Færslur: 2011 Júlí
31.07.2011 22:39
Fréttir frá ULM
Þriðja keppnisdegi á ULM er lokið. Branddís Ösp Ragnarsdóttir og Helga Dögg Lárusdóttir kepptu í langstökki í flokki 13 ára. Ólafur Johnsson keppti líka í langstökki í flokki 12 ára og Guðjón Bjarki Hildarson í 600 m. hlaupi í flokki 13 ára.
Stelpur 11-12 ára fengu silfurverðlaun í körfubolta, stelpur 17-18 ára fengu gullverðlaun í körfubolta.
Stelpur 17-18 ára fengu bronsverðlaun í fótbolta, strákar 11-12 ára náðu 5. sæti í fótbolta.
Strákar 17-18 ára, Guðjón Þórólfsson, Ólafur Másson, Benedikt Bjarkason, Magnús Ingi Einarsson og félagar hlutu gullverðlaun í fótbolta.
Fleiri myndir frá keppninni á ULM eru komnar inná heimasíðu HSS.
30.07.2011 23:24
Annar keppnisdagur á ULM
Keppnisdegi númer tvö á ULM er lokið. Arna Sól Mánadóttir náði 5. sæti í spjótkasti í flokki 14 ára, Guðjón Bjarki Hildarson keppti í langstökki og bætti sinn árangur, stökk 4,11m í flokki 13 ára. Íris Jóhannsdóttir keppti líka í langstökki og bætti líka sinn árangur, stökk 3,09 í flokki 12 ára.
Keppni í körfubolta og fótbolta gekk ágætlega. Allir keppendur og mótsgestir á tjaldsvæði USVH og HSS eru nú saddir og glaðir eftir glæsilega grillveislu hjá Húnvetningum.
Það er búið að setja myndir af keppninni á ULM í myndaalbúm hér á síðunni okkar.
29.07.2011 23:42
Fyrsti keppnisdagur ULM
Harpa Óskarsdóttir varð líka ULM meistari í spjótkasti í flokki 13 ára, hún kastaði spjótinu 31,74m.
Ólafur Johnsson varð í 3. sæti í spjótkasti, í flokki 12 ára stráka. Harpa og Helga Dögg kepptu einnig í kúluvarpi.
Guðjón Þórólfsson keppti í hástökki í flokki 18 ára og náði 4. sæti með stökki yfir 1,87m er það bæting hjá honum um 4 cm. Hadda Borg var einnig að bæta sinn árangur um 1 cm, frábært hjá þeim báðum.
Krakkar frá HSS hafa einnig í dag verið að keppa í fótbolta og körfubolta. Nú eru allir búnir að fá sér kakó og kvöldsnarl í samkomutjaldi USVH.
25.07.2011 08:17
Úrslit á Héraðsmóti 2011
18.07.2011 22:54
Skráning á ULM Egilsstöðum
Skráningargjaldið á mótið er 6000kr.
Eftirfarandi þarf að koma fram við skráningu:
Ef keppandi keppir í fleiri en 1 grein t.d. frjálsum, fótbolta og körfu, þarf keppandi að gefa upp forgangsröðun á greinum ef tímasetning greinanna rekst á.
Endilega farið að senda inn skráningar sem allra fyrst.
Skráningarfrestur á mótið rennur út þann 24. júlí.
15.07.2011 16:23
Friðarhlaupið 2011
Þar stoppa hlauparnir smástund áður en þeir halda hlaupinu áfram. Það er því um að gera fyrir skokkara, börn og unglinga sem langar til að hlaupa i friðarhlaupinu og fá kannski að halda á friðarkyndlinum að skella sér í hlaupaskóna á morgun. Hlauparnir verða komnir að golfskálanum um kl. 13:00 á morgun.
14.07.2011 20:52
Héraðsmót HSS í frjálsum
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi föstudaginn 22. júlí kl: 13:00.
Sjáumst hress og kát í Sævangi á laugardaginn 23. júlí, frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkominn að taka þátt í mótinu hjá okkur.
07.07.2011 15:49
Æfingadagskrá Umf. Hörpu komin á vefinn
Menn eru jafnframt hvattir til að vera duglegir að mæta á æfingar hjá sínum félögum, enda nálgast Héraðsmót HSS óðfluga. Það verður haldið á Sævangi laugardaginn 23. júlí nk. og skráning á það verður auglýst innan skamms hér á vefnum og í dreifibréfi.
07.07.2011 01:20
Æfingadagskrá Geisla og Neista komin á netið
07.07.2011 00:44
Jón Bjarni Bragason náði stórkostlegum árangri á NM öldunga
Hann sigraði í hvorki fleiri né færri en fimm greinum; kúluvarpi, kringlukasti, sleggjukasti, lóðkasti og kastfimmtarþraut. Íslenski hópurinn sem samanstóð af átta keppendum náði fínum árangri og vann til samtals tíu verðlauna, en Jón Bjarni var sá eini sem vann gullverðlaun.
07.07.2011 00:23
Polla- og pæjumót HSS tókst vel

Polla- og pæjumót HSS fór fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Hólmavík síðasta föstudag. Mótið var á dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík og var afskaplega vel sótt og vel heppnað í alla staði. Skipt var í lið á staðnum, en alls tóku 28 krakkar þátt sem verður að teljast mjög góður fjöldi.
Stjórnarmenn í HSS, þeir Vignir Örn Pálsson og Þorsteinn Newton, báru hitann og þungann af skipulagningu og utanumhaldi mótsins sem var stutt og snarpt. Leiða má líkur að því að staðsetning mótsins hafi ráðið miklu um hversu góð þátttakan var. Að móti loknu fengu allir þátttakendur afhenta þátttökupeninga og fóru glaðir og ánægðir heim.
- 1