Færslur: 2010 Október

18.10.2010 18:24

Unglingalandsmót í Borganesi afstaðið

Hið árlega Unglingalandsmót var haldið síðustu helgi, eins og svo margir vita, í Borganesi í blíðskapar veðri og glampandi sól. 34 einstaklingar voru skráðir frá HSS og rétt yfir 30 frá USVH og var því útkoman rétt yfir 60 manns sem fór saman frá þessum samböndum og kepptu saman.Keppt var í hinum ýmsu greinum en fjölmennast var í fótboltanum. Margir einstaklingar kepptu í frjálsum íþróttum og þar setti Harpa Óskarsdóttir frá Drangsnesi nýtt Unglingalandsmótsmet og kastaði spjóti slétta 33 metra og sló þar með 32,91 metrana sem stóðu fyrir ásamt því að lenda í fjórða sæti í kúluvarpi og kastaði þar 8,99m en hún er aðeins 12 ára gömul og því um flottan árangur að ræða. Guðjón Þórólfsson stökk í hástökki og náði 1.80m en þess má til gamans geta að hann hefur varla æft hástökk eða aðrar frjálsíþróttir í sumar og þykir þetta því ágætis afrek. Arna Sól Mánadóttir frá Hörpu keppti í spjótkasti í flokki 13 ára stelpna og kastaði þar 28,64m sem hampaði henni silfri á mótinu og Hadda Borg Björnsdóttir, Hvöt, gerði sér lýtið fyrir og vann hástökk 17-18 ára stelpna og henti sér yfir 1,61 og greip þar með gullið

Tjaldstæðismál voru góð og komu allir sér vel fyrir og sváfu því ágætlega, vegir á svæðinu þóttu í lakara lagi en fólk komst þó á milli. HSS og USVH stóðu saman fyrir veitingum og bauð USVH uppá grillað lambakjöt og meðlæti á laugardagskvöldinu og einnig í hádegismat á sunnudeginum, HSS komu með kökur og með því og var því alltaf smá snæðingur á svæðinu þótt það þætti ekki hið besta magafylli rétt fyrir leik. En megin markmiðum HSS var fullnægt á þessu móti og fóru allir heim með bros á vör eftir vel lukkaða helgi.

Svo vitnar maður hérna í Vignir Pálsson formann HSS en hann segir:

"Ég vil einnig koma á framfæri þökkum til allra sem komu með bakkelsi á mótið til hressingar með kvöldkaffinu og sérstaklega þeim sem bökuðu vöfflurnar á sunndagskvöldið."


Þangað til næst þakkar HSS fyrir góða helgi með sínu fólki og vonast til þess að sjá sem flesta að ári.

18.10.2010 16:04

Námskeið

Ágætu félagar.

ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í RKV og 28. okt, á Akureyri.  Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00.  Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.  Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara.  Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.

Þátttökugjald er kr. 3.000.-  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.

Nánari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Með bestu kveðju,

Viðar Sigurjónsson

Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

Glerárgötu 26, Akureyri

Sími: 460-1467 & 863-1399

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25