Færslur: 2010 Maí
04.05.2010 19:09
Ársþing HSS 2010
63. Ársþing HSS verður haldið á Hótel Laugarhóli 03. júní árið 2010 kl. 18:45
Þingfulltrúar vinsamlega mætið stundvíslega.
Dagsskrá:
1. Þingsetning.
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.
3. Skipun kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
7. Kosning nefna þingsins. a) Uppstillingarnefnd. b) Fjárhagsnefnd.
c) Íþróttanefnd d) Alsherjar og laganefnd.
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.
9. Nefndarstörf.
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur.
11. Kosningar. a) Stjórn og varastjórn. b) Tveir endurskoðendur og tveir til vara. c) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál.
13. Þingslit.
Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.
Hólmavík 03. maí 2010
Með félagskveðju,
Jóhann Björn Arngrímsson form. HSS.
Fulltrúa fjöldi félaga verður sendur út með næsta fundarboði
Minni félögin á að það á að vera búið að skila í Felix og einnig að skila stuttri skýrslu yfir starfið 2009 sett verður í ársskýrslu HSS.
- 1