Færslur: 2011 Mars

30.03.2011 18:55

Dagskrá fyrir Laugafjör.

Föstudagur:
Byrjað verður á gönguferð og leikjum með Jógu
Eftir kvöldmat verður síðan sundlaugarpartý
Seinna um kvöldið spilum við og höfum gaman saman.

Laugardagur:
Kl. 09:00 Morgunmatur
Kl. 09:30 Batik á boli. (A.T.H!!! allir þurfa að koma með gamlan bol til að gera batik á)
Kl. 11:00 Blak, Freyja Ólafs kynnir
Hádegismatur
13:30 Körfubolta-kynning
15:00 Frágangur

Munið eftir sængurfatnaði og útifötum :)

Skráning er fram á annað kvöld, 31. mars.

30.03.2011 07:35

Leiðbeinendanámskeið í stafgöngu.

Laugardaginn 2. apríl stendur ÍSÍ fyrir leiðbeinendanámskeiði sem gefur réttindi til kennslu í stafgöngu (skv. stöðlum Alþjóða stafgöngusambandsins).

Námskeiðið verður haldið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og stendur frá kl. 9:00 - 17:00.

Námskeiðið er ætlað fagfólki s.s. íþróttakennurum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum og læknum.

Námskeiðið er tvíþætt þ.e. núna í apríl (8 tímar) og síðan aftur seinna í vor eða sumar (4 tímar).

Námskeiði er bæði verklegt og bóklegt. Farið verður í undirstöðuatriði stafgöngu, tækni og þjálfunaraðferðir.

Leiðbeinandi er íþróttakennarinn Ásdís Sigurðardóttir.

Námskeiðsgjald er kr. 16.000 og innifalið í því eru öll gögn og kennsla.

Skráning hjá ÍSÍ í síma 514-4000 eða netfang: kristin@isi.is fyrir fimmtudaginn 31. mars.

29.03.2011 22:48

Laugafjör í Sælingsdal.

Laugafjör verður haldið á Laugum í Sælingsdal föstudag 1. Apríl frá 16.00 - laugardags 2. Apríl til 16.00.

Laugafjör er fyrir börn í 5.-10. bekk á svæði U.DN.

Í þetta sinn ætlum við líka að bjóða 8.-10. bekk af svæði H.S.S. á Ströndum

Það kosta 1500kr. á mann.

Skráning er hjá Herdísi Reynisd. Sími 434-1541  á kvöldin eða í netfang, efrimuli@snerpa.is 
fyrir fimtudaginn 31. Mars.

Allur undirbúningur og framkvæmd Laugafjörs og Hólafjörs  undanfarin ár hefur verið unnin í sjálfboðavinnu af öflugum foreldrum og fleirum, og það er forsendan fyrir því að hægt sé að hafa svona
viðburð. En þó hefur orðið erfiðara og erfiðara að fá fólk með í gæslu og eldhús svo við biðjum ykkur nú foreldrar og forráðamenn að endilega skráið ykkur í gæslu ef þið getið (sjá netfang og síma hér fyrir ofan).

Dagskrá Laugafjörs verður sett inná www.udn.is um leið og hún er tilbúin.
                                                                       
Stjórn U.D.N.

19.03.2011 10:11

Héraðsmót á gönguskíðum

HSS heldur héraðsmót í skíðagöngu á morgun sunnudaginn 20. mars í Selárdal og hefst mótið kl. 11.  Keppt verður í göngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð.

Ekki er skylda að skipta um skíði, heldur má ganga á þeim sömu alla leið.  Keppt er í öllum flokkum og vegalengdir eru þær sömu og í skíðafélagsmótum en sem dæmi ganga karlar 17 ára og eldri 5+5 km og konur 2,5+2,5 km. 

Verðlaun verða veitt að göngu lokinni. Mótið er öllum opið. Skráning á staðnum.

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25