25.03.2015 13:17
Aðalfundur
07.03.2015 21:12
Úrslit í héraðsmóti á gönguskíðum
Krakkar 8 ára og yngri. 1 km. | |||||
Árný Helga Birkisdóttir | |||||
Elísa Vilbergsdóttir | |||||
Eva Lara Guðjónsdóttir Krysiak | |||||
Stefán Þór Birkisson | |||||
Kristinn Jón Karlsson | |||||
Elías Guðjónsson Krysiak | |||||
Guðmundur B. Þórólfsson | |||||
1. hringur | 2. hringur | ||||
Stelpur 10 ára, 2x2,5km. | |||||
Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir | 22,18 | 45,20 | |||
Strákar 11 - 9 ára, 2x2,5km. | |||||
Hilmar Tryggvi Kristjánsson | 11,19 | 21,42 | |||
Friðrik Heiðar Vignisson | 11,33 | 23,02 | |||
Jón Haukur Vignisson | 12,48 | Hætti. | |||
Konur 5km | |||||
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir | 23,15 | ||||
Karlar 35 - 49 ára 2x5km | |||||
Birkir Þór Stefánsson | 17,49 | 32,47 | |||
Vignir Örn Pálsson | 18,02 | 36,26 | |||
Guðjón Sigurgeirsson | 24,38 | ||||
Karlar 60 ára og eldri 2x5km | |||||
Rósmundur Númason | 18,23 | 38,01 |
06.03.2015 19:55
Héraðsmót á gönguskíðum.
03.03.2015 13:24
B-mótaröðin
19.02.2015 13:21
Gautaborgarleikar
Gautaborgarleikar
2015
Gautaborgarleikarnir verða að þessu sinni dagana 3.
- 5. júlí. Mótið er opið öllum 12 ára og eldri og keppt er í fjölmörgum
greinum. Almennt eru ekki lágmörk (krafa um lágmarksárangur), nema í
kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti.
SamVest stefnir að þátttöku í ár - í fyrsta skipti.
Við myndum fara saman sem hópur undir merkjum SamVest. Áætlað er að fara með
Úrval Útsýn sem býður ferðina fyrir 129.500 kr. á manninn. Innifalið í því er
flug, gisting, lestarmiði og aðgöngumiði í tívolíið. Flogið er út þann 2. júlí
og heim aftur 9. júlí með beinu flugi til Gautaborgar.
Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna farar
þjálfara og fararstjóra verði greiddur af keppendum og leggst það þá ofaná
þetta verð. Að öllum líkindum færu 1-2 þjálfarar og svo 1 fararstjóri á hverja
10 keppendur. Má því gróflega áætla að ofaná hvern keppanda bætist ca. 25.000
kr. Þetta þýðir að hvert samband þarf
ekki að skaffa þjálfara og fararstjóra, heldur sameinumst við um þá. Skráningargjald
á mótið sjálft er ca. 1500 kr. á mann. Auk þess þarf að leggja út fyrir fæði og
öðru tilfallandi.
Sam Vest stefnir að því að sjá um samskipti við
ferðaskrifstofuna, upplýsingar til félaga og skráningu á mótið sjálft.
Hinsvegar er það sett í hendur félaganna/héraðssambandanna að kynna þetta heima
fyrir, hver á sínu svæði og fá staðfestingu á þátttöku, auk þess að sjá um
fjáröflun fyrir ferðinni, eftir atvikum.
Þar sem við hjá SamVest erum að skipuleggja svona
ferð í fyrsta sinn, þá biðjum við ykkur um smá þolinmæði - og endilega að
hjálpa okkur með því að spyrja spurninga, eitthvað sem þið rekist á og þarf að fá
upplýsingar um. Líka er gagnlegt ef þið hafið tök á að forvitnast hjá öðrum félögum
sem hafa farið. Saman munum við læra á þetta - og komast að því hvað til þarf J
Lokafrestur til að skrá sig í ferðina er
fimmtudaginn 5. febrúar og þarf þá að senda nafn og kennitölu á netfangið hronn@vesturland.is en
auk þess má gjarnan skrá þátttakendur á sameiginlegt skjal sem hæg er að komast
inná hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1v9DNzHX4wIln7FXhuxgqvCVihlzdKXrllkPtPRQCt9c/edit?usp=sharing
Staðfestingargjald á hvern keppanda er 40.000 kr.
og þarf að greiða í framhaldi af skráningu, væntanlega í næstu viku. Eftir það
er ekki hægt að hætta við, en það væri hægt að skipta á nöfnum.
Hér fyrir neðan er tengill inn á frekari
upplýsingar um mótið sjálft, dagskrá, lágmörk í kastgreinum og fleira: http://www.vuspel.se/pdf/VUinvj15eng.pdf
Kv. Hrönn
Jónsdóttir
s. 8481426
23.01.2015 11:53
Samæfing SamVest
Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum
30.
janúar 2015 í Hafnarfirði
Kynning til iðkenda og
foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) boða til samæfingar í
frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í frjálsíþróttahöllinni
Kaplakrika, Hafnarfirði, föstud. 30.
jan. 2015 kl. 16.30.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Æfingin er fyrir 10 ára (árg. 2005) og eldri.
o Þátttakendum
verður aldursskipt í nokkra hópa á æfingunni.
·
Umsjón með æfingunni hefur einn af þjálfurum
á starfssvæði SamVest og gestaþjálfarar eru allir fastir þjálfarar hjá FH, þau:
o Eggert
Bogason, Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir
·
Nánari upplýsingar síðar um áherslur á
greinar. Ef einhverjir eru með sérstakar óskir þá endilega komið þeim á framfæri
við okkur á FB-síðu SamVest eða í netfangið hér fyrir neðan.
·
Eftir æfingu borðum við saman í nágrenninu. Við
höfum ekki ákveðið hvar - síðast fórum við á Kentucky!
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt
hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest, en matur eftir æfingu
greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.
Við þurfum að vita hverjir koma á
æfinguna og hverjir vilja vera með í mat. Endilega skráið sjálf
mætingu og aðrar upplýsingar inná þessari síðu - smellið hér - fyrir kl. 22.00
miðvikudaginn 28. janúar nk.
Frekari
upplýsingar á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að. Ábendingar og spurningar má senda til bjorg@alta.is
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega
fjölmennum og gerum þetta að góðri SamVest-æfingu!
Með frjálsíþróttakveðju,
Framkvæmdaráð
SamVest samstarfsins
15.01.2015 13:04
Skíðastarfið í vetur
Nú ræður vetur konungur ríkjum og skíðastarfið er komið á fullt.
Skíðaæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna í vetur verða sem hér segir:
Miðvikudagar kl. 17.30-18.30
Föstudagar kl. 17-18:30
Laugardagar kl. 17-18 Línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík
Sunnudagar kl. 13-14.30
Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram. Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga. Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592.
Skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna eru
gjaldfrjálsar og öllum opnar. Nýir
iðkendur eru sérstaklega velkomnir.
Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2015 ásamt mótum sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í:
24. janúar: Skíðafélagsmót H
31. janúar: Skíðafélagsmót F
7. febrúar: Héraðsmót skiptiganga H/F
14. febrúar: Bláfjallagangan Reykjavík
21. febrúar: Sprettganga H
28. febrúar: Strandagangan
14. mars: Skíðaskotfimi F
20.-22. mars: Skíðamót Íslands Dalvík/Ólafsfirði
28.-30. mars: UMÍ Reykjavík
3. apríl: Arionbankamót H
6. apríl: Sparisjóðsmót F
11. apríl: Orkugangan Húsavík
18. apríl: Boðganga
23.-25. apríl Andrésar-andarleikarnir Akureyri
2. maí Fossavatnsgangan Ísafirði
Aðrir viðburðir á vegum skíðafélagsins:
18. janúar: Vinaæfing (Bjóddu vini/vinkonu með á skíðaæfingu)
20. febrúar: Grímubúningaæfing (Í tengslum við öskudaginn)
1. mars: Skíðaleikjadagur (Í tengslum við Strandagönguna)
Einnig er stefnt að 2-3 fjallaferðum í vetur, dagsetningar á þeim taka mið af snjóalögum og veðurfari
fylgist vel með Skíðafélag Strandamanna á Facebook
28.12.2014 18:45
Körfuboltamót 2014.
KÖRFUBOLTAMÓT HSS.
2014
Körfuboltamót HSS verður haldið í
Íþróttahúsinu á Hólmavík n.k. þriðjudag
30. Des og hefst mótið kl. 18:00. Keppendur mæti stundvíslega. Keppendur skrá sig á staðnum. Allir aldurshópar eru hvattir til að
mæta. 3ja stigaskotkeppni verður og
stingerkeppni. Nánari upplýsinga veitir Ragnar Bragason í síma 8983592.
Við hvetjum sem flesta til að mæta og
vera með, og endilega takið góða skapið
með.
Stjórnin, og körfuboltaráð.
04.12.2014 11:43
Landsmót 50+
5.Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á
Blönduósi dagana 26.-28. júní 2015
Blönduós er
góður staður til að halda slíkt mót, góð íþróttamannvirki eru til staðar og
almenn þjónusta með ágætum.
Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi og í þéttbýlisstöðum þar í
kring.
Undirbúningur
er hafinn fyrir nokkru síðan og það er mikill metnaður í heimamönnum að gera
mótið sem allra best úr garði og lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum. Þetta mót verður svipað og þau fyrri en þó
verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun.
Fyrirhugaðar
keppnisgreinar:
Boccia, Bridds, Dráttarvélaakstur,
Frjálsíþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Judó, Lomber, Pútt einstaklingskeppni, Pútt
liðakeppni, Ringó, Skák, Skotfimi, Starfshlaup, Stígvélakast, Sund, Þríþraut
einstaklingskeppni.
Frekari
upplýsingar
04.12.2014 11:06
Vel heppnað fótboltamót
24.11.2014 14:32
Mögnuð þátttaka í æfingarbúðum SAM-Vest, 63 frjálsíþróttabörn

Mæting var klukkan 17:00 á föstudeginum 21. nóv og var byrjað á að koma sér fyrir og fara í æfingagallana en fyrsta æfingin var stýrð af Kristínu Höllu Haraldsdóttur yfirþjálfara en Kristín og Hlynur C. Guðmundsson þjálfari í Mosfellsbæ sáu um æfingarnar.
Farið var í sund báða dagana, fjörug kvöldvaka var haldin á föstudagskvöldinu og krakkarnir voru duglega að nýta sér frjálsan tíma til að kynnast betur.
Dagskrá og skipulagning voru til fyrirmyndar og gekk vonum framar, sérstaklega í ljósi þess að þátttaka fór fram úr björtustu vonum. Alls mættu 63 krakkar í æfingabúðirnar og börnin fóru heim með bros á vör og spurðu ítrekað hvenær næstu æfingabúðir yrðu haldnar.
Frá Ströndum fóru 9 börn í æfingabúðirnar sem er talsverð aukning en í vetur hafa verið milli 20 og 30 börn að æfa frjálsar frá 5 ára aldri til 15 ára. Stærsti hópurinn er 8 ára og yngri. Auk þess hafa 4 börn frá Reykhólum og 2 frá Drangsnesi komið á æfingar enda hefur veðurfar verið mjög gott það sem af er hausti.
Takk fyrir skemmtilega og gagnlega helgi sem og stuðningi allra sem að æfingarbúnunum komu.


24.11.2014 14:00
Fimm silfur HSS á Silfurleikum ÍR
Nítjándu Silfurleikar ÍR fóru fram laugardaginn 15. nóvember s.l. í laugardalshöllinni, en Silfurleikar ÍR eru til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni sem fékk silfur í þrístökki á ólímpíuleikunum 1956. Rúmlega 600 keppendur hófu keppni og átti frjálsíþróttahópur HSS 5 keppendur.
Sóldís Eva Baldursdóttir, Árný Helga Birkisdóttir og Stefán Þór Birkisson tóku þátt í fjölþraut 8 ára og yngri, sem er þrautabraut með 7 þrautum og stóðu þau sig einstaklega vel og fengu öll fyrir það silfurpening.
Viktor Elmar Gautason tók þátt í hástökki, 60 m hlaupi og 600 m hlaupi, gekk honum vonum framar en hann náði 2. sæti í 600 m hlaupi. Jamison Ólafur Johnson tók þátt í kúluvarpi, þrístökki og 800 m hlaupi og náði hann einnig 2. sæti í 800 m hlaupi.
Glæsilegur hópur.
21.11.2014 14:15
Afmælifundur HSS


17.11.2014 14:43
Fótboltamót HSS og Hólmadrangs
og Hólmadrangs
Innanhúsmót í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 23. nóvember. Mótið hefst
kl. 11:00.
Keppt verður í flokkum: 11 ára og yngri (6. bekkur og yngri), 12-14 ára (7.-9.
bekkur), 15-18 ára (10.bekkur-18 ára).
Þátttökugjald er kr. 2.200
á hvern leikmann. Innifalið eru pizzur frá Cafe Riis og
þátttökuverðlaun fyrir keppendur.
Félagsmiðstöðin Ozon mun selja veitingar á staðnum.
Þátttakendur skrái sig hjá sínum þjálfurum, sem senda skráningar á
netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Einstaklingar geta einnig skráð sig með
sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum.
Skráningu
lýkur miðvikudaginn 19. nóvember.
Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN
(Dalir og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir ásamt krökkum á
félagssvæði HSS.