Færslur: 2007 September
17.09.2007 20:22
Æfingar hafnar
Þá eru vetraræfingar hafnar hjá Geislanum. Ný íþróttatafla verður gefin út og dreift á morgun. Þeir sem ekki fá töflu en vilja fá geta nálgast hana í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eftir morgundaginn. Munið svo að skila miðunum sem staðfesta þátttöku barnanna ykkar.
Þjálfarar í vetur verða Þorvaldur Hermannsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Jóhanna Ása Einarsdóttir. 


15.09.2007 19:17
Komið í gang aftur
Jæja þá er búið að opna síðuna okkar aftur. Ég vil taka það fram að ef aðildarfélög vilja koma upplýsingum á framfæri er hægt að senda mér póst og ég set hann inn á síðuna tölvupóstfangið mitt er stebbij@snerpa.is.
Sumarið er búið og var ótalmargt gert einhver úrslit eiga eftir að koma, en Kolbeinn er að klára fréttabréf. En stjórn HSS vill koma á framfæri þökkum til Kolbeins fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf.
Sumarið er búið og var ótalmargt gert einhver úrslit eiga eftir að koma, en Kolbeinn er að klára fréttabréf. En stjórn HSS vill koma á framfæri þökkum til Kolbeins fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf.
- 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25