Færslur: 2008 Júní
30.06.2008 14:49
Fundur með USVH
30.06.2008 14:44
Skráningar
30.06.2008 14:42
Skipan stjórnar
Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir varaformaður, Þorsteinn Paul Newton gjaldkeri, Aðalbjörg Óskarsdóttir ritari og Birkir Þór Stefánsson meðstjórnandi.
25.06.2008 19:55
mótadagskrá sumarsins
28. júní fyrri umferð í bikarkeppni í fótbolta.
5. júlí héraðsmót í frjálsum klukkan 11:00 á Sævangi
9. júlí barnamót í frjálsum klukkan 18:00 á Sævangi
12. júlí héraðsmót í sundi klukkan 11:00 á Hólmavík
16. júlí polla- og pæjumót í fótbolta klukkan 18:00 á Grundum
18-20 júlí vestfjarðamót í frjálsum á Bíldudal
Verslunarmannahelgin Unglingalandsmót UMFÍ Þorlákshöfn
9. ágúst seinni umferð í bikarkeppni í fótbolta
13.06.2008 23:59
Unglingalandsmót
13.06.2008 23:53
ársþing
Ný stjórn var kjörinn og í henni eru þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Þorsteinn Newton, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir og Birkir Þór Stefánsson. Þakkar HSS fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið á árinu og óskar þeim velfarnaðar á nýum vettvangi. Einnig eru Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni færðar kærar þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári og vonandi eigum við eftir að njóta starfskrafta hans síðar meir.
11.06.2008 15:55
Fréttatilkynning frá UMFÍ
Fréttatilkynning
Ungmennafélag Íslands tekur fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor, fimmtudaginn 19. júní nk.
Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.
Verkefnið mun hefjast á 5 stöðum á landinu fimmtudaginn 19. júní og í kjölfarið verður framhaldið skoðað með fleiri staði í huga.
Þeir staðir sem um ræðið að þessu sinni er Borgarnes, Reykjanesbær, Neskaupsstaður, Selfoss og Sauðárkrókur.
Sparisjóðurinn er aðalsamstarfsaðili UMFÍ að verkefninu. Sparisjóðurinn mun afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka sem er merktur Gæfuspori til eignar. Einnig styrkir Heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð verkefnið myndarlega.
Fimmtudaginn 19. júní kl. 10:00 verður gegnið af stað frá Sparisjóðnum á viðkomandi stað en skráning er frá kl. 09:30 á staðnum en allir 60 ára og eldir eru hjartanlega velkomnir.
Í framhaldinu munu hóparnir ákveða hve oft og hvaðan þeir ganga og eins getur fólk valið sér tíma og staði þegar því hentar. Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendu, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga.
Sérstakur bæklingur verður gefin út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum.
60 ára og eldri eru hvattir til þátttöku.
Ungmennafélag Íslands.
Frekari upplýsingar veitir
Ómar Bragi Stefánsson
898 1095
- 1