Færslur: 2007 Júlí
29.07.2007 17:59
USVH heimsókn lokið
Nú er heimsókn USVH til okkar lokið og gengu æfingarnar vel fyrir sig. Reyndar slasaðist einn lítilsháttar en verður vonandi búinn að ná sér á næstu helgi. Eins og alltaf getum við verið stolt af framkomu barnanna okkar. Og viljum við þakka starfsmönnum Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur kærlega fyrir móttökurnar.
28.07.2007 16:52
USVH í heimsókn
Á morgun koma krakkar frá USVH í heimsókn til okkar. Ætlunin er að hrista saman liðin fyrir Unglingalandsmót. Mæting er á Grundunum klukkan 13 og þar verður tekin fótboltaæfing. Síðan verður farið í íþróttahúsið og farið í körfubolta. Eftir stífar æfingar fara allir í sund og slappa af. Áður en þau fara heim er síðan grillað og borðað saman. Allir sem ætla á Unglingalandsmót að keppa eru hvattir til að mæta og æfa.
26.07.2007 17:17
Skráningum á Unglingalandsmót lokið
Nú er ljóst að við förum með 30 keppendur á Höfn eftir eina viku. Er það fín þátttaka og er gaman að sjá hvað foreldrar eru duglegir að fara með börnin sín þrátt fyrir vegalengdir. Nú er í fyrsta sinn keppt í mótorcrossi og mun HSS eiga tvo keppendur í því.
26.07.2007 17:11

23.07.2007 20:46
Barnamót og Unglingalandsmót
Nú standa yfir skráningar á Barnamót HSS sem haldið verður á Sævangsvelli miðvikudaginn 25. júlí. Einnig stendur yfir skráning á Unglingalandsmót sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Hægt er að skrá sig til leiks hjá Kolbeini í síma 6923334 til þriðjudagsins 24. júlí.
23.07.2007 20:44
HSS eignast Íslandsmeistara í hástökki
Guðjón Þórólfsson sigraði í hástökki í flokki 14 ára drengja í Meistaramóti Íslands í Borgarnesi 15. júlí síðastliðinn. Stökk Guðjón yfir 1.75 metra sem var 19 cm. hærra en drengurinn í sæti númer 2.
23.07.2007 20:19
Héraðsmót HSS
Héraðsmót HSS fór fram á Sævangsvelli 14. júlí 2007 í hinu venjulega Héraðsmótsveðri nema rigningarlaust. Mótið fór vel fram í alla staði og ágætis árangur náðist. Úrslit eru komin inn á fri.is
- 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25