlaup.

                               Langstökk,          Hástökk,              Kúluvarp,   spjótkast  og reipitog.

                               4x100m boðhlaup.

Reipitog 6 manna blönduðlið karla og kvenna, úrsláttarkeppni.


Minni á að skráningarfrestur rennur út á morgun sunnudag 26. júlí.  Sendið skráningar á vp@internet.is


21.07.2015 18:08

Skráning á ULM 2015.

HSS sendir sameiginlegt lið með USVH á ULM á Akureyri einsog undanfarin ár.  Þátttökugjaldið á mótið er 6000kr. og mun HSS greiða niður gjaldið um 3000kr. Skráningar skal senda á netfangið vp@internet.is.  Þar þarf að koma fram kt. keppenda og símanúmer og símanúmer foreldris eða ábyrðarmanns.  Einnig þarf að koma fram keppisgreinar og ef þær eru fleiri en ein þarf að forgangsraða greinum ef þær skildu rekast á í mótshaldinu.  HSS og USVH hafa verið með sameiginleg lið í knattspyrnu og körfubolta, ekki hafa verið lið í fleiri hópíþróttum.  Frekari upplýsingar um mótið má sjá á umfi.is.

Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 26. júlí.

16.07.2015 11:05

Samvestmót í Borgarnesi.

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til sumarmóts SamVest.Athugið breytingu á tíma og stað: mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi sunnudaginn 19. júlí og hefst kl. 11.00.


Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir og eftirfarandi flokkar (ATHUGIÐ breytta flokkaskiptingu og smávægilegar breytingar frá fyrstu auglýsingu), sjá hér:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup

9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup

11 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup

12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup

13 ára: 100 m hlaup, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup

14 ára: 100 m, 80 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup

15 ára: 100 m, grindahlaup (80 m hjá stelpum og 100 m kk), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m

16 ára og eldri: 100 m, grindahlaup (100 m hjá stelpum/konum, en 110 m hjá strákum/körlum), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m


Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

Skráningar berist í netfangið palli@hhf.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 17. júlí nk. 


Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning. 

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þau sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópinn á Facebook (með nafni og félagi). 


Fjölmennum á gott mót! 

02.07.2015 08:08

Héraðmót á Sævangi.

Héraðsmót HSS í frjálsum.

  Á Sævangsvelli sunnudaginn 5. júlí.

Mótið hefst kl. 13:00.

 

 

Keppisgreinar eru eftirfarandi: 

Stelpur og strákar 11 ára og yngri:  60m hlaup, langstökk og boltakast.

 Telpur og piltar 12 - 13 ára:  60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.

Meyjar og sveinar 14 - 15 ára:  100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
30 ára og eld. Konur, 35 ára og eld. karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag.  Skráningum skal skila í síðastalagi laugardaginn  4 . júlí kl. 13 : 00, inná mótaforrit FRÍ.  Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is
 

Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag.  Skráningum skal skila í síðastalagi laugardaginn  4 . júlí kl. 13 : 00, inná mótaforrit FRÍ.  Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is

 

Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.

 

 

Stjórn HSS

12.06.2015 15:19

Úrslit í Hólmadrangshlaupinu.

16 keppendur tóku þátt í Hólmadrangshlaupinu.  Hólmadrangur gaf þátttökuverðlaun og Vífilfell gaf öll keppendum orkudrykk að hlaupi loknu, við færum þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir það.
Félagar í Skíðafélagi Strandamanna sáu um framkvæmd hlaupsins.  Hér fyrir neðan koma tímarnir, þess skal getið hér að Kristinn Jón sem hljóp 10 km. er fæddur 2006, flott hlaup hjá honum og mörgum fleirum.

3 km.
Árný Helga Birkisdóttir 26,39 mín.
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir 26,40    -
Sunna Jónsdóttir 32,51    -
Stefán Birkisson 32,51    -
Sandra Jónsdóttir 33,19    -
Jóhanna Hreinsdóttir 33,19    -
Ingvar Þór Pétursson 41,40    -
Björk Ingvarsdóttir 41,50    -

5 km.
Jón Eðvald Halldórsson 33,10  mín.
Rósmundur Númason 33,10     -
Jón Haukur Vignisson 41,00     -
Stefán Snær Ragnarsson 41,50     -

10 km.
Birkir Þór Stefánsson 52,20  mín.
Ragnar K. Bragason 52,20    -
Kristinn Jón Karlsson 1:00,52    -
Ingvar Þór Pétursson 1:03,60    -

08.06.2015 20:24

Hólmadrangshlaup 2015.

Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn 11. Júní á Hólmavík.  Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.   Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km.  Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins.  Skráning fer fram á staðnum.

 

                  Héraðssamband Strandamanna.


02.06.2015 12:12

Hólmadrangshlaupi frestað.

Hólmadrangshlaupið sem vera átti núna 4. júni samkvæmt mótaskrá hefur verið frestað til 11. júni, nánari upplýsingar um hlaupið verða kynnt síðar.

25.05.2015 22:23

Golfnámskeið í Skeljavík.

Laugardaginn 6.júní verður haldið Golfnámskeið í Skeljavík. PGA golfkennari er væntanlegur og ætlar að vera hjá okkur með kennslu fyrir krakka og svo einnig kennslu fyrir fullorðna. Krakkarnir verða í litlum hópum (fer eftir skráningu) en fullorðnum er boðið upp á einkatíma (30mín). Þeir sem sækja einkatíma geta verið fleiri en einn í sama tímanum. Skráningar og nánari upplýsingar gefur Sverrir Guðm. 821-6326 eða sverrirgudm@gmail.com

11.05.2015 10:17

Myndir frá 68. ársþingi HSS

Myndasafn frá 68. ársþingi HSS sem fram fór Í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl síðastliðinn er komið inn undir hlekknum "Myndasöfn" hér að ofan. Jafnframt er að finna þar myndir frá Bridgemóti HSS í Árneshreppi þann 1 maí. Myndirnar eru teknar af Ingimundi Pálssyni.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25