16.11.2015 09:03
Silfurleikar ÍR.
framkvhss@mail.com og á facebook.
nánari upplýsingar á http://www.fri.is/frettir/2009/11/03/silfurleikar_ir
08.11.2015 19:16
Gaflarinn
Frjálsíþróttamótið Gaflarinn var haldið í Kaplakrika 7.nóvember sl. Sex keppendur voru skráðir frá HSS.
Jón Haukur Vignisson tók þátt í 60m hlaupi og skutlukasti Sævar Eðvald Jónsson tók þátt í 60m hlaupi, langstökki og skutlukasti. Júlíana Steinunn Sverrirsdóttir tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Róbart Máni Newton tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Viktor
Elmar Gautason tók þátt í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki. Friðrik Heiðar Vignisson tók þátt í 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Einnig kepptu Viktor, Róbert, Sævar og Friðrik í boðhlaupi og náðu þeir öðru sæti.
Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði og er gaman að geta þess að sumir krakkarnir bættu sig umtalsvert.
05.11.2015 08:36
Nýr framkvæmdastjóri HSS.
22.09.2015 13:46
Úrslit í Barnamóti HSS.
14.09.2015 10:07
Körfuboltafrétt.
KFÍ og Strandamenn í samstarf
Yngri flokkar KFÍ og Héraðssamband Strandamanna munu sameina krafta sína í vetur í tveimur aldurshópum drengja, 10. flokki og 8. flokki. Að minnsta kosti fjórir Strandamenn keppa með flokkunum á Íslandsmótum vetrarins, tveir í hvorum aldurshópi. Samtals telur hópurinn hátt í 20 stráka.
Blásið var til sameiginlegra æfinga beggja flokka nú um helgina og var æft á Torfnesi bæði laugardag og sunnudag en þjálfarar drengjanna eru Nebojsa Knezevic og Hákon Ari Halldórsson, Einnig aðstoðaði Nökkvi Harðarson við æfingar helgarinnar en hann þjálfar einmitt stóran hóp 7. flokks stúlkna KFÍ.
Öllum sem stóðu að æfingum helgarinnar bar saman um að vel hefði tekist til. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir mikils af samstarfinu við Strandamenn og lofar helgin góðu í þeim efnum. Það voru Körfuboltabúðir KFÍ í vor sem kveiktu þá hugmynd að láta strákana keppa saman í vetur en þrír af þeim sem nú eru gegnir til liðs við KFÍ tóku einmitt þátt í þeim búðum.
Stefán Snær Ragnarsson og Andri Smári Hilmarsson verða með 10. flokki KFÍ í vetur og Friðrik Heiðar Vignisson og Halldór Víkingur Guðbrandsson verða með 8. flokki KFÍ í vetur. Strákarnir eru mjög áhugasamir um þetta verkefni og bíða spenntir eftir 1. keppnishelginni í október.
Vignir Pálsson fór með strákana á Ísafjörð um helgina þar sem teknar voru tvær æfingar með Ísfirðingunum. Á laugardaginn kl. 16- 18 og á sunnudaginn kl. 9 - 12. Strákarnir fóru á Hamraborg í pitsuhlaðborð eftir laugardagsæfinguna. Síðan skemmtu strákarnir sér saman með Ísfirðingunum í kjallaranum í Miðtúninu hjá Birnu Lárusdóttur. Þar gistum við Strandamennirnir og þökkum við kærlega fyrir helgina og þær höfðinglegu móttökur sem við fengum hjá Birnu og Hallgrími.
07.08.2015 17:03
Barnamót HSS á Drangsnesi.
25.07.2015 20:52
Keppnisgreinar í frjálum á ULM - Akureyri.
Keppnisgreinar í frjálsum á ULM - Akureyri.
11 ára: 60m Grindarhlaup, 60m Hlaup, 600m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk og skutukast.
4x100m
boðhlaup.
12 ára: 60m Grindarhlaup, 60m
Hlaup, 600m Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp og spjótkast.
4x100m
boðhlaup.
13 ára: 60m Grindarhlaup, 80m
Hlaup, 600m Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp, spjótkast
og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
14 ára: 80m Grindarhlaup, 100m Hlaup, 800m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp,
spjótkast og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
15 ára: 80/100m Grindarhlaup, 100m Hlaup, 800m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp,
spjótkast og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
16 ára: 100/110m Grindarhlaup, 100m Hlaup, 800m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp,
spjótkast og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
17 ára: 100/110m Grindarhlaup, 100m Hlaup, 800m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp,
spjótkast og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
18 ára: 100/110m Grindarhlaup, 100m Hlaup, 800m
Hlaup.
Langstökk, Hástökk, Kúluvarp,
spjótkast og reipitog.
4x100m
boðhlaup.
Reipitog 6 manna blönduðlið karla og kvenna,
úrsláttarkeppni.
Minni á að skráningarfrestur rennur út á morgun sunnudag 26. júlí. Sendið skráningar á vp@internet.is
21.07.2015 18:08
Skráning á ULM 2015.
16.07.2015 11:05
Samvestmót í Borgarnesi.
Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til sumarmóts SamVest.Athugið breytingu á tíma og stað: mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi sunnudaginn 19. júlí og hefst kl. 11.00.
Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir og eftirfarandi flokkar (ATHUGIÐ breytta flokkaskiptingu og smávægilegar breytingar frá fyrstu auglýsingu), sjá hér:
8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup
9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup
11 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup
12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup
13 ára: 100 m hlaup, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup
14 ára: 100 m, 80 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup
15 ára: 100 m, grindahlaup (80 m hjá stelpum og 100 m kk), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
16 ára og eldri: 100 m, grindahlaup (100 m hjá stelpum/konum, en 110 m hjá strákum/körlum), langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.
Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.
Skráningar berist í netfangið palli@hhf.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 17. júlí nk.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þau sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópinn á Facebook (með nafni og félagi).
Fjölmennum á gott mót!
02.07.2015 08:08
Héraðmót á Sævangi.
Héraðsmót HSS í
frjálsum.
Á Sævangsvelli
sunnudaginn 5. júlí.
Mótið
hefst kl. 13:00.
Keppisgreinar eru eftirfarandi:
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
30 ára og eld. Konur, 35 ára og eld. karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðastalagi laugardaginn 4 . júlí kl. 13 : 00, inná mótaforrit FRÍ. Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.isForsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðastalagi laugardaginn 4 . júlí kl. 13 : 00, inná mótaforrit FRÍ. Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is
Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.
Stjórn HSS
12.06.2015 15:19
Úrslit í Hólmadrangshlaupinu.
08.06.2015 20:24
Hólmadrangshlaup 2015.
Hólmadrangshlaupið
verður haldið fimmtudaginn 11. Júní á Hólmavík.
Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á
Hólmavík. Hægt er að velja um þrjár
vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km. Allir
þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á
Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins.
Skráning fer fram á staðnum.
Héraðssamband
Strandamanna.