Færslur: 2010 Júní

23.06.2010 12:42

Bikarkeppni Karla í Knattspyrnu.

Bikarkeppni karla í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 26. júní á Grundunum við Hólmavík, mótið hefst tímanlega kl 13:00. Skráningu liða líkur á miðnætti föstudagsins 25. júní en Steinar sér um skráningu liða í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com

23.06.2010 12:34

Golfmót HSS

Golfmót HSS var haldið í ágætis veðri á þriðjudagskvöldið, 15. júní. Mótið hófst kl: 19:00 og var þáttaka góð miða við smá kulda. Spilaðar voru 9 holur og gekk það ágætlega, kúlur týndust og kúlur fundust en allir höfðu það gott og skemmtu sér saman í eina kvöldstund.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Karlar                                         Konur og unglingar

1. sæti. Guðmundur Viktor           1. sæti. Birna Richards.
2. sæti. Benidikt Pétursson          2. sæti. Signý Ólafsdóttir
3. sæti. Jón Trausti Guðlaugs.      3. sæti. Benidikt Jónsson

14.06.2010 13:37

Sundmót 2010

Nú er fyrsta mót sumarsins búið og eins og flestir vita var það héraðsmót í sundi sem haldið var í Laugarhól. Mæting var ágæt þótt oft hafi verið fleiri en samt skemmti fólk sér ágætlega, keppendur voru tólf talsins en aðeins einn af þeim keppti í fullorðins flokki. Geislinn áttu flesta keppendur mótsins en þeir voru sex talsins, Grettir mætti með fjóra og Leifur heppni með tvo.

Að sökum kunnáttuleysis á tölvur hef ég ekki getað sett inn úrslit mótsins en það ætti að koma inn á næstunni þegar ég hef prófað að ýta á alla takkana á síðunni!

Þar til næst, Steinar.

09.06.2010 12:48

Ótitlað

Nú byrjar þetta!

Jæja góðir hálsar, nú hefst þetta allt saman og því er um að gera að kalla saman mannskapinn til að taka þátt í eins mörgum greinum og mögulegt er því öll stig skipta máli!

Fyrsta móti sumarsins mun vera Sundmót HSS og verður það haldið laugardaginn 12. júní í Laugarhól. Allar skráningar munu fara í gegnum Steinar í gegnum netfangið steinar_raudi@hotmail.com eða í símar 867-1816 og mun hann taka við skráningum fram að miðnætti föstudagsins 11. júní.

Nú er um að gera að hræra í mannskapnum og skrá sem flesta og hafa gaman í sólskininu á Laugarhóli!

08.06.2010 13:03

Mótaskrá 2010

63. Ársþing HSS haldið að Laugarhóli þann 3. júní 2010 samþykkir eftirfarandi tillögu að mótafyrirkomulag sumarsins verði með eftirfarandi hætti.

           

            12. júní        Sundmót HSS haldið á Laugarhóli

            22. júní        Golfmót HSS á Skeljavíkurvelli

            26. júní        Bikarkeppni HSS í knattspyrnu karla

               3. júlí        Polla- og pæjumót HSS í knattspyrnu á Skeljavíkurvelli.

 10. júlí        Héraðsmór HSS í frjálsum íþróttum á Sævangi.

 20. júlí        Barnamót í frjálsum íþróttum á Sævangi.

7. ágúst       Seinni umferð Bikarkeppni HSS í knattspyrnu karla 

          14. ágúst       Mótorkrossmót HSS, mótorkrossbrautinni Hólmavík

 

Mælst er til þess að mót hefjist á auglýstum tíma, sem tilgreingur verður síðar.

02.06.2010 11:09

Félagafjöldi aðildarfélaga

Samkvæmt Felix þá er félagafjöldi eftirfarandi og fulltrúar á þing.

Golfklúbbur Hólmavíkur 25 = 3 fulltrúar
Skíðafélag Strandamanna 80 = 6 fulltrúar
Sundfélagið Grettir 58 = 5 fulltrúar
Umf. Geislinn 338 = 19 fulltrúar
Umf Harpa 52 = 5 fulltrúar
Umf. Hvöt 56 = 5 fulltrúar
Umf. Leifur heppni 54 = 5 fulltrúar
Umf. Neisti 72 = 6 fulltrúar

Í áðursendum pósti munaði aðeins á félagafjölda hjá Geisla sem leiðréttist hér með.

Stjórn HSS vonast eftir góðri þáttöku á þingið.
  • 1
Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182131
Samtals gestir: 21697
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:28:34