Færslur: 2011 Október
27.10.2011 11:42
Fjöldi Strandamanna á boltamóti á Ísafirði
Það var mikið um dýrðir á Ísafirði um síðustu
helgi, en þá fór fram innanhúsmót BÍ88 og Eimskips í 3.-8. flokki. Umf. Geislinn
á Hólmavík sendi fjölmennt lið keppenda á mótið, en um 25 iðkendur fóru frá
Hólmavík auk foreldra. Gist var í sal á Ísafirði og skemmtu
menn sér hið besta við knattspyrnuiðkun og bæjarlífsrannsóknir sem innihéldu m.a. pizzahlaðborð í Hamraborg. Börn og unglingar frá Ísafirði, Bolungarvík
og Súðavík kepptu einnig á mótinu. Að sögn Vignis Pálssonar, formanns HSS,
var leikgleðin í fyrirrúmi og allar aðstæður á Ísafirði eins góðar og á verður kosið.
Jón Jónsson smellti af nokkrum myndum á mótinu sem sjá
má hér fyrir neðan.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
18.10.2011 12:54
Sundmótinu aflýst
Sundmótinu sem vera átti í Grettislaug á Reykhólum nú síðar í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir mótið, en líklegt er að reynt verði að halda annað mót um næsta vor.
Félagar í HSS eru vinsamlegast beðnir um að láta þessa fregnir ganga sín á milli eins fljótt og mögulegt er!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
14.10.2011 14:31
Strandamenn á sambandsþing um helgina
47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Samtals eiga 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytur ávarp við þingsetninguna. Mogens Kirkeby, forseti ISCA, mun sitja þingið. Ekki má gleyma aðalgestunum, en þeir koma af Ströndum að þessu sinni. Þaðan mætir formaður HSS; Vignir Örn Pálsson, auk systranna Dagrúnar og Sigrúnar Kristinsdætra sem eru búsettar á Akureyri við framhaldsskólanám þessi misserin.
Þingsetning verður klukkan 10 á laugardagsmorgninum og í framhaldinu verða kosnir starfsmenn þingsins. Þingstörfum á laugardeginum lýkur með nefndarstörfum sem hefjast klukkan 15.30.
Þingstörf hefjast síðan klukkan 9 á sunnudagsmorgninum. Nefndir skila áliti og síðan fara fram umræður og afgreiðsla. Þingstörf verða fram eftir degi en lýkur síðan með kosningum. Áætluð þingslit er klukkan 17 á sunnudegi.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
12.10.2011 23:40
Sundmót á Reykhólum næsta þriðjudag!
Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakkana okkar (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr, en sundkennsla hefur verið í gangi í nokkrum grunnskólanna á starfssvæði HSS undanfarnar vikur. Menn ættu því að vera í góðu formi.
Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag.
Skráning fer fram í síma 690-3825 (Herdís). Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega!
Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi:
Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag.
Skráning fer fram í síma 690-3825 (Herdís). Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega!
Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi:
8 ára og yngri - 25 m bringusund og 25 skriðsund
9-10 ára - 25 m bringusund, 25 m baksund og 25 m skriðsund
11- 12 ára - 50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
13-14 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
15-16 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
17 ára og eldri - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund og 50 m skriðsund
100 m fjórsund (4x25m) flugsund, baksund, bringusund og skriðsund
4x50 m boðsund
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
11.10.2011 10:01
Guðjón Hraunberg Íslandsmeistari í 4. deild í boccia
Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn verða Íslandsmeistarar í sinni íþróttagrein. Um helgina vann Guðjón Hraunberg Björnsson, Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði og nágrenni, til gullverðlauna í einstaklingskeppni á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í boccia sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Alls mættu 220 keppendur til leiks. Keppt var í sjö deildum þar sem keppendur eiga möguleika á að vinna sig upp um deild en Guðjón keppti í 4. deild. Auk deildarkeppninnar voru sérflokkar fyrir mikið hreyfihamlaða keppendur. Íþróttafélagið Ívar sendi tíu keppendur á mótið og gekk þeim flestum vel, þótt Guðjón hafi verið sá eini sem komst í úrslit.

Aðstaða til keppni þótti mjög góð en keppt var á 18 völlum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Framkvæmd og skipulag mótsins var til fyrirmyndar og íþróttafélagið Ægir fékk jákvæð viðbrögð við ósk um aðstoð heimamanna vegna dómgæslu á mótinu. Markmiðið með að halda Íslandsmót í heimabyggð aðildarfélaga ÍF er að vekja athygli á starfsemi félaganna á hverjum stað og gildi þess að aðgengi fyrir alla sé tryggt.
Frétt og mynd eru af bb.is.
Aðstaða til keppni þótti mjög góð en keppt var á 18 völlum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Framkvæmd og skipulag mótsins var til fyrirmyndar og íþróttafélagið Ægir fékk jákvæð viðbrögð við ósk um aðstoð heimamanna vegna dómgæslu á mótinu. Markmiðið með að halda Íslandsmót í heimabyggð aðildarfélaga ÍF er að vekja athygli á starfsemi félaganna á hverjum stað og gildi þess að aðgengi fyrir alla sé tryggt.
Frétt og mynd eru af bb.is.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
- 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25