17.11.2014 09:41

Styrkur til þátttöku í æfingabúðum


HSS styrkir þátttakendur í æfingabúðum Samvest

HSS hefur tekið ákvörðun um að styrkja þá einstaklinga sem ætla sér að taka þátt í æfingabúðum Samvest sem fara fram á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember. 

Um er að ræða æfingabúðir í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri. Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að koma sér á staðinn - eða að héraðssamböndin skipuleggi ferðir.

Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum. HSS mun borga helminginn af þessari umferð sem þýðir að aðeins þarf að greiða 1.250 kr. á hvern þátttakanda og þá er allt innifalið.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 19. nóvember. Það er hægt að skrá á Facebook-síðu Samvest eða hjá Arnari Eysteinssyni hjá UDN á netfangið arnare68@gmail.com sími 893-9528.

14.11.2014 18:21

70 ára afmæli HSS

HSS 70 ára

Héraðssamband Strandamanna fagnar 70 ára afmæli sínu 19. Nóvember næstkomandi.

 

Að því tilefni er aðildarfélögum, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum ÍSÍ og UMFÍ og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman.

Tímamót sem þessi eru kjörið tækifæri til að líta yfir farinn veg, læra af því sem liðið er og setja stefnuna fyrir komandi kynslóðir.

Fundurinn verður léttur og skemmtilegur og lögð verður áhersla samheldni og skapandi hugmyndavinnu og markmiðssetningu Héraðssambandsins. Tilgangurinn er að þétta raðir áhugafólks um íþróttastarf á Ströndum, skapa samstarfsvettvang og deila hugmyndum að því hvernig gera megi gott starf enn betra.

 

Fundurinn hefst kl. 19:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og HSS býður þátttakendum fundarins upp á súpu framreidda af Skíðafélagi Strandamanna í tilefni dagsins.

 

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is ekki síðar en á þriðjudag en skráning er þó ekki nauðsynleg.

Fundurinn er öllum að kostnaðarlausu.

Öll velkomin.

 

Með félagshveðju,

Stjórn HSS

 

14.11.2014 09:14

Samvest Æfingabúðir 21.-22. nóvember

SamVest-samstarfið stendur fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember 2014. 

Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að koma sér á staðinn - eða að héraðssamböndin skipuleggi ferðir (getur verið mismunandi eftir svæðum).

Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum. Við stólum á að foreldrar eða aðrir fylgdarmenn fáist í hlutfalli við fjölda þátttakenda frá hverju sambandi.

Gist verður í skólastofum að Laugum. Þátttakendur taka með sér svefnpoka eða annan sængurfatnað, en dýnur eru á staðnum. Einnig þarf að taka með sér sundföt og íþróttaföt (fyrir úti- og inniæfingar) og annan staðalbúnað.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 19. nóvember. Það er hægt að skrá á Facebook-síðu Samvest eða hjá Arnari Eysteinssyni hjá UDN á netfangið arnare68@gmail.com sími 893-9528.

Sjáumst hress að Laugum!
Framkvæmdaráð SamVest - UDN

31.10.2014 08:45

Skíðafélagið styrkt

Héraðssamband Strandamanna hefur ákveðið að styrkja Skíðafélag Strandamanna um 250.000 kr. til byggingar á skíðaskála. Styrkurinn er hámarksfjárhæð úr sérsjóði HSS sem hægt er að sækja um í að vori ár hvert.


Bygging Skíðaskálanum er þegar hafin og óskum við Skíðafélaginu til hamingju með þetta metnaðarfulla verkefni.

30.10.2014 14:51

70 ára afmæli HSS

Héraðssamband Strandamanna verður 70 ára þann 19. nóvember. Að því tilefni munum við halda veislu, fagna tímamótunum, líta yfir farinn veg og marka okkur stefnu fyrir næstu 70 ár.

Veislan verður á afmælisdeginum sjálfum og verður nánar auglýst síðar, en takið daginn frá.

14.10.2014 14:28

Samvest-samæfing

SamVest-­-samæfing í FH-höllinni Hafnarfirði
Kynning til iðkenda og foreldra


Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, HSS, HHF og UMFK boða til samæfingar fyrir iðkendur sína. Æfingin fer fram í nýrri frjálsíþróttahöll frjálsíþróttadeildar FH í Kaplakrika í Hafnarfirði, sunnudaginn 19. október kl.11.00

 Hún er fyrir iðkendur 10 ára(árgangur 2004)og eldri
 Áhersla er á eftirtaldar greinar: Stangarstökk, spretthlaup, kringlukast og sleggjukast.
 Umsjón með æfingunni hefur Kristín Halla Haraldsdóttir
 Gestaþjálfarar á æfingunni verða: Einar Þór Einarsson, Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason.
 Stefnt að því að borða saman eftir daginn, einhverstaðar nálægt en sú máltíð er á kostnað þátttakenda.
 Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að láta vita í netfangið hronn@vesturland.is helst ekki seinna en viku fyrir æfinguna.


Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum
-
gaman saman, í frjálsum!

Með frjálsíþróttakveðju
Framkvæmdaráð SamVest hópsins

19.09.2014 14:09

Æfingatafla Geislans og Hvatar

Æfingatafla Geislinn og Hvöt - haust 2014

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

15:00-16:00

IE

Fótbolti
1.-5. bekkur

VF

Taekwondo
5.-10. bekkur
og lengra komnir

IE

Fótbolti
1.-5. bekkur

 

 

 

16:00-17:00

IE

Fótbolti
6.-10. bekkur

VF

Taekwondo
5-6 ára
og byrjendur

IE

Fótbolti
6.-10. bekkur

JR

Íþróttaskóli f. leikskólabörn

 

 

17:00-18:00

 

Körfubolti
1.-10. bekkur

VF

Taekwondo
2.-4. bekkur

 

Frjálsar Íþróttir
1.-5. Bekkur

VF

Taekwondo
2.-4. bekkur

IB

Bootcamp/Crossfit (14 ára og eldri)
Úti

 

18:00-19:00

IB

Styrktarþjálfun
(14 ára og eldri)

 

 

Frjálsar Íþróttir
6.-10. Bekkur

VF

Taekwondo
5.-10. bekkur
og lengra komnir

 

 

19:00-20:00

 

 

IB

Þol og brennsla
(14 ára og eldri)

 

 

JR - Jóhanna Rósmundsdóttir                                           IB - Ingibjörg Benediktsdóttir                                           SDÞ - Sigríður Drífa Þórólfsdóttir                                       
IE - Ingibjörg Emilsdóttir                                                   VF - Vala Friðriksdóttir

18.09.2014 15:16

Move Week

Hver er þín uppáhalds hreyfing? Hver er þín hreyfing? Það er talið að um 600.000 þúsund dauðsfalla í Evrópu megi rekja beint til hreyfingarleysis. Flestir sem hreyfa sig ekki neitt segja ástæðuna vera peningaskort. Það er margt er hægt að gera til að bæta heilsu sína sem hvorki kostar krónu né mikla fyrirhöfn. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur því það eykur líkurnar á því að maður viðhaldi heilbrigðum lífstíl.

Hreyfivikan MOVE WEEK er hluti af  "The NowWeMove 2012 - 2020" herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að ISCA og tekur þátt í verkefnum samtakanna.

Framtíðarsýn MOVE WEEK herferðarinnar er "að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og eða íþróttum fyrir árið 2020" og áhersla lögð á að "að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því". Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni  í samstarfi yfir 250 samtaka í Evrópu sem öll eru aðilar að ISCA. Það sem er öðruvísi við Hreyfivikuna MOVE WEEK er að þessi herferðir er ekki sniðin að ákveðinni íþrótt eða ákveðinni hreyfingu heldur getur hvert samfélag sniðið sína Hreyfiviku eftir sínu svæði. Klæðskerasniðið sína Hreyfiviku og nýtt til þess alla þá kosti sem samfélagið býr yfir til að smita frá sér jákvæða nálgun á hreyfingu.

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og maður er manns gaman. Sambandsaðilar UMFÍ, þar á meðal HSS, taka virkan þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á http://www.iceland.moveweek.eu/ og www.umfi.is. Skráið ykkar viðburð ef þið viljið vera með viðburð í nafni herferðarinnar í haust, eins getið þið fengið allar frekari upplýsingar hjá Esther Ösp, framkvæmdarstýru HSS.

 

06.09.2014 21:37

Úrslit í Þríþraut HSS.

Þríþraut HSS fór fram á Hólmavík í dag, 6 keppendur kepptu í opnum flokki karla og ein í opnum flokki kvenna.  Keppni hófst við íþróttamiðstöðina og var byrjað á að hlaupa inn plássið að Háaklifi og yfir Borgirnar að íþróttamiðstöðinni síðan hjólaður Óshringurinn og endað á 200m sundi.  

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

            Konur:                        Hlaup                            Hjól                  Sund                Samt.

1.  Bríanna Johnson               32,33 mín                      33,47 mín         4,37 mín           1:10,57

 

            Karlar:

1.  Ólafur Johnson                 25,20 mín                        27,32 mín         4,16 mín            57,08

2.  Trausti Björnsson              26,23    -                         26,40    -           4,52   -             57,55

3.  Vignir Örn Pálsson            34,18    -                         35,38    -           9,20   -            1:19,16

4.  Friðrik H. Vignisson           42,14    -                         42,01    -           5,52   -            1:30,07

5.  Guðjón Steinarsson          49,01    -                         50,32    -           5,30   -            1:45,03

6.  Stefán S. Ragnarsson       49,01    -                         50,07    -           8,26   -            1:47,34

 

Tímaverðir og ritarar voru Þuríður Friðriksdóttir,  Viktoría Ólafsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir.

 

 

 

04.09.2014 09:11

Þríþraut HSS

Þríþraut HSS verður haldinn þann 6.september næstkomandi á Hólmavík, vegalengdir þessarar þrautar eru eftirfarandi og í þessari röð:

 

1.       Hlaup: 5 km (Borgirnar) byrjað uppí íþróttahúsi

2.       Hjólreiðar: 8 km (Óshringurinn)

3.       Sund: 200 m (Sundlaug Hólmavíkur)

 

Við hvetjum sem flesta að koma og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, en það er auðvitað aðal markmiðið. 


Keppnin er ætluð öllum aldurshópum. Það þarf engan sérstakan útbúnað í þessa þolþraut nema reiðhjól sem kemst um malarveg og sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni. 


Ekkert keppnisgjald. Skráning fer fram á tölvupósti: tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða á staðnum.

 

Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 14:00 laugardaginn 6.september í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Mælt er með því að keppendur mæti tímanlega!

27.08.2014 13:48

Barnamót HSS

Barnamót HSS verður haldið á Sævangi laugardaginn 30. ágúst kl. 13:00

Keppt verður í eftirfarandi greinum og aldursflokkum:

Pollar og pæjur 8 ára og yngri:

60m hlaup, langstökk og boltakast.

Hnokkar og hnátur 9 -10 ára:

60m hlaup, langstökk og boltakast. 

Strákar og stelpur 11 - 12 ára:

600 m hlaup, 60m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp.


Móthaldarar eru Geislinn og Hvöt og bjóða þau upp á pylsur og svala að móti loknu. Allir þátttakendur fá verðlaunapening.

Skráning fer fram hjá formönnum félaga en henni lýkur kl. 18:00 föstudaginn 29. ágúst.

Öll velkomin!

06.08.2014 23:33

Barnamót HSS.

Barnamóti HSS í frjálsum fyrir 12 ára og yngri sem vera átti 10. ágúst n.k. hefur verið frestað.  Mótið verður síðar í ágústmánuði í umsjón umf. Geislans og umf. Hvatar, ný dagsetning fyrir mótið verður kynnt hér á vefnum við fyrsta tækifæri.

31.07.2014 12:43

ULM á Sauðárkróki

23 keppendu fara á ULM á Sauðárkróki nú um verslunnarmannahelgina.  Keppa þeir í frjálum, knattspyrnu, körfubolta, mótorkrossi, stafsetningu, upplestri og tölvuleik.  Dagskrámótsins fyrir ákv. geinar er kominn inná vef umfi.is.  Salbjörg Engilbertsdóttir hefur tekið að sé að vera kakóstjóri hópsins, einnig er von á Kalla stórgrillara frá Reykjum á svæðið.

22.07.2014 11:59

Kvöldmót UDN.

Þriðja kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum verður haldið þriðjudaginn, 22. júlí, í Dalnum í Búðardal. Mótið hefst kl 19:00. Greinar mótsins eru; 10 ára og yngri; 60m, boltakast, hástökk, langstökk 11-12 ára; Spjótkast, kringlukast, 60m hlaup, hástökk 13 ára og eldri; Spjótkast, kringlukast, 100m hlaup og hástökk Skráningar berist til Hönnu Siggu fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 22. júlí á netfangið hannasigga@audarskoli.is Fram þarf að koma; nafn, kennitala, keppnisgreinar og félag sem keppt er fyrir.

16.07.2014 18:13

Frjálsíþróttaæfing í Sævangi.

Hlynur Chadwick Gudmundsson þjálfari hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, verður með frjálsíþróttaæfingu í Sævangi föstudaginn 18. júlí kl.17:00.
Endilega allir að mæta og koma sér í gírinn fyrir héraðsmótið og ULM á Sauðárkróki.  Í lok æfingar verður stuttur fyrirlestur í Sævangi með foreldurum og öðrum frjálsíþrótta áhugafólki.
Hvetjum sem flesta af samvest svæðinu til að mæta.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25