Færslur: 2007 Ágúst

17.08.2007 14:23

Seinni umferð Bikarkeppni í fótbolta

Seinni umferð bikarkeppni karla í fótbolta hefur verið frestað til 25. ágúst næstkomandi.  Eins og fyrri ár verður hún haldin á Dramgsnesi.   Ef keppendur vilja nánari upplýsingar geta þeir haft samband við Kolbein í síma 6923334.

10.08.2007 20:29

Sundmót HSS fært til Hólmavíkur

Athugið athugið sundmót HSS verður haldið á Hólmavík, laugardaginn 11. ágúst.  Var það áður auglýst í Gvendarlaug á Laugarhól.

08.08.2007 00:29

Sundmót HSS

Sundmót HSS verður haldið í Gvendarlaug í Bjarnarfirði laugardaginn 11. ágúst 2007.  Skráning á mótið stendur yfir og ættu allir áhugasamir að hafa samband við forsvarsmann síns félags fyrir fimmtudagskvöld. 
Forsvarsmennirnir eru:  Leifur heppni: Bjarnheiður Fossdal; Grettir/Neisti: Aðalbjörg Óskarsdóttir;  Geislinn: Jóhanna Ása Einarsdóttir; Hvöt: Ragnar Bragason; Harpa: Ólafur Skúli Björgvinsson.

08.08.2007 00:26

Að loknu Unglingalandsmóti

Nú er 10 Unglingalandsmóti UMFÍ lokið og tókst það í alla staði mjög vel..  Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og voru til fyrirmyndar bæði innan vallar og utan.  Nánari fréttir af úrslitum verða sett inn síðar.  Einnig var rosalega gaman að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta með börnum sínum, þrátt fyrir langa vegalengd.  Æðislegt hjá ykkur. 
  • 1
Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182131
Samtals gestir: 21697
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:28:34