Færslur: 2009 Júlí

30.07.2009 07:08

Unglingalandsmót

Heil og sæl,
þá er orðið stutt í keppni og fólk farið að tygjast af stað. Inn á ulm.is eru komin drög að tímaplani og tímaseðill í frjálsum kom inn morgun. Þar er breyting á 80 metra hlaupunum, undanrásir verða hlaupnar á morgun föstudag, sjá nánar á ulm.is.

Upplýsingamiðstöð Unglingalandsmótsins í Árskóla hefur nú fengið símanúmer - sem er 857 3925. Upplýsingamiðstöðin verður opnuð kl. 13 í dag, fimmtudag, en ef upplýsingar vantar nú þegar er unnt nú þegar að hringja í framangreint símanúmer.

Munum að taka góða skapið með okkur og keyrum varlega!

16.07.2009 13:23

Barnamót og Unglingalandsmót

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum

Barnamótið verður næstkomandi miðvikudag, 22. Júlí og mun hefjast klukkan 18:00. Verður keppt í hefðbundnum greinum, 8 ára og yngri í 60m hlaupi, langstökki og boltakasti. 9-10 ára keppa í því sama en hjá 11-12 ára bætist við kúluvarp og hástökk en spjót kemur í stað bolta. Nú skulum við fjölmenna með börnunum og hafa gaman að, allir þátttakendur fá verðlaunapening. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 21. Júlí!

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningu á Unglingalandsmótið og verður hægt að skrá með e-maili til miðnættis 22. Júlí.

16.07.2009 13:21

Námskeið

Námskeið:

Hraða- snerpu- og viðbragðsþjálfun - Lee Taft

 

Einn virtasti hraðaþjálfari Bandaríkjanna, Lee Taft heldur opið, tveggja daga námskeið hjá Keili dagana 4. og 5. september. Námskeiðið er sérstaklega ætlað metnaðarfullum íþróttaþjálfurum sem vilja ná hámarksárangri með íþróttamenn sína og öðlast meiri þekkingu á hraða- snerpu- og viðbragðsþjálfun.

lee_grayscale

Lee mun leggja áherslu á upphitunartækni sem skilar mestum árangri, hvort heldur sem fyrir leik eða æfingu. Þá verður ítarlega farið í hraða og hreyfitækni fyrir fjölátta íþróttir sem laga má að hverri íþróttagrein fyrir sig.

Þetta einstaka tveggja daga námskeið hentar íþróttaþjálfurum sem vilja ná því besta út úr sínum íþróttamönnum, óháð íþróttagrein. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér íþróttafatnað og taka þátt í æfingunum.

Myndband þar sem Lee lýsir námskeiðinu má nálgast hér: http://www.keilir.net/namid/heilsa-og-uppeldi/namskeid/Fagnamskeid/?CacheRefresh=1

  

Um Lee Taft

Lee Taft er einn virtasti hraða- og hreyfingarþjálfari í Bandaríkjunum. Lee er meðeigandi í http://www.sportsspeedetc.com/ og forseti Lee Taft Speed Academy, Inc. Hann útskrifaðist með masters gráðu í íþróttafræðum og hefur bætt við sig gráðum í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. (NSCA, CSCS, SPC, USATF level 1)

Lee hefur 20 ára reynslu af þjálfun íþróttamanna og hans ástríða hefur verið þjálfun ungra íþróttamanna. Hann er heimsþekktur fyrir sérfræðiþekkingu sína á hraða- og viðbragðsþjálfun í fjölátta íþróttagreinum.

Lee hefur gefið út fjölda marga CD og DVD á sviði íþróttaþjálfunar og gaf nýlega út bókina "7 Points to a Championship Attitude". Hann er einn eftirsóttasti ræðumaður Bandaríkjanna og Kanada á sviði íþróttaþjálfunar.

Námskeiðið fer fram í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ föstudaginn 4. september og laugardaginn 5. september klukkan 09.00-17.00.

 

Yfirlit dagskráar Lee Tafts, fyrirlestur um hraðaþjálfun íþróttamanna

 

4. September.

 

  1. Kynning.

 

2.      Hvernig skal greina íþróttamenn á einfaldan en árungursríkan hátt.  (fyrirlestur og verklegt).

 

3.      Upphitunarkerfi fyrir íþróttamenn.  (fyrirlestur og verklegt).

 

4.      Hvernig á að þjálfa rétta tækni í hoppum og lendingum.  Hvernig skal hjálpa íþróttamanni að fara fram og ná langt í tækni á hoppum.  (fyrirlestur og verklegt)

 

5.      Stöðvunarþjálfun, hvernig skal þjálfa rétt mismunandi stöðvunarhreyfingar.  Íþróttamenn þurfa að vera öruggari og fljótari í íþróttum.  (fyrirlestur og verklegt)

 

6.      Hádegismatur.  1 Klst.

 

  1. Tækni í hröðun á beinum-, hliðar- og  fjölátta leiðum.  Þjálfa hliðar gönguhring (lateral gait cycle) og hámarkshraða.  (fyrirlestur og verklegt).

 

  1. Færni í Stefnubreytingum,- Hvernig skal þjálfa rétta stefnubreytingu  fyrir allar aðstæður.  (fyrirlestur og verklegt).

 

  1.  Styrktarþjálfun fyrir hraða!  (Hvernig skal nota einfalda en árangursríkar æfingar til að auka hraða) Lítil sem engin þörf á búnaði. (fyrirlestur og verklegt) 

 

 

 

5.  September.

 

  1. Spurningar og svör umræðuefna dags 1.  (Hreinsa upp vafaatriði fyrri dags

 

  1. Færni í afturábak hlaupum.  Hvernig skal þjálfa íþróttamenn að hlaupa afturábak og halda sterkri varnar stöðu.  (fyrirlestur og verklegt

 

  1. Hvernig skal tengja hraða færni saman til að afreka mikils hraða.  (fyrirlestur og verklegt)

 

  1. Hádegismatur.  1 Klst

 

  1.  Nota hópleiki til að þjálfa viðbragðshraða.  Gott til að meta þolþjálfun og hafa gaman!  (fyrirlestur og verklegt)

 

  1.  Hvernig á að búa til prógram.(fyrirlestur og verklegt)

 

  1.  Samantekt.

 

      * Dagskrá getur breyst eftir flæði fyrirlestrar

 

Verð og skráning

Verð:

Ef skráð er og greitt fyrir 20. júlí: 39.000 kr.

Ef skráð er og greitt á bilinu 21. - 1. ágúst: 59.000 kr.

Ef skráð er og greitt á bilinu 1. - 10. ágúst: 89.000 kr.

Innifalið er morgunsnarl, hádegisverður og kaffi báða dagana.

 

Athygli er vakin á að sambærilegt, 2ja daga námskeið með Lee Taft í Bandaríkjunum kostar $1.200.

 

ÍAK einkaþjálfarar og ÍAK einkaþjálfaranemar fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi.

 

Skráning fer fram á saevar@keilir.net. Við skráningu skal taka fram nafn, kennitölu, heimilisfang, íþróttafélag, íþróttagrein, greiðanda og kennitölu og heimilisfang greiðanda.

Bestu kveðjur,

Sævar Ingi Borgarsson

Verkefnastjóri ÍAK

saevar@keilir.net

10.07.2009 14:23

Úrslit héraðsmóts í frjálsum

Eftir að ábending barst þá fór ég yfir úrlit allra greina á mótinu og stigagjöf. Eftir endurtalningu þá kom í ljós að minni munur var á milli fyrsta og annars sætis á mótinu og einnig að Harpa hlaup fleiri stig en þeim var gefið í fyrstu.
Eru úrslitin þá eftirfarandi:
Neisti 219 stig
Geislinn 218,5 stig
Harpa 78 stig
Hvöt 72,5 stig

Allar ábendingar eru vel þegnar, þær stuðla að betra og nákvæmara starfi.

08.07.2009 00:18

Bikarkeppni karla og næsta mót

Bikarkeppnin

Um síðustu helgi fór fram fyrri umferðin í bikarkeppni karla og mættu til leiks 4 lið, 2 frá Geislanum og 2 frá Gretti. Voru leikirnir æsispennandi og er staðan eftir umferðina sú að Grettir1 er með 9 stig, Geislinn1 með 6, Geislinn2 með 3 en Grettir2 rekur lestina með 0 stig. Nú treystum við á að allir geri sitt besta í að mæta til leiks í seinni umferðina svo náist að manna öll liðin.

Næsta mót

Fyrir utan Landsmótið á Akureyri næstu helgi, þar sem skráðir eru keppendur undir merkjum HSS í brids og körfubolta, þá er næsta mót Barnamót HSS að Sævangi miðvikudaginn 22. júlí. Þar munu etja kappi börn 10 ára og yngri í 60 m hlaupi, langstökki og boltakasti. Hjá 11-12 ára bætast við hástökk og kúluvarp en spjót kemur í stað boltanna.

08.07.2009 00:10

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2009

Héraðssamband Strandamann vill benda á að landmótsnefnd HSS ásamt framkvæmdastjóra munu halda utan um skráningar aðildarfélaga HSS á Unglingalandsmótið.

Skráningar þurfa að hafa borist í síðasta lagi þriðjudaginn 14. júlí.

Þátttökugjald á mótið er 6.000 kr en HSS mun greiða niður þátttökugjald keppenda um 3.000kr svo kostnaður á þátttakendur er 3.000 kr. Engin önnur gjöld eru tekin af mótsgestum á hvaða aldri sem þeir eru, fyrir utan rafmagn.


Greinarnar sem í boði eru:

Frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfubolti, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og motocross.

 Samhliða þessum greinum verða svokallaðar kynningargreinar en þar er þátttakendum boðið að prófa ýmsar aðrar greinar.


Skráning og nánari upplýsingar:

Valur Hentze                     847-7075             valur@sporthusid.is

Með honum starfar landsmótsnefnd skipuð Jóhanni Áskeli Gunnarssyni, Óskari Torfasyni og Þórólfi Guðjónssyni.

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25